Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 47

Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 47
Einar G. Kvarcm: „Það var auðvitað orðið Ijóst, að margvíslegar endurbœtur yrði að gera í hraðfrystiiðnaðinum í tiltölulega stóru stökki..." Guðjón B. Ölafsson: ,,Það má gizka á 10-15 milljónir á hvert hús, og þetta eru tœplega 100 frystihús, þannig að þetta verður a. m. k. ekki undir milljarði." talað um það sem 5 milljarða á ári. AFKOMAN 1964—1970 Þegar litið er á upplýsingar Efnahagsstofnunarinnar um af- komu hraðfrystiiðnaðarins, sem birtar eru í töflu hér í grein- inni, kemur í ljós, að afkoman hefur verið nokkuð góð tvö undanfarin ár, en afleit þrjú ár þar á undan og slæm tvö ár enn þar á undan. Á þessu 7 ára tímabili hefur afkoman verið óhagstæð í 5 ár en hagstæð í 2 ár, tvö síðustu árin. Hún mun einnig vera hagstæð í ár. í fyrra hófust greiðslur í verðjöfnunarsjóð, og verður að líta á þær að nokkru leyti, þeg- ar fjallað er um afkomu frysti- húsanna, þar sem verulegur hluti sjóðsins myndaðist af greiðslum þeirra, nýjum út- gjaldalið. Þessir fjármunir eru að vísu ekki til ráðstöfunar, en þeir standa þó við bak hrað- frystiiðnaðarins, sem eins kon- ar tryggingarstofnun. Greiðslur f verðjöfnunarsjóð voru lækk- aðar vsrulega fyrir skömmu, með aðgerðum núverandi rík- isstjórnar í launamálum sjó- manna. Engu að síður verður sjóðurinn orðinn um milljarð- ur króna um næstu áramót. Ef tekið er mið af meðalveltu frystihúsanna, og sagt að hún sé 50 milljónir á ári, má búa til dæmi um afkomuþróun hjá hraðfrystihúsi, með aðstoð töfl- unnar frá Efnahagsstofnuninni. Þar er þó ekki um tæmandi nið- urstöðu að ræða í neinu raun- verulegu tilviki, því margt kemur til sem taflan segir ekki um, og þó ekki væri nema misjafnt verðgildi krónunnar á viðkomandi tímabili. En búum til einfalt dæmi, til þess að fá hugmynd um stærð- ir: Hreinn hagnaður: 1964 2.3% (af 50 milljónum) 1.150.000 kr,- 1965 2.7% 1.350.000 kr 1966 -4.5% -2.250.000 kr. 1967 -10.7% -5.350.000 1968 -1.1% -550.000 kr. 1969 9.3% 4.650.000 kr. 1970 6.8% (áætl.) 3.400.000 kr. FV 9 1971 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.