Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.09.1971, Qupperneq 39
vandamálið, sem skrifstofa hans eigi við að etja í sam- skiptum við kaupmenn, svarar hann hiklaust: Verðmerking- arnar. „Vandamálið í eftirlit- inu er að fá kaupmenn til að verðmerkja þær vörur, sem þeir hafa á boðstólum. Verð- merking er skylda samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar. Það hefur gengið ótrúlega illa að fá kaupmenn til að virða þessa reglu. Hún er búin að vera í gildi í mörg ár, en tæpast er hægt að tala um bein fyrir- mæli til kaupmanna um verð- merkingar fyrr en eftir 1957. Mér er raunar óskiljanlegt, hvað kaupmenn eru tregir í þessum efnum,“ segir verð- lagsstjórinn og hristir höfuðið. ÓNÁKVÆM VIGTUN Vandamál númer tvö er, að dómi verðlagsstjórans, óná- kvæmni í vigtun, sem jafngild- ir auðvitað ónákvæmni í verð- lagningu. Þessi ónákvæmni verkar oftast bæði til hækkun- ar og lækkunar, en er mjög ábsrandi. Þegar ekki er um einhliða ónákvæmni að ræða, t. d. eingöngu til hækkunar, lætur verðlagsstjóri sér nægja að gera athugasemdir, nema um stórfelld og síendurtekin brot sé að ræða Þá er kært til Verðlagsdóms. TRÚ, EN EKKI OFTRÚ! Þegar verðlagsstjóri er spurð- ur um persónulegt álit á opin- berum. afskiptum af verðlags- málum, svarar hann á þessa leið: „Ég tel, að aðstæður á hverj- um tíma ráði mestu um þörf- ina fyrir slík afskipti. Á tím- um verðbólgu og spennu í efna- hagslífinu tel ég að ekki verði hjá því komizt að ríkisvaldið hafi hönd í bagga rrleð þróun verðlagsmálanna. Ég hef ekki trú á því, að við slíkar aðstæð- ur geti samkeppni tryggt sann- gjarna eða eðlilega verðmynd- un. Tel ég, að reynslan hafi ljóslega sýnt þetta hér hjá okk- ur. Það er svo önnur hlið á mál- inu, hversu víðtæk hin opin- beru afskipti þurfi að vera og með hverjum hætti þeim skuli fyrir komið. Annars er ástæða til að vara við oftrú á gildi opinberra verð- lagsákvæða. Þau eru liður í hinni almennu efnahagsmála- stjórn, er ætlað að veita lið í baráttu við verðbólgu og dýr- tíð, en geta auðvitað með eng- um hætti komið í staðinn fyrir vakandi eftirlit og dómgreind hins almenna kaupanda." Hvað sem því líður er al- mennt talið, að skrifstofa hans ræki hlutverk sitt eins og efni og ástæður leyfa. Að vísu er ekki víst að kaupmenn sætti sig við heimsóknir frá verð- lagsstjóra, þótt embættismönn- um hans sé yfirleitt tekið af fyllstu kurteisi. En verðlags- stjórinn og embættismenn hans gera ekki annað en skyldu sína, hvað sem ágreiningi um ein- stök mál kann að líða. Það er kannske ekki nema eðlilegt í landi verðbólgu, að trúin á verðlagseftirlit verði meiri en hún er víðast hvar annars staðar í siðmenntuðum lönd- um. Menn sjá allt hækka, og gruna verzlunarstéttina um græsku. En allt hækkar þrátt fyrir opinbera verðlagningu og verðlagseftirlit, og það er mik- ið rædd spurning, hvaða gildi svona starfsemi hafi. KAUPUM allar tegundir fisks. FRAMLEIÐUM hraðfrystan fisk, saltfisk, skreið. SELJUM ís. FISKVINNSLUSTÖÐ KAUPFÉLAGS AUSTUR-SKAFTFELLINGA, HÖFN, HORNAFIRÐI SÍMI 97-8200-8204 ÖNNUMST SKIPA- OG VÉLA- VIÐGERÐIR, NÝSMÍÐI, ÝMIS KONAR HAMAR HF. Tryggvagötu, Reykjavík. FV 9 1971 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.