Frjáls verslun - 01.12.1973, Side 21
Utanríkismál
Stóraukin samskipti íslands
og Sovétríkjanna
Gagnkvæmum heimsóknum opinberra sendinefnda fjölgar sífellt
Yfir tuttugu sendinefndir
fara nú árlega á milli íslands
og Sovétríkjanna og er þetta
þáttur í nánari samskiptum
ríkjanna, samkvæmt áætlun,
sem undirrituð var í apríl
síðastliðnum, en hún gildir fyr-
ir árin 1973 og 1974.
Kemur þetta meðal annars
fram í grein, sem sovézki sendi-
herrann á íslandi, J. Kírít-
sjenko, ritar í tímaritið Fréttir
frá Sovétríkjunum, sem ný-
lega var helgað 30 ára afmæli
stjórnmálasambands íslands og
Sovétríkjanna.
í grein sendiherrans segir
meðal annars:
„Æ meiri þroska ná sam-
skipti landanna á sviði menn-
ingar og vísinda. Þróast þau í
samræmi við samkomulag um
samstarf á sviði menningar,
tækni og vísinda, sem undir-
ritað var árið 1961. Báðir að-
ilar lýstu sig reiðubúna til að
stuðla að sendinefndaskiptum
og gagnkvæmum heimsóknum
fulltrúa vísinda og lista, ýta
undir ferðalög o. s. frv. í apríl
1973 var undirrituð fyrsta áætl-
un í sögu samskipta landanna
um samstarf þetta og gildir
hún fyrir árið 1973 og 1974. í
fyrra fóru á milli landanna um
það bil tuttugu sendinefndir
fulltrúa mennta og vísinda frá
hvoru landi. Flest bendir til
þess, að sendinefndaskipti muni
fara í vöxt.
Sovétmenn bera mikla virð-
ingu fyrir fornri menningu ís-
lendinga. Líklega má nú finna
í hverju sovézku bókasafni ís-
lendingasögur, sem nú í ár voru
gefnar út í 300 þúsund eintök-
um. Hinn þekkti fræðimaður,
Steblín-Kamenskí, sem nokkr-
um sinnum hefur gist fsland, og
aðrir sovézkir fræðimenn hafa
skrifað nokkrar bækur um ís-
lenzka menningu. í sovézkum
háskólum er lögð stund á ís-
lenzka sögu og menningu.
Mikill gaumur er og gefinn
að samtíðarmenningu íslands.
Við hlið íslendingasagna standa
í bókasöfnum okkar verk Hall-
dórs Laxness, Þórbergs Þórðar-
sonar, Jóhannesar úr Kötlum,
Jónasar Árnasonar, Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar. Milljónir
sjónvarpsáhorfenda hafa fylgzt
með kvikmynd um ísland. Fyr-
ir skemmstu klöppuðu tónlist-
arunnendur lof í lófa Kristni
Hallssyni, sem söng í nokkrum
sovézkum borgum. Áhugi á ís-
lenzkri menningu fer vaxandi
og beðið er eftir nýjum sam-
fundum við fulltrúa hennar.
MIKIL EFTIRSPURN?
Á íslandi þekkja margir til
sovézkrar menningar og listar.
íslendingar hafa séð nokkrar
sovézkar kvikmyndir og vild-
um við vona, að kvikmyndahús
muni einnig í framtíðinni reiðu-
búin til að svara eftirspurn ís-
lenzkra áhorfenda eftir sovézk-
um kvikmyndum. Ýmsir sov-
ézkir rithöfundar, listamenn og
tónlistarmenn hafa heimsótt ís-
land. Meðal þeirra voru rit-
höfundarnir Polevoj, Dolma-
tovskí, Zaligin, Budris, mynd-
listarmaðurinn Orest Vereiski,
tónlistarmennirnir Maxím
Sjostakovítsj, Vajman, Sjak-
hovskaja, Katsjatúrjan. Starfs-
menn blaða, útvarps og sjón-
varps hafa heimsótt hver ann-
an reglulega og hefur þess orð-
ið vart á dagskrám fjölmiðla.
Magnús Jónsson sýndi kvik-
mynd um ísland á nýlegri al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð _ í
Moskvu. Ferðalög hafa aukizt
milli landa, enda þótt mögu-
leikar beggja landa á því sviði
séu hvergi nærri fullnýttir.
Það skiptir miklu um þróun
menningarsamskipta, að tungu-
málaveggurinn sé klifinn. Það
er okkur ánægjuefni, að á ný-
byrjuðu námsári mun sovézkur
kennari kenna rússnesku við
Háskóla íslands.
Undanfarin þrjú sumur starf-
aði sovézkur jarðfræðileiðang-
ur á íslandi með leyfi íslenzkra
stjórnvalda og í nánu samstarfi
við íslenzka vísindamenn. Hann
hefur unnið að rannsóknum í
samræmi við alþjóðlega áætl-
un, sem UNESCO hefur stutt.
Hafa íslenzkir fræðimenn farið
lofsamlegum orðum um starf
leiðangursins.
Samskipti milli verkalýðsfé-
laga og æskulýðsfélaga land-
anna hafa gerzt mjög virk. Á
þessu ári einu hafa þrjár sov-
ézkar sendinefndir heimsótt ís-
land á vegum verkalýðssam-
takanna og þrjár íslenzkar
Sovétríkin.
30 ára saga stjórnmálasam-
skipta Sovétríkjanna og íslands
hefur liðið án deilna, við get-
um horft yfir þetta langa tíma-
bil án þess að þurfa að hugsa
um einhver óleyst vandamál.
Þvert á móti: Á þessum tíma
hafa samskiptin á hinum ýmsu
sviðum orðið báðum löndum til
hagsbóta. Við teljum, að ófáir
möguleikar séu á áframhald-
andi þróun samskipta milli
landanna. Vinsamleg samskipti
þjóðanna, svipuð viðhorf tii
ýmissa alþjóðamála opna nýja
möguleika á samstarfi, stuðla
að auknum gagnkvæmum
skilningi milli Sovétríkjanna
og íslands."
Um verzlunarviðskiptin milli
landanna segir í þessu sama
blaði:
„Viðskipti Sovétríkjanna og
íslands hófust árið 1927 með
samkomulagi milli ríkisstjórna
landanna. Nú um stundir fara
þessi viðskipti fram á grund-
velli viðskiptasamninga til
langs tíma og samkomulags um
vöruskipti og greiðslufyrir-
komulag frá 1. ágúst 1953.
Sovétríkin voru með fyrstu
ríkjum, sem komu á stjórn-
málasambandi við fsland og
eru nú 30 ár liðin síðan. Vöru-
skiptin hafa margfaldazt á
þessum tíma. Árin 1946-47 fóru
um 20% af útflutningsvarningi
íslands til Sovétríkjanna, og
stuðlaði þetta að vissu marki
að efnahagsþróun á íslandi
fyrst eftir stríð.
FV 12 1973
13