Frjáls verslun - 01.09.1971, Qupperneq 41
Þetta er mynd úr sal frystihúss, þar sem ástandið er ósköp venjulegt á'okkar mœlikvarða. Að-
skotadót á gólfinu og föt upp um veggi. . . Þarna er úrbóta vant hvað umgengni snertir.
GAGNASÖFNUN,
LEIÐBEININ GAR
Tillögunefndin hóf þegar að
safna gögnum um hinar marg-
víslegu hliðar verkefnis síns. Á
grundvelli þeirra, var í nóv-
ember 1970 gefin út „Handbók
fyrir frystihús —■ hreinlætis- og
hollustuhættir“, og stóðu að
þeirri útgáfu auk nefndarinnar,
Rannsóknarstofnun fiskiðnað-
arins og sjávarútvegsmálaráðu-
neytið. Bók þessi var gefin út
sem handrit, til þess að koma
helztu leiðbeiningum sem fyrst
á framfæri. Nú er unnið að end-
urútgáfu handbókarinnar, og
er stefnt að því að gefa út
lausablaðahandbók með sem
víðtækustum leiðbeiningum
fyrir fiskiiðnaðinn.
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og Ljóstæknifélag íslands
hafa gefið út leiðbeiningarrit
um rafbúnað og lýsingu í fisk-
vinnslu- og frystihúsum, í sam-
ráði við Rafmagnseftirlit ríkis-
ins og Brunamálastofnun ríkis-
ins.
Og í marz 1970 gaf Fiskimat
ríkisins út nýja reglugerð um
eftirlit og mat á ferskum fiski.
Allt hnígur 'þetta að því, að
auðvelda mönnum úrbætur í
tíma.
TVEGGJA MILLJARÐA MÁL
Nú eru mikilvæg atriði fram-
undan, sem er beinn undirbún-
ingur og framkvæmd sam-
ræmdra aðgerða til úrbóta í
fiskiðnaðinum. Úrbótaþörfin er
í aðalatriðum tvíþætt annars
vegar umbætur í fiskivnnslu-
stöðvunum sjálfum, hins veg-
ar á umhverfi þeirra og aðbún-
aði, í formi vatnsöflunar, frá-
rennslis, löndunaraðstöðu o. fl.
Nú í sumar óskaði Tillögu-
nefndin eftir upplýsingum frá
hraðfrystiiðnaðinum, sem er
lang stærsti aðili fiskiðnaðar-
ins og málið snertir mest, og
átti þar að gera grein fyrir úr-
bótaþörf í hverju frystihúsi og
áætluðum kostnaði. Tillögu-
nefndin hafði fyrr á árinu ósk-
að eftir hliðstæðum upplýsing-
um frá sveitarfélögunum, hvað
snertir umhverfi og veitukerfi.
Er gert ráð fyrir að upplýsing-
arnar liggi fyrir í frumdráttum
á næstu mánuðum og að endan-
lega verði búið að vinna úr
þeim fyrir árslok.
Upplýsingaöflun Tillögu-
nefndarinnar beinist fyrst og
fremst að þörfum vegna bættra
hollustuhátta, og mun verða
unnið úr upplýsingunum í sam-
ræmi við það. Hins vegar er
Ijóst, að í framkvæmd verður
erfitt að skilja á milli úrbóta í
þessu skyni og annarra nauð-
synlegra úrbóta. til dæmis á
sviði hagræðingar, sem víða er
mjög ábótavant. Og í mörgum
tilfellum getur það orðið beim
línis óhagkvæmt að búta vanda-
málin niður. Þess vegna er haft
víðtækt samstarf við samtök
hraðfrystiiðnaðarins, bygging-
arfróða aðila og aðra sérfræð
inga, sem þekkingu hafa á mál-
efnum sjávarútvegs og fiskiðn-
aðar, svo og er gert ráð fyrir
náinni samvinnu við lánastofn-
anir. Að vissu marki er aðstað-
an svipuð gagnvart sveitarfé-
lögunum. Þar er vatnsöflunin
t. d. víða mikið vandamál, og
er vart við því að búast að hún
verði leyst fyrir frystihús sér-
staklega.
Á þessu stigi verður ekki
sagt um það með neinni vissu,
hvað óhjákvæmilegar úrbætur
kosta. En gizkað hefur verið á,
að kostnaðurinn geti orðið 1.5
—2.5 milljarðar. og þar af falla
líklega nálægt 2/3 í hlut fisk-
iðnaðarins. En upphæðin getur
vafalaust orðið talsvert 'hærri,
ef allt verður reiknað með, sem
með einum eða öðrum hætti
tengist óhjákvæmilega úrbótum
í meðferð hráefnis og hreinlæt-
is við fiskvinnsluna.
AÐLÖGUNARTÍMI 2—3 ÁR
Talið er sennilegt, að nýja
löggjöfin um fisk og fiskafurð-
ir í Bandaríkjunum taki gildi á
komandi vetri. Þá verður að lík-
indum veittur nokkur frestur
til að koma úrbótunum á. Upp-
haflega var talað um þriggja
ára aðlögunartíma, en þar sem
setning löggjafarinnar hefur
dregizt, er hugsanlegt að frest-
urinn verði einungis 2 ár. Þ'etta
er vissulega skammur tími.
Þess vegna er lögð á það höf-
FV 9 1971
39