Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 29

Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 29
Skattar * Atthagafjötrar úr nýjum efnum Skattalögin nýju binda fólk við íbúðir sínat í 3 ár — Þau munu meira að segja virka aftur fyrir sig — Embættismannakerfið gegn einstaklingnum Margur maðurinn spyr ef- laust sjálfan sig þessa dagana: Er búið að innleiða átthaga- fjötra á íslandi? Með breytingu á skattalögun- um, sem gerð var á síðasta Al- þingi, og sem hlaut staðfestingu í júní í sumar, er fólki nánast gert ókleift að selja eigin íbúð og kaupa aðra í staðinn eða byggja nýtt húsnæði, nema það hafi áður búið meira en þrjú ár í gömlu íbúðinni. Skiptir engu máli þótt nýja íbúðin sé keypt strax. Þetta ástand orsakast af því, að samkvæmt nýjum ákvæð- um í skattalögunum, verður hagnaður af sölu eigin íbúðar skattlagður, nema eigandinn hafi búið í henni í þrjú ár, áður en hann selur. Hingað til hafa menn getað skipt um húsnæði, án þess að hafa áhyggjur af skattlagningu sem þessari, að vissum, en, í flestum tilfellum, vel yfirstíganlegum skilyrðum uppfylltum. Búið er að setja á fólk fjötra, sem voru ekki til áður. „HAGNAÐUR“ Þessi ,,hagnaður“, sem sam- kvæmt hinum nýju skattalög- um verður skattlagður, er í rauninni ekki beinn hagnaður, nema krónulega séð. Þetta er hinn margfrægi verðbólgu- hagnaður. Þegar á það er litið, að eignir hafa mjög hækkað í verði á umliðnum árum, og ekki sízt á allra síðustu árum, er augljóst, að verulegar upphæð- ir yrðu skattlagðar, undir þeim kringumstæðum, að fólk vildi selja íbúð, sem það hefur ekki búið í sjálft í full þrjú ár. Við skulum taka dæmi af fjöl- skyldu, sem hefur búið í hálft annað ár í fjögurra herbergja íbúð í austurhluta Reykjavíkur, envill af atvinnuástæðum flytja sig vestur fyrir læk og kaupa þar aðra fjögurra herbergja íbúð. Gamla íbúðin var keypt á 1400 þúsund krónur, en nú selst hún á 1700 þúsund krón- ur, vegna verðbólgunnar. Ætl- unin er að kaupa sams konar ibúð í vesturbænum, væntan- lega fyrir svipað verð. Selji fjölskyldan, verður hún að greiða skatt af hinum svo- kallaða hagnaði, í þessu tilfelli 300 þúsund krónum, sem bæt- ast að fullu ofan á tekjur heim- ilisins. Skatturinn getur í versta falli orðið allt að 57.27% af hagnaðinum. Það gæti því kostaðfjölskylduna um 171 þús- und krónur, aukalega, að færa sig um set. Þetta nýja „flutn- Nú getur fólk ekki lengur byggt nýtt — eða keypt, þegar það þarf eða vill, eigi það íbúð, sem þoð hefur ekki búið í sjálft í þrjú ár. FV 9 1971 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.