Frjáls verslun - 01.12.1973, Blaðsíða 29
Á vegum biskupsembættisins er m. a. unnið að útgáfustarfsemi.
Á skrifstofu embættisins hefur starfsliði ekki verið fjölgað
undanfarin 30 ár.
og það ástand, sem orðið er
langvinnt hér í borg, hlýtur að
hafa neikvæð áhrif í þessu.
— Nú er komin til ný og
fullkomin tækni í fjölmiðlun.
Er líklegt, að kirkjan gæti not-
fært sér hana í ríkari mæli
en þegar er orðið, — að h'ugs-
anlega verði þær breytingar á
starfi kirkjunnar, að það flytj-
ist að langmestu leyti út úr
kirkjubyggingunum sjálfum og
að kenningar Krists verði frek-
ara boðaðar í fjölmiðlum? Eru
þjónar kirkjunnar búnir undir
slíka formsbreytingu?
— Kirkjan lifir í heimi, sem
hver nútíð skapar og bregst við
staðreyndum eins og þær
liggja fyrir. Útvarp og sjónvarp
eru tiltölulega nýleg tæki og
eftir er að sjá hvað mannkyn-
inu verður úr tækninni. Hér
á landi er sjónvarpið að mín-
um dómi mjög vannotað og
misnotað. Það er ekki notað
sem skyldi til fræðslu en flest
efni þar, í hvaða þáttum sem
það birtist, er svo lélegt að
gæðum, að það er nánast til-
ræði við menningu og menntir
í landinu.
Trúarlífið gæti aldrei að öllu
leyti flutzt yfir í fjölmiðlana.
Þáttur í boðuninni gæti farið
þar fram að því tilskildu að
kirkjan hefði yfirráð yfir viss-
um dagskrártíma, sem til þessa
yrði notaður. En eins og sakir
standa á kirkjan vægast sagt
mjög takmarkaðan aðgang að
þessum ríkisreknu fjölmiðlum
og frekar hefur verið þrengt
að henni upp á síðkastið en
hitt. Okkur hefur t. d. ekki
lánast að fá samþykki fyrir
örstuttri kvöldbæn í lok dag-
skrár útvarps og sjónvarps, þó
að látnar hafi verið í ljós
margítrekaðar óskir þar að
lútandi og þó að við höfum
fyrir okkur dæmi um þetta
frá erlendum stöðvum.
— Hve margar eru sóknirn-
ar í landinu og hvað margir
gegna embættum í þágu kirkj-
unnar?
— í landinu eru nú 300 sókn-
ir og sóknarprestaembætti eru
111 talsins. Auk þess er einn
farprestur, æskulýðsfulltrúi og
aðstoðarmaður hans, prestur í
Kaupmannahöfn, sjúkrahúsa-
prestur og söngmálastjóri. Á
fjárlögum næsta árs er hins
vegar ekki gert ráð fyrir fjár-
veitingu vegna sjúkrahúsa-
prests né aðstoðaræskulýðsfull-
trúa.
Nú eru 8 prestaköll í land-
inu óskipuð og er það með
minnsta móti miðað við það
sem verið hefur síðustu árin.
Undanfarin 30 ár hefur ver-
ið óbreyttur starfsmannafjöldi
hér á skrifstofu biskups,
þ. e. a. s. biskupsritari og ein
aðstoðarstúlka, þó að vinnu-
álagið hafi aukizt um 75% að
minnsta kosti.
— Hverra kjara njóta prest-
ar, hver eru hlunnindi þeirra
og hvaða reglur gilda um
þóknun fyrir einstök prests-
verk?
— Pi-estar eru í 20. launa-
flokki ríkisstarfsmanna og
byrjunarlaunin samkvæmt
honum gera um 50.000 kr. á
mánuði frá 1. desember 1973.
Það eru rýr mánaðarlaun þeg-
ar tillit er tekið til þess, að
guðfræðinám tekur venjulega
6 ár. Utan Reykjavíkur er
prestum séð fyrir húsnæði,
sem þeir greiða þó leigu fyrir.
Hún er misjöfn og fer eftir
mati á húsinu á hvaða tíma
það er reist og hvernig það
er á sig komið.
Varðandi þóknun fyrir ein-
stök prestsverk, þá ber presti
þóknun fyrir skráningu nafns
í kirkjubækur en ekki fyrir
skírnina sem slíka. Fyrir ferm-
ingu, hjónavígslu og greftrun
geta prestar líka tekið þóknun
en þegar á heildina er litið er
þetta mest á pappírum, því að
í þorra prestakalla er um svo
fá prestsverk að ræða. í þétt-
býli geta þessar tekjur prest-
anna þó orðið allverulegar en
þær innheimtast engan veginn
sjálfkrafa. Um aldir hafa prest-
ar haft uppeldi sitt af eigin
afla. Þeir höfðu ágóða af
ábýli. Sumir geta enn gert
sér búdrýgindi með þeim
hætti. Prestar stunduðu líka
margir heimakennslu meðan
skólar voru fáir og enn er mik-
ið leitað til þeirra um kennslu
í skólum Þá eru greiddir bíla-
styrkir til presta samkvæmt
mati á stærð prestakalla. Er
það vissulega mikil hjálp og
er greiðslan miðuð við há-
marksakstur 7000 kílómetra á
ári.
— Er fyrirhuguð einhver
breyting á skipun prestakalla
með tilliti til bættra sam-
gangna og lægri íbúatölu víða
í dreifbýli?
— Um þetta voru sett ný
lög árið 1970, þannig að enn
frekari endurskoðun stendur
ekki fyrir dyrum. En með
breytingunni var prófastsdæm-
um fækkað úr 21 í 15 og
fámennustu prestaköllum var
steypt saman. í sumum tilvik-
um er einn og sami prestur lát-
inn þjóna allt upp í sex kirkj-
um. Þar sem sóknir eru fá-
mennastar eru vegalengdir oft-
ast miklar T. d. um þetta má
FV 12 1973
21