Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Side 13

Frjáls verslun - 01.12.1973, Side 13
FRJÁLS VERZLUN 12. TBL. 1973 Bréf frá útgefanda Þetta er síðasta tölublað ársins og kemur það út að þessu sinni um jólaleytið. Það er þess vegna vel til íallið að ræða um kirkjuna og störí' hennar i þjóðíelaginu. Samtíðarmaður að þessu sinni er því Iierra Sigurbjörn Einarsson biskup. Aí' öðru efni blaðsins má nefna greinar um verzlun og við- skipti ásamt föstum þáttum blaðsins. A þessu ári hefur Frjáls verzlun verið að meðal- tali um hundrað l)laðsíður hvert tölublað og er það veruleg aukning frá því á sl. ári. Elni blaðs- ins hefur verið bætt og lögð álierzla á að hafa það sem fjölbreyttast og vandað. Hvernig til helur teldzt er lesenda að dæma. Frá því í byrjun ársins liafa birzt greinar um landsliluta og byggðalög, sem vakið haía verulega athygli. Fjallað hefur verið um viðskiptalönd og fóru ritstjóri og útgefandi I)laðsins til Bandaríkjanna fyrr á þessu ári til að vinna efni þess blaðs. 1 því var rætt um viðskipti og samskipti þessara tveggja bandalagsþj óða. Samtíðarmenn blaðsins eru orðnir jafn margir blöðunum og á þessu ári hefur verið rætt við Helga Bergs bankastjóra, Guðmund Guðmunds- son forstjóra, Einar Guðlinnsson útgerðarmann í Bolungarvík, Sigurð Helgason forstjóra Loftleiða í New York, Guðmund Jónasson bílstjóra, Guð- mund Einarsson verkfræðing, Grétar Simonarson mjólkurbússtjóra, Jón Skúlason póst- og sima- málastjóra, Árna Einarsson framkvæmdastjóra Reykjalundar, Jón Kjartansson forstjóra ÁTVR og Jón Guðlaugsson forstjóra Opals og í þessu blaði Herra Sigurbjörn Einarsson biskup. Greinarnar um samtíðarmenn liafa verið eitt vinsælasta efni blaðsins enda liafa þær verulcga sérstöðu. Af föstum þáttum blaðsins á þessu ári liafa verið m. a. þættirnir: 1 stuttu máli, Orðspor, Island, Otlönd, Greinar og viðtöl, Sérefni, Fyrir- tæki vörur þjónusta, Á markaðnum, Um heima og geima og Frá i’itstjórn. Efni þeirra hel'ur verið margbreytilegt og lögð hefur verið áherzla á að birta greinar, sem hafa gildi, svo sem um stjórnar- mál og fleira. Um leið og efni blaðsins hefur vaxið hafa aug- lýsingar þess aukizt verulega og cr ánægjulegt að sjá livað auglýsingar í sérritum liafa verið notað- ar í auknum mæli. Til eru dæmi þess að auglýsing í Frjálsri verzlun hafi sell i mörg ár á eftir. Og á næsta ári munu útgefandi og ritstjórn lialda áfram að bæta og auka blaðið og eru allar ábendingar frá lesendum vel þegnar. Efnisyfirlit: í STUTTU MÁLI........ 9 ORÐSPOR ..............11 * Island Stóraukin samskipti íslands og Sovétríkjanna............. 13 Útlönd Víða skortur á eggjahvíturíkri fœðu í heiniinum.......... 15 Mafatlal-samsteypan á Indlandi 24 Samtíðarmaður Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands .............. 19 Hjálparstofnun kirkjunnar .... 25 Greinar og viðtöl Staðgreiðsla skatta ..... 29 Vaxtastríð Hvers konar stríð er vaxtastríð? 32 Heildartekjur heildverzlunar Heildartekjur heildverzlunar 10,3 milljarðar....... 37 Heildsalar Um samskipti þeirra............41 Hátt hlutfall launa Hátt hlutfall launa í miklum reksturskostnaði......... 42 UM HEIMA OG GEIMA.......... 47 FRÁ RITSTJÓRN ............. 50 5 FV 12 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.