Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 43

Frjáls verslun - 01.05.1971, Síða 43
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 43 LAIVDSVIXI: Búlgaría og Júgóslavia Úr veitingahúsi í Búlgaríu. Ferðaskrifstofan Landsýn veitir alla almenna ferðaþjónustu og skipuleggur einstaklingsferðir hvert sem menn óska. Skrif- stofan sér um hópferðir til tveggja landa, Búlgaríu og Júgóslavíu. Ferðir til Búlgaríu eru í samvinnu við Balkantourist sem er búlgarskt ríkisfyrirtæki, er sér um öll ferðamál þar í landi. Farið er með áætlunarflugi Loftleiða til Kaupmannahafnar og flogið þaðan með Bulgarian Airlines til Varne eða Burgas. Er þangað kemur er dvölin mjög frjáls og margir möguleikar á ýmsum skoðunarferðum. Verð á hálfsmánaðarferð er frá 20.600 kr. upp i 32.000 kr. en verð er dálítið misjafnt eftir árstímum. Ferðir til Júgóslavíu eru í samvinnu við júgóslavnesku ferða- skrifstofuna Yugotours. Fyrirkomulag er svipað og í Búlgaríu- ferðunum. Flogið er til Kaupmannahafnar með Loftleiðum og þaðan með*-Sterling Airways til Istria, Dalmatia eða Dubrovnik eftir því hvað hver og einn hefur kosið. Yugotours sjá svo um alla fyrirgreiðslu á hverjum stað. Hálfsmánaðar ferðir til Júgó- slavíu kosta frá 20.000 kr. til 30.000 kr. en hægt er að velja um 8 og 15 daga ferðir. Baðströnd og hótel skammt frá Dubrovnik. Vöruverðlag og viðskiptahættir Flestir íslendingar, sem fara utan, gera ein- hver innkaup, þótt aðal- tilgangur ferðarinnar sé e. t. v. hvíld og hressing. Það getur ært óstöðugan að ætla sér mikil inn- kaup í stórborgunum, ef viðkomandi er ekki þeim mun kunnugri eða hefur ekki aðstoð. Sérstaklega getur það orðið raunaleg- ur endir á hvíldarferð, að lenda inni í magasíni á laugardagsmorgni, þar sem múgmennskan hvolf- ist yfir með öllum sínum þunga. í Vestur-Evrópu er vöruval víðast nauðalíkt, og verðlag tiltölulega líkt. Þó er vafalaust ó- dýrastur fatnaður í Bret- landi. Á Spáni er verð á leðurvörum, skartgripum og listmunum lægra en gerist og gengur. í Mið_- Áusturlöndum er verð á slíkum vörum lágt, en vöruval jafnframt gífur- legt og ekki ónýtt að komast á markað t. d. í Damascus, sem þeir þar kalla basar. Verðlag í Bandaríkjunum er mjög upp og ofan, en margs konar fjöldaframleiðslu- vörur má fá þar ódýrar. Um þjónustuverðlag er svipaða sögu að segja, það er álíka víðast í Vest- ur-Evrópu. en lægra þeg- ar sunnar og austar dreg- ur. Margar venjur í fjar- lægum löndum, sérstak- lega þar sem þróun er skemmra á vegi, eru ólík- ar því, sem íslendingar eiga að venjast. Víða er ekkert vit í að verzla, nema prútta af hörku. Þá er rétt að hugsa sig um tvisvar áður en betlurum er sinnt. Og næturlífið er víða viðsjárvert, ekki síð- ur í næstu stórborgum. Loks þarf að átta sig á mismunandi kröfum um auka-þjónustugjald til burðarkarla og annarra, sem stunda þjónustustörf.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.