Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 59
stórt átak af því tilefni. Þó er
ýmislegt smávægilegra, sem
þarf að lagfæra. Við höfum
unnið að því smátt og smátt 1
mörg ár, að bæta úr þar sem
þess var þörf. Við erum þess
vegna tiltölulega vel settir. En
auðvitað verður að hafa það í
huga, að hér gengur allt út á
fisk. Vestmannaeyingar hugsa
líklega meira í fiski en aðrir
íslendingar. Þetta kemur ein-
hvern veginn af sjálfu sér, að
við reynum að fylgjast með þró-
un í fiskiðnaðinum og má ef til
vill segja. að fáuum standi það
nær en okkur.
Er ástandið svipað hjá hinum
frystihúsunum í Eyjum?
— Ég get nú ekki dæmt um
það, en þó held ég að víðast
sé það viðunandi. Hér eru 5
hús, 4 stór og eitt minna, og
alls staðar er nú unnið að end-
urbótum í ýmsum smærri at-
riðum.
Þarf bærinn að leggja út í
miklar framkvæmdir?
— Ekki úr því sem komið er.
Vatnsveitan, sem vissulega var
lögð m. a. fyrir fiskiðnaðinn,
hefur kostað mikið átak, en nú
höfum við nóg, gott vatn. Þetta
átak var í rauninni grundvöll-
ur áframhaldandi fiskiðnaðar
hér í Eyjum, þótt unnt væri að
notast við klórblandaðan sjó.
Að öðru leyti er ekki um stór-
felld átök að ræða af bæjarins
hálfu. Þó þarf sitthvað að lag-
færa.
FLATEYRI
Einar Oddur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Hjálms hf.
á Flateyri. — Hvernig hyggist
þið snúast við nýjum kröfum
í hreinlætismálum?
,,Við ætlum okkur að endur-
bæta frystihúsið og umhverfi
þess, eins og krafizt verður, um
annað er ekki að ræða. Það er
auðvitað engin neyð, þetta
hefði þurft að gera hvort sem
var. Nú er það auðveldara en
áður, eftir skárra árferði og
betri afkomu síðustu misserin.
Þurfið þið að gera mikið?
„Það er talsvert. Við höfum
látið gera grófa áætlun, sem
felur í sér endurbætur innan
húss og utan, og telst til, að
kostnaður verði ekki undir 10
milljónum. Framkvæmdir eru
nú í undirbúningi, og ég geri
ráð fyrir, að við tökum þær
fyrir smám saman og sérstak-
lega á næsta ári.
En hreppurinn?
„Hreppurinn þarf sérstak-
lega að leggja i gatnagerð og
annan frágang á yfirborði,
þ. á m. á höfninni, sem var
byggð fyrir fjórum árum. Fyr-
ir utan það að ljúka við plan
hafnarinnar, hefur verið áætlað
að kostnaður verði um "iVi
milljón. Þar í er að vísu nokk-
uð meira en það, sem telst næst
frystihúsinu og höfninni, en
talið er ráðlegt að taka fyrir
nokkru stærri áfanga, frá hag-
rænu sjónarmiði.
Vatn er hér mjög gott, og
holræsi í góðu lagi, þannig að
þar er ekki um að ræða nein
vandamál, sem snúa að ■ fisk-
iðnaðinum."
DEUTZ
ER VANDANUM VAXINN!
Loftkœldar DEUTZ-dráttarvélar
fást með drifi á öllum hjólum,
vökvastýri, samhœfðum (sýnkrón-)
gírkassa, tvíhraða aflúrtaki og í 14
staerðarflokkum frá 25 til 160 hö.
•
HAMARS-moksturstœki framleidd í
eigin verkstœðum.
Abyrgðarskírteini með hverri vél.
Fullkomin viðhaldsþjónusta.
DEUTZ-dráttarvélin
er kjörin fyrir íslenzka staShœtti.
HF. HAMAR, véladeild SÍMI 22123, TRYGGVAGÖTU
FV 9 1971
57