Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Síða 41

Frjáls verslun - 01.12.1973, Síða 41
Heildverzlunin gegnir einkum tvenns konar hlutverki, í fyrsta lagi staðsetning vöruúrvals, þ. e. a. s. að sjá til þess, að vörur verði fluttar milli staða, cg í öðru lagi tímasetning vöruúrvals, þ. e. a. s. að flytja vöruframboðið til í tíma. hæfni sinni í þjóðfélagi hinna öru breytinga. Með þeim hætti einum er hægt að tryggja vax- andi velgengi starfsfólksins. HVERJAR ERU SKYLDUR STJÓRNANDANS GAGNVART EIGENDUM? Eigendur fyrirtækja hafa í flestum tilvikum lagt fram fjármagn til rekstrar fyrir- tækjanna og þetta fjármagn er eðli sínu samkvæmt áhættu- fjármagn. Þar af leiðandi er ekki óeðlilegt að gera þær kröfur, að arður af þessu fjár- magni verði eigi minni, þegar yfir lengri tíma er litið, en vextir af almennu sparifé að viðbættri áhættuþóknun. Frumskyldur stjórnandans gagnvart eigendum eru því að tryggja arðsemi eiginfjársins. Takist ekki að tryggja eðlilega arðsemi fjármagnsins hefur það venjulega mjög róttækar afleiðingar í för með sér fyrir stjórnendur eða eigendur eða jafnvel fyrir báða aðila. HVERJAR ERU SKYLDUR STJÓRNANDANS GAGNVART VIÐSKIPTAVINUM? Sá frægi rekstrarsérfræðing- ur Peter Drucker segir á ein- um stað, að tilgangurinn með öllum fyrirtækjarekstri sé sköpun viðskiptavina, án við- skiptavina ekkert fyrirtæki. Skyldur stjórnandans gagn- vart viðskiptavininum eru þá fyrst og fremst þær að full- nægja þörfum og/eða óskum viðskiptavinarins innan þess sviðs, sem fyrirtækið starfar á, á sem hagkvæmastan hátt. Þegar þjónustan samanstend- ur af fleiri þáttum, verður að fara fram visst gildismat á þessum þáttum og röðun þeirra eftir mikilvægi. Á síðustu tveim áratugum hefur átt sér stað gagnger breyting á samskiptum. Eink- um á þetta við um matvöru- dreifinguna. Þessi breyttu samskipti hafa framkallað mörg ný samstarfs- form og skipulag milli fram- leiðslu, heildverzlunar og smá- söluverzlunar. Það sem hefur verið þessum samstarfsformum sameiginlegt er hin mikla við- leitni til þess að hafa áhrif á kostnað vörudreifingarinnar til lækkunar og til þess að nýta betur það fjármagn, sem ver- iðs hefur í verzluninni. Þessi þróun byrjaði á því að einstakar heildverzlanir og sjálfstæðir kaupmenn hófu að skipuleggja samstarf sitt á þann veg, að ná sem mestri hagræðingu í samskiptum sín- um. Þeíta samstarfsform gekk víða undir nafninu „frjálsar keðjur“. í frjálsum keðjum var það heildverzlunin, sem hafði frumkvæðið, en kaupmenn voru eftir sem áður sjálfstæðir og sjálfráðir, hvort þeir störf- uðu innan keðjunnar eða ekki. Með svipuðum hætti skipu- lögðu kaupmenn sínar eigin innkaupastofnanir eða heild- verzlanir, sem ýmist voru sjálfstæð fyrirtæki eða bundin ákveðnum hópi kaupmanna. Þar með voru kaupmenn einn- ig orðnir virkir þátttakendur í heildverzlun. Þetta leiddi svo til þess, að heildverzlanir fóru að vinna meira saman á skipu- lagsbundinn hátt og jafnvel runnu saman í eitt stórt fyrir- tæki. Nú á síðustu árum verð- ur æ meira vart við þá til- hneigingu, að á sama hátt og kaupmenn fóru inn á heild- sölustigið, að þá fara heild- verzlanir æ meira inn á smá- sölustigið í vörudreifingunni og setja á stofn smásölufyrir- tæki. Þá erum við komnir að því stigi í þessari þróun, sem einkennist af samruna fyrir- tækja og stækkun rekstrar- reikninga. Einnig má segja með nokkrum rétti, að heild- verzlunin og smásöluverzlunin hafi runnið saman í eitt. Sú þróun á samskiptum kaupmanna og heildverzlunar, sem hér hefur verið lýst, er mjög skammt á veg komin hér á landi, þó held ég, að ýmsir finni á sér, að í þessum efn- um séu talsverð veðrabrigði skammt framundan. Samkvæmt athugun, sem Fé- lag íslenzkra stórkaupmanna gerði nýlega á rekstri heild- verzlunar, kom í ljós, að rekstrarkostnaður heildsölufyr- irtækja var að meðaltali 14- 16% af sölu fyrirtækjanna. Þessar niðurstöður virðast vera mjög sambærilegar við athug- un, sem Framkvæmdastofnun ríkisins gerði á verzlunarfyr- irtækjum fyrir árið 1972, en niðurstöðutölur þeirra athug- unar sýndu, að hjá almennum heildverzlunum var rekstrar- kostnaður 15.6% af sölu og voru þá afskriftir ekki með- taldar. Eitt af frumskilyrðum þess að geta haft áhrif á kostnað fyrirtækja til lækkunar, er að hafa tiltækar upplýsingar um kostnað einstakra þátta í rekstri fyrirtækjanna til þess að kanna, hvaða aðgerðir hverju sinni muni koma að mestu gagni til lækkunar á kostnaði. I fyrirtæki því, sem ég starfa við, hefur heildar- rekstrarkostnaði verið skipt niður á einstaka starfsþætti. Athugun þessi nær yfir nokk- ur ár, eða frá þeim tíma, er fyrirtækið hóf gagnaúrvinnslu í rafreikni. Tafla I sýnir kostnað ársins 1972 skipt niður á starfsþætti: FV 12 1973 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.