Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 50
50 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Stjórnun Hversu góð er starfsnýting þín? Ef ein'hver segði að þú gætir aukið nýtingu starfshæfni þinnar um 10%, yrðir þú lík- lega móðgaður. Flestir okkar vilja helzt trúa því, að starfs- nýtingin sé eins mikil og hún getur orðið. Það er þó stað- reynd að dýrmætar klukku- stundir fara forgörðum í hverri viku vegna óþarfa atvika, ó- þarfra truflana og þreytu sem slæmir vinnuvanar auka. Allir þeir sem við viðskipti fást, og eru einhvers virði, nota mestallan tíma sinn til að finna leiðir til að gera fyrir- tækið arðbærara. En nýting starfshæfninnar byrjar heima. Fyrsta þrepið og hið mikilvæg- asta — er að hefja á hæsta stig sína eigin vinnuaðferð. Spurningin er hvar eiga þeir að byrja í því tilliti? Líf- fræðilegar og sálfræðilegar rætur mannsins ná aftur í forn- sögu, þegar frummaðurinn afl- aði sér viðurværis með veið- um. Það hefur verið nauðsyn- legt fyrir hann að vera mjög virkur, sífellt á ferðinni í mat- arleit. Þróunin til kyrrsetulífs stórborganna, á síðastliðnum 5000 árum, hefur ekki breytt grundvallaratriðum líkams- byggingar mannsins, Hreyfing er enn mikilvæg. Dr. Paul Dudley White, ráðleggur ein- dregið líkamsrækt til að halda hjartanu og öðrum vöðvum í góðri þjálfun. Sálfræðingar ráðleggja einnig hreyfingu, þar sem hún minnkar þreytu og spennu. Fyrsta ráðlegging: Hversu önnum kafinn sem þú ert, skaltu nota öll tækifæri til að hreyfa þig. Sittu ekki í stóln- um allan daginn, stattu upp frá skrifborðinu öðru hvoru. Líttu ekki á kaffihléð sem ergj- andi ávana lægra settra starfs- manna. Það er tækifæri til að hvíla hugann á þreytandi vandamáli, og koma endur- nærður og hugmyndaauðugri til baka. Taktu þér sjálfur kaffihlé. Og sendu ekki einka- ritarann þinn eftir kaffi, sæktu það sjálfur. Þú þarft að breyta um umhverfi og teygja úr vöðvunum, miklu frekar en hún. Það gildir sama um hádegis- verðinn og kaffihléð. Forðastu að borða samlokur við skrif- borðið þitt, forðastu það eins og þær væru eitraðar. Framkvæmdastjóri sem vinnur í matartímanum spar- ar að vísu tíma í hádeginu en fyrir þann tímasparnað verður hann að borga með meiri þreytu og almennt minni starfshæfni þegar líður á dag- inn. Gerðu þér að reglu að taka klukkustundar matarhlé, en eyddu henni ekki við að naga- samlokur við skrifborðið. Hversu mikilvæg sem matar- og kaffihlé nú eru, geta þau ekki komið í stað annarrar hreyfingar á vinnudeginum. Hagaðu vinnu þinni þannig að þú þurfir að standa upp frá skrifborðinu öðru hvoru. Hafðu uppsláttarbækurnar og skýrsl- urnar hinumegin í herberginu, svo þú þurfir öðru hvoru að standa á fætur til að ná í þær. Einn vel þekktur sálfræðingur geymdi orðabókina sína á hárri hillu, til að fá meiri hreyfingu. Önnur leið til að halda vöðv- unum á hreyfingu er að velja sér „snúningsstól“ frekar en venjulegan stól. Snúningsstóll- inn auðvedar þér mjög allar hreyfingar, auk þess sem þú losnar við hina óþægilegu stífni í baki og fótum, sem þú færð ef þú situr lengi í sömu stellingum. Þegar þú velur þér snúningsstól, skaltu eyða nokkrum mínútum í að ganga úr skugga um að hann sé rétt stilltur. Sætið ætti ekki að vera hærra en svo að þú getir auð- veldlega og þægilega lagt oln- bogana á skrifborðið, en ekki svo hátt að það hindri blóðrás- ina í lærunum í nánd við hnén. Mundu að menn voru ekki skapaðir með það fyrir augum að þeir sætu í stólum, það er stóllinn sem verður að aðlaga sig að þér. Skipuleggðu daginn. Reyndu að fá eins mikið út úr deginum og þér er unnt. Til þess verður þú fyrst að leggja niður fyrir þér að hverju þú í rauninni stefnir. Eftir að þú hefur komist að niðurstöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.