Frjáls verslun - 01.12.1973, Page 27
Samiiðarmaéur
Herra Sigurbjörn Einarsson biskup:
,, Ríkisframlagið er raunverulega
renfa af eignum kkkjunnar”
fjárlagafrumvarpi 1974 er gert ráö fyrir rúmlega 143 millj. krónum
til þjóðkirkjunnar.
Mjög’ skiptar skoðanir eru manna á meðal um ítök kristinnar kirkju í breytni og hug-
arfari nútímafólks og' hafa umræður um þetta einmitt verið mjög ofarlega á baugi á Islandi,
oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Alkunna er, að fólk sækir yfirleitt ekki kirkju jafn-
reglulega og tíðkaðist almennt fyrr á árum. Af þessu mætti draga þá ályktun, að kristni
og kirkja stæðu höllum fæti meðal þjóðarinnar.
Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, i skrifstofu sinni, þar sem
dagleg afgreiðsla þýðingarmestu málefna þjóðkirkjunnar fer
fram.
Þar sem jólin eru á næsta
leyti og miklar kirkjuathafnir
framundan verður manni ó-
sjálfrátt hugsað til þessara
hluta nú. Til þess að leita
svara við ýmsum áleitnum
spurningum um stöðu kirkj-
unnar á íslandi snerum við
okkur til biskupsins, Herra
Sigurbjörns Einarssonar, og
spurðum hann fyrst hverjum
augum hann liti á afstöðu ís-
lenzks almennings til trúarlífs
og þjóðkirkjunnar um þessar
mundir.
— Um það væri auðvitað
margt að segja, svaraði biskup.
íslenzkur almenningur er ekki
mjög áþreifanleg stærð og eng-
inn almenningur raunar. Mað-
ur greinir ekki ástand hans
eins og læknir mannlegan lík-
ama. Og það, sem kallað er
almenningur kemst ekki undir
neinn samnefnara né allsherj-
ar formúlu. Hvaða augum ég
lít á afstöðu manna almennt til .
trúarlífs og kirkju, fer eftir
því, hvað ég sé í það og það,
skiptið. Og ég sé aldrei allt
í einu, aldrei nákvæmlega það
sama í dag og í gær. Hingað
koma margir til mín, víðsveg-
ar að af landinu. Þeim er það
flestum sameiginlegt, að þeir
bera kirkjuna fyrir brjósti,
vilja styrkja starf hennar hver
á sínum vettvangi og margir
leggja sig fram um það. Það
úrtak almennings í landinu,
sem ég kemst þannig í beina
snertingu við og eins þeir, sem
ég kynnist á ferðum mínum
FV 12 1973
19