Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 64

Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 64
Umurinn er indæll, og bragðið eftir því O.JOHMSON & KAABERHF. 0% KAUPUM síld og allar tegundir fisks til frystingar og bræðslu. SELJUM beitusíld, fiskimjöl, karfa- og síldarmjöl, karfa- og síldarlýsi. HRAÐFRYSTIHÚS ÖLAFSFJARÐAlí HF., — frystihús, síldar- og fiskimjölsverksmiðja — ÓLAFSFIRÐI. Símar: skrifst. 62268, verkstj. 62234. fisk frá okkur. Annars vil ég geta þess, að við höfum orðið á að skipa vel þjálfuðu og dug- legu starfsliði. Sumir hafa unn- ið hér frá byrjun og láta sér annt um hag fyrirtækisins. í því felst sú bezta viðurkenning, sem ég hef fengið um dagana, og hún yljar mér sannarlega.“ „Fyrir nokkrum árum var mik- ið talað um vinnuhagræðingu í frystihúsunum, meðal annars um liið svonefnda bónuskerfi. Reynduð þið hað kerfi til að auka afköstin í vinnuaflsskort- inum?“ Ekki er laust við að dálítillar gremju gæti í róm Sveinbjörns, þegar hann svarar þessari spurningu. ,,Án starfsfólksins gætum við ekkert. Við viljum ekki eyðileggja góða starfs- krafta, með því að gleypa hrátt, innflutt kerfi, án þess að gerð sé ítarleg athugun á því. hvort það hentar okkur. Að íhug- uðu máli ákváðum við að hafna slíkum vinnuaðferðum. Bónuskerfið, jók afköstin í bili, en fljótlega dró úr starfsþreki manna. Það spillti vinnugleðinni meðal starfsfólksins, þegar einn gat auðveldlega aukið tekjur sínar, þre- til fjórfalt, meðan annar rétt náði tímakaupi, þótt hann leggði sig allan fram. Verst var þó, að allt þetta kapp orsakaði hroðvirkni og því minni vöru- vöndun, og að henni vildum við ekki stuðla, með nokkru kerfi.“ „Hve mikil er ársframleiðslan og hvaða fisktegundir leggið bið mesta áherzlu á og hvers konar umbúðir?“ „Síðastliðið ár var framleiðsl- an tæp átta hundruð tonn. Þar af var humar um 120 tonn. Þótt hann sé bæði seinunninn og hættulegur í framleiðslu, freist- ar hann manns, vegna mikillar verðmætasköpunar. — Annars skipar þorskurinn öndvegis- sess, hvað magn snertir. Af gildum ástæðum höfum við lagt mesta áherzlu á nevtendaumbúðir fyrir Banda- ríkjamarkað. Á þeim fiski virð- ast ekki verða eins miklar verð- sveiflur og blokkunum. Af þeim sökum kom verðfallið 1967-68 mjög lítið við þetta fyrirtæki, eins og við töldum okkur reynd- ar sjá fyrir. Þá höfum við verið nokkuð stórtækir í frystingu á gotu, en 62 FV 9 1971

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.