Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.09.1971, Blaðsíða 46
Hraðfrystiiðnaðurinn Gífurleg endurnýjun framundan Ráðast verður í umbætur á næstu 2-3 árum, sem ekki kosta minna en nokkuð á annan milljarð - og jafnframt verður að fá fram almennt endurmat á umgengni ■ matvælaiðnaðinum Á síðasta ári, 1970, nam út- flutningur íslenzkra sjávaraf- urða rúmum 10 milljörðum króna. Þar af var um helming- ur frystar sjávarafurðir. Hrað- frystiiðnaðurinn er greinilega og óumdeilanlega mikilvægasta grein fiskiðnaðarins, og hann framleiðir verðmætustu útflutn- ingsvörurnar úr fiskinum, sem sjómennirnir okkar veiða. Framvinda í málefnum hrað- frystiiðnaðarins skiptir því alla þjóðina gífurlega miklu máli, og raunar ekki minna máli en þróun útgerðarinnar, því láta mun nærri, að hraðfrystiiðnað- urinn tvöfaldi útflutningsverð- mæti fisks upp úr sjó. Hrað- frystiiðnaðurinn er matvæla- iðnaður, og því gefur það auga leið að aðstæður allar verða að vera í samræmi við kröfur á hverjum tíma um matvæla- framleiðslu, og um leið kröfur um fjölbreytta og vandaða framleiðslu ^ fyrir kröfuharða neytendur. íslenzkur fiskur er ekki eini fiskurinn í heimi, og við ve-rðum því að standast harða samkeppni. Við höfum vissulega úrvalshráefni, en fjöl- þætt meðferð þess í vinnslu og sala framleiðslunnar eru samt sem áður úrslitaatriði. Væntanleg ný löggjöf um fisk og fiskafurðir í mikilvæg- asta viðskiptalandi okkar, hvað hraðfrystar fiskafurðir snertir, Bandaríkjunum, hefur nú kall- að á úttekt hraðfrystiiðnaðar okkar. eins og annars fiskiðn- aðar, en þó sér í lagi hraðfrysti- iðnaðarins. Og -hvað kemur á daginn? Svarið er að vísu ekki fullmótað á þessu augnabliki, en það er í nánd. Grófar hug- myndir liggja fyrir, og Ijóst er, að endurnýjunar- og úrbóta- þörfin er gífurleg, auk þess að sveitarfélögin eru um leið nauð- beygð til að láta ýmsar aðgerð- ir í hreinlætismálum, veitu-, gatna- og hafnarmálum ganga fyrir og gera þar veruleg á- tök flest hver, þar sem hrað- frystiiðnaður er. FV aflaði sér ýmissa upplýs- inga, sem þetta varða, og ræddi sérstaklega við Einar G. Kvar- an framkvæmdastjóra hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Guðjón B. Ólafsson fram- kvæmdastjóra hjá Sjávaraf- urðadeild SÍS, en fékk auk þess hjá Efnahagsstofnuninni hlut- fallstölur um afkomu hrað- frystiiðnaðarins undanfarin ár. 1— 1.5 MILLJARÐUR Eins og fram kemur í við- ræðum við Einar G. Kvaran og Guðjón B. Ólafsson hér á eftir, og einnig í upplýsingum í ann- arri grein, frá Þóri Hilmarssyni verkfræðingi Tillögunefndar um hollustuhætti í fiskiðnaði, virðist tilefni til að áætla, að óhjákvæmilegar umbætur í hraðfrystiiðnaðinum á næstu 2- 3 árum kosti ekki minna en nokkuð á annan milljarð króna, eða 10—15 milljónir að meðaltali á hvert hraðfrysti- hús, sem eru alls rétt innan við 100 talsins. Það kemur einnig fram, að sums staðar og jafnvel allvíða þarf að gera ýmsar fleiri umbætur en þær, sem krafizt er frá hollustusjónarmiði. og að vafasamt eða útilokað er að gera þarna alveg skýr mörk á milli, þegar til kastanna kem- ur. Gæti því farið svo, að ráð- legt yrði talið að gera meiri endurbætur en reiknað er með í ágizkunartölunum hér að framan. Þar getur því verið um stórar upphæðir að ræða til við- bótar, þegar þess er gætt, að nýtt frystihús með búnaði er nú talið kosta 70-100 milljónir króna. Nú er t. d. nýhafin bygging frystihúss á Hornafirði, sem áætlað er að kosti fullgert nálægt 100 milljónum. 96 FRYSTIHÚS 1970 Á síðasta ári voru starfrækt 96 frystihús á landinu, 64 innan vébanda SH, 30 innan vébanda SÍS og 2 á vegum Sjöstjörn- unnar hf. í Keflavík, sem er sjálfstæður útflytjandi. Framleiðslumagn þessara frystihúsa var mjög misjafnt, og sömuleiðis samsetning fram- leiðslunnar. Nokkur þeirra frysta einvörðungu rækju, og önnur að verulegum hluta hum- ar. Aðeins fimm frystihúsanna framleiddu meira en 3.000 tonn á árinu, þar af eitt yfir 4.000 tonn, 8 framleiddu 2.000- 3.000 tonn, 22 1.000-2.000 tonn, en hin minna. Ef framleiðslu- verðmætið væri tekið til við- miðunar, yrði niðurstaðan eitt- hvað frábrugðin þessari, en ekki verulega. FRAMLEIÐSLUVERÐMÆTI UM 5 MILLJARÐAR Samkvæmt skýrslum Hag- stofu íslands, nam útflutning- ur hraðfrystra sjávarafurða ná- lægt 5 milljörðum króna á ár- inu 1970. Að meðaltali er það um 50 milljónir á hús. en það meðaltal hefur þó lítið gildi í raun. Þegar tekið er tillit til birgða- breytinga milli ára, má segja, að útflutningsverðmætið í fyrra svari í stórum dráttum til fram- leiðsluverðmætisins. Við núver- andi aðstæður getum við því 44 FV 9 1971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.