Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 25
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 25 mismunandi sviðum, sem ver- ið hafa efst á baugi á ýmsum tímum. kemur nú öll til nota,“ segir Bjarni Bragi. „Efnahags- stofnunin var stofnuð í júní 1962.. í sambandi við stjórnar- skipti og efnahagsaðgerðir ár- in 1959 og 1960 var stofnað sérstakt efnahagsráðuneyti, sem Jónas Haralz veitti for- stöðu. í framhaldi af aðgerð- unum sáu menn þörfina á að hafa lengri tímavídd í huga við úrlausn efnahagsmála, beita áætlanagerð og yfirsýn fyrir lengri tíma. Hagdeild Framkvæmdabankans þáver- andi hafði mest starfað að þjóðhagsreikningum. Fjórir norskir sérfræðingar komu hingað árið 1961. Gerð var fjögurra ára þjóðhags- og fram kvæmdaáætlun, sem kom fram 1963. Þá var sýnt, að ætti að verða fram'hald á slíku starfi jafnframt því að sterk tengsl yrðu milli hagstjórnar og nauð- synlegrar gagnaúrvinnslu, væri skipulagsbreyting æskileg. Efnahagsstofnunin var þá sett á fót, efnahagsráðuneytið lagt niður og starfsemi hagdeildar Framkvæmdabankans lögð til stofnunarinnar. Frá upphafi voru ríkisstjórn- in, Framkvæmdabankinn (síð- ar Framkvæmdasjóður) og Seðlabankinn hver um sig þriðjungsaðili að rekstri Efna- hagsstofnunarinnar. Þannig fékkst strax í upphafi sterk starfseining, án þess að þrýsta þyrfti á fjárlög. Starfsemi stofnunarinnar hefur alla tíð heyrt undir forsætisráðherra og verið hliðstæð því, að um ráðuneyti sé að ræða. Lög um Efnahagsstofnunina voru sett 1966 á sama tíma og Hagráð var stofnað og Fram- kvæmdabanka breytt í Fram- kvæmdasjóð. Stjórn stofnunar- innar er skipuð fulltrúum Seðlabankans og Framkvæmda- sjóðs, hagsýslustjóra, hag- stofustjóra og mér. f fyrstu var megináherzla lögð á að fylgia fram starfinu í sambandi við þióðhags- og framkvæmdaáætlunina. Tekizt hafði með mvndarlegu átaki að koma þióðhagsreikningum i frambæriiegt form. Síðan hef- ur reglulega verið starfað að þióðhagsreikningum og skýrsl- um um fjárfestingu og neyzlu og þess háttar. Mikið starf hefur verið unnið við hagrann- sóknir, skýrslur unnar um þjóðarauð og stöðugt ítarlegri Bifreiðastöð íslands Umferciirmiðstöðinni við Hringbraut. Afgreiðsla allra sérleyfisbíla, sem aka til og frá Reykjavík. Hópferðabílar af öllum stærðum alltaf til leigu. Pakkar teknir til flutninga. Veitingastofa — Söluturn — Nætursala. B.S.Í. Sími 22300 iiisting, veitingar é Selfossi A styttri viðkomu bjóðum við yður pylsur, öl og sælgæti, ís o. fl. og alltaf B.P. benzín og olíur. Hótel TRVGGVA8KALI Tryggvatorgi, Selfossi. — Sími 99 1408. Ferðamenn á Suðurlandi Heitur matur, kaffi, smurt brauð, kökur, öl og fleiri veitingar. Njótið góðra veitinga og góðrar þjónustu í glæsi- legum liúsakyinnum og á sögufrægum og fögrum slóðum. Félagsheimilið HVOLL Hvolsvelli. Sími 99 5144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.