Frjáls verslun - 01.09.1971, Side 74
Lngt fólk
í atvinnulífinu
Birgir Rafn
Jónsson
forstjóri
Sennilega er Birgir Rafn
Jónsson yngsti einkaeigandi og
forstjóri fyrirtækis af stærri
ffráðunni, ef svo má segja,
fæddur árið 1943. Hann keypti
fyrirtækið Magnús Kjaran
heildv. um s.l. áramót og varð
um leið yngsti félagi í Félagi ís-
lenzkra stórkaupmanna. Hann
hóf störf hjá Magnúsi Kjaran
h.f. árið 1962, eftir að hafa lok-
ið verzlunarprófi og stundað
framhaldsnám í eitt ár í verzl-
unarskóla í Árósum. Hann byrj-
aði sem sölumaður, en varð
skrifstofustjóri fyrir fimm ár-
um og gengdi síðan að meira
og minna leyti störfum fram-
kvæmdastjóra. Þegar dánarbú
Magnúsar Kjaran stórkaup-
manns bauð Birgi fyrirtækið
til kaups var það vegna góðrar
reynzlu af störfum hans hjá
fyirtækinu. Hinir erlendu við-
skiptavinir fyrirtækisins þekktu
Birgi að góðu einu og ákváðu
vafningalaust að halda viðskipt-
um sínum áfram við fyrirtækið.
Hér skipti mestu máli að fyrir-
tækið héldi ýmsum þekktum
umboðum fyrir skrifstofuvélar,
byggingavörur matvöru og á-
fengistegundir. Einna þekktast
þessara umboða er Addo, skrif-
stofuvélar, en til Addo hefur
Birgir farið nokkrum sinnum
á námskeið og einnig til Fried-
en, sem sömuleiðis framleiðir
skrifstofuvélar.
Síðan Birgir keypti Magnús
Kjaran heildv. hefur tími hans
eðlilega farið að langmestu leyti
til að mæta þeim breyttu að-
stæðum, sem skapast hjá einu
fyrirtæki við eigendaskipti. auk
þess sem hann hefur flutt sig
um set með skrifstofurnar, eða
frá Hafnarstræti 5 til Tryggva-
götu 8, í stærra húsnæði, til
að geta gert þær breytingar,
sem hann vinnur nú að. Þess
vegna hefur Birgir lítið getað
sinnt aðaltómstundaskemmtun
sinni, sem er ferðalög, en þau
hefur hann stundað af miklu
kappi síðustu árin. Hann hefur
stundað útivist og flakk, þegar
tími hefur gefizt til og farið um
mest allt landið og komið á alla
jökla landsins. Árið 1967 fór
hann þvert yfir Vatnajökul
ásamt nokkrum félögum sínum.
Hann er félagi í Flugbjörgunar-
sveitinni og Ferðafélagi fslands.
Það er ekki nema eðlilegt að
ferðagarpur á borð við Birgi
verði áhugaljósmyndari, en
einnig hefur hann tekið tals-
vert af kvikmyndum.
Af öðrum áhugamálum Birg-
is má nefna störf í þágu Junior
Chamber, en þar skipaði hann
sæti varaformanns. Hann var
á sínum tíma einn stofnenda
sölumannadeildar Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur í
fyrstu stjórn deildarinnar og
formaður hennar eitt ár.
Magnús Kjaran heildv. er um-
boðsverzlun, sem krefst mikill-
ar árvekni. „Það halda allir, að
þetta sé bara að hirða umboðs-
launin“. Þetta er ánægjulegt
starf að dómi Birgis, sem seg-
ist þó ekki enn hafa gert sér
grein fyrir því hvað sé ánægju-
legast við jaað að vera orðinn
sjálfs sín herra. Þegar hann
er spurður að því hvað sé erf-
iðast í starfinu, þá svarar hann
því ekki beint, en segir: „Að-
stöðugjaldið þekkist hvergi í
hinum EFTA-löndunum“.
Birgir Rafn Jónsson, er
kvæntur Ingibjörgu Norberg og
eiga þau fjögurra mánaða gaml-
an dreng.
Bragi
Bagnarsson
framkvæmda-
stjóri
Bragi Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri hjá Kristjáni
Skagfjörð h.f. er fæddur á Isa-
firði árið 1942. Foreldrar hans
eru Ásta Finnsdóttir, Finns
Jónssonar alþingismanns og
ráðherra og Ragnar Jóhanns-
son, fyrrum skipstjóri, nú kaup-
maður í Reykjavík. Faðir Ragn-
ars var Jóhann Eyfirðingur,
kaupm. og útgm. á ísafirði,
landskunnur fyrir hnittiyrði
sín. Bragi lauk prófi frá
Samvinnuskólanum 1962 og
var síðan eitt ár hjá útflutn-
ingsdeild Sambandsins og eitt
ár hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Um skeið rak hann
það sem hann kallar „rassvasa-
heildverzlun“, en árið 1965 tók
hann við stjórn nýs fyrirtækis
á ísafirði, sem var heildverzl-
unin Sandfell h.f. og verzlaði
með veiðarfæri og síðar mat-
vöru. Eftir þriggja ára for-
stjórn réðst hann sem sölumað-
ur hjá Kristjáni G. Gíslasyni
h.f. og eftir önnur brjú ár flutt-
ist hann til Kristjáns Skag-
fjörðs h.f. sem framkvæmda-
stjóri. Ein af orsökum þess
að Braga var veittur þessi trún-
aður, er að hans áliti sú, að
hann hafði eins og hann segir
sjálfur átt í „harðri en vinsam-
legri samkeppni1 við Kristján
Skagfjörð h.f. meðan hann
stjórnaði Sandfelli h.f.
72
FV 9 1971