Frjáls verslun - 01.09.1971, Page 60
Samtí&armenn
Sveinbjörn Arnason
í Kothúsum í Garði
Atvinnureksturinn þarf að búa við sæmilegt rekstraröryggi og
starfsfólkið við atvinnuöryggi... en þegar vel gengur, tekur hið
opinbera að sér að ráðstafa mestu af
Á Reykjanestánni, eða nánar
tiltekið nyrst á Rosmhvalanes-
inu, stendur lítið strjábýlt þorp,
sem heitir því látlausa nafni
Garður. Á seinni árum hefur
það lítt verið þekkt meðal
landsmanna, nema þá einna
helzt. ef aflaklær hefur borið a
góma. Fyrr á árum og jafnvel
öldum, á tímum áraskipanna,
var Garðurinn öllu þekktari
fyrir mi'kið útræði, enda stutt
á mjög fengsæl fiskimið. Á
vertíðum var athafnalíf mikið,
er fjöldi aðkomumanna, víða að
af landinu flykktist í verið. En
tímarnir breyttust. Þegar vél-
menningin tók að hasla sér völl
meðal landsmanna, skipti sköp-
um fyrir byggðarlagið. Útvegs-
bændur í Garðinum voru fram-
farasinnaðir og stórhuga menn,
sem fylgdust vel með tímanum.
Þeir keyptu vélbáta, þótt þeir
væru um leið knúðir til að gera
þá út frá nágrannabyggðarlög-
unum, vegna hafnaleysis heima
fyrir.
FISKVERKUNARSTAÐUR
En þar sem íbúarnir kusu,
þrátt fyrir þessar breytingar,
að eiga áfram heima í Garðin-
um, lá það í hlutarins eðli, að
hann yrði fiskverkunarstaður,
og þegar að er gáð, verður ekki
annað séð, en Garðurinn hafi
gegnt því hlutverki með prýði.
Þar hafa risið fjölmargar fis'k-
verkunarstöðvar. Satt bezt að
segja veit ég ekki tölu þeirra,
flestar eru þær litlar og sumar
hverjar hrein fjölskyldufyrir-
tæki. Eftir afkomu manna að
dæma, skila þær góðum arði,
svo eigendur þeirra eru áreið-
anlega ekki fylgjandi þeirri
hugmyndafræði að betra væri
að hafa þær færri en stæ-rri.
ÞRJÚ FRYSTIHÚS
Auk fiskverkunarstöðvanna,
eru þar starfrækt þrjú frysti-
hús, ótrúleg tala í byggðarlagi,
sem telur rúmlega 600 íbúa. Af-
koma þessara frystihúsa, virð-
ist þegar á allt er litið ábata-
söm. Ráðamenn þar eru því lík-
lega jafn frábitnir samruna-
kenningunni og fiskverkunar-
mennirnir, hvað sem allri
rekstrarhagfræði líður. enda
hefur það flogið fyrir að eitt
Sveinbjörn Árnason
þeirra, að minnsta kosti, hafi
verið blessunarlega laust við
mörg þau mein, sem fryst.iiðn-
aðurinn hefur átt við að glíma
á undanförnum árum.
AÐ KOTHÚSUM
Ærið var því freistandi að
bregða sér niður að Kothúsum,
í þeirri von um að geta náð tali
af eiganda hússins, Sveinbirni
Árnasyni, ræða við hann um
reksturinn og önnur afskipti
hans af fiskvinnslu, en hann
hefur fengizt við flestar grein-
ar hennar um æfina, sem nú
telur yfir 70 ár, og því flest-
um hnútum kunnugur á því
sviði.
Kothúsafrystihúsið stendur á
sjávarbakkanum. ekki langt
hagnaðinum
fyrir neðan Kothúsaíbúðarhús
ið, þar sem Sveinbjörn býr. Öll
eru húsin hvitmáluð, með rauðu
þaki, snyrtileg og yfir þeim
hvílir reisn, þótt ekki séu þau
hábyggð. Löng álma teygir sig
eftir sjávarbakkanum. Hluti
hennar er gömul fiskihús,
sem tengjast saman með ný-
byggingum. Þar eru fiskmót-
taka og pökkunnarsalur. Þvert
við austurendann stendur stein-
steypt álma. sem í eru frysti-
klefar, tæki og vélar. Einnig
eru þar kaffistofur og snyrti-
herbei'gi. eldhús og nokkur
svefnpláss, svo og skrifstofa
fyrirtækisins, — og einmitt þar
hitti ég Sveinbjörn og fékk að
tefja hann frá önnum dagsins
með nokkrum spurningum.
Varla er hægt að ræða
Kothúsin, án þess að glugga
örlítið í sögu staðarins. Svein-
björn tjáði mér, að þar hafi
verið stunduð útgerð frá ó-
munatíð, enda viða getið í ann-
álum. Árið 1550, þegar allar
beztu plógjarðir, sem höfðu
útróðrarmenn, voru látnar
ganga undir Skálholtsstól. voru
Kotthúsin þeirra á meðaí. Um
1890 keypti faðir hans jörðina,
sem þá var orðin konungseign,
Kothús munu áður hafa heitið
Darrastaðir. Ólafur Lárusson,
gefur þá skýringu á nafnabreyt-
ingunni, að sennilega hafi
Darrastaðir farið í eyði, en
seinna byggt á tóftunum. Hve-
nær það gerðist er ekki vitað,
en 1550 var Kothúsanafnið
komið á jörðina.
RÆTT VIÐ SVEINBJÖRN
ÁRNASON
„Já, sjórinn hefur verið
stundaður héðan frá ómunatíð.
Mínar fyrstu bernskuminningar
eru einmitt tengdar sjósókninni
og öllu sem henni fylgdi. Héðan
reri fjöldi áraskipa. og mig
minnir að yfir 50 manns hafi
verið hérna í veri, þegar flest
58
FV 9 1971