Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.12.1973, Qupperneq 45
Heildartekjur ■ verzluninni rúmlega 10,3 milljarðar 1971-72 Ágrip af erindi Jons Sigurðssonar, hagrannsóknarstjora Ráðstefna Félags ísl. storkaupmanna: Á ráðstefnu, sem Félag' íslenzkra stórkaupmanna hélt ný- lega, flutti Jón Sigurðsson, hagrannsóknastjóri, erindi, og skýrði frá athugunum Hagrannsóknadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins, en stofnunin hefur að undanförnu verið að vinna fyrstu áætlanir sínar um rekstur og afkomu heild- söluverzlunar á Islandi. Jón upplýsti í ræðu sinni, að nú fyrir jól væri væntanleg yfirlitsskýrsla um rekstur verzlun- arinnar í heild árið 1971 og 1972, en fyrirhugað er, að út- gáfa þessarar skýrslu verði árviss viðburður, svo sem aðrar atvinnuvegaskýrslur stofnunarinnar. Jón skýrði í upphafi máls síns frá verkefni Hagrann- sóknadeildarinnar, sem væri að fylgjast með árferði þjóðar- búsins, vinna að hagrannsókn- um og hagskýrslugerð, veita upplýsingaþjónustu á sviði efnahagsmála og vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis í efna- hagsmálum. Eitt meginverk- efni deildarinnar er að athuga þróun framleiðslu og afkomu atvinnuveganna, en hann kvað enn skorta mjög á, að til þess starfs væri nægur vinnukraft- ur. Slík skýrslugerð sagði hann, að væri mjög tímafrek og líkti henni einna helzt við skógrækt — þ. e. reglulegur ársarður skilaði sér ekki fyrr en eftir mörg ár. Af einstök- um atvinnuvegum eru athug- anir á sjávarútvegi hvað lengst komnar, og sagði Jón Sigurðs- son, að deildin hefði notið góðs samstarfs við samtök sjávarút- vegsins. FÁAR STTýRST.UR UM REGLUR S’ðan sagði Jón Sigurðsson: „Það er kannski ekki minnst börf fyrir skvrslur af bessu tagi um verzlun og viðskinti. En skvrslur um innanlands- verzlunina hafa verið næsta fáskrúðugar síðustu áratugi. Ég held, að ég muni rétt, að síðasta skýrsla yfir rekstur verzlunarinnar í landinu. sem hæet er að segia, að hafi náð til heildarstærðar, hafi verið í Rauðku sálugu, en nefndarálit skipulagsnefndar atvinnumála kom út árið 1936. Nefndin starfaði á árunum 1934 og 1935. Við starf þessarar nefnd- ar eru misjafnar minningar tengdar, breytilegar eftir skoð- unum manna, en ég held ég fari ekki nánar út í það. Þessi nefnd vann að mörgu leyti merkilegt starf á sviði skýrslu- gerðar um efnahag lands- manna, hvort sem allar þær ályktanir, sem af því efni voru dregnar, voru jafn skynsam- legar. Þá sagði Jón Sigurðsson, að verzlunarskýrsluathuganir Hagrannsóknadeildarinnar um rekstur og hag einstakra greina verzlunarinnar hafi beinzt að gerð heildarskýrslna, en í því sambandi hefur verið unnið að því í samvinnu við Hagstofuna og skattayfirvöld, að koma upp verzlunarskýrslum, sem eru mikilvægar bæði sjálfra sín vegna og fyrir greinina sjálfa, svo sem til þess að fylgjast með þróun eftirspurnar. Jón sagði, að stefnt væri að því, að yfirlit yfir stöðu verzlunar- innar lægi fyrir síðar á þessu ári. Hann sagðist vonast til þess, að á næsta ári bættust fleiri atvinnugreinar við. Stefnt væri að því að ná heildaryfirliti yfir þjóðarfram- leiðslu og atvinnurekstur eft- ir atvinnuvegum á grund- velli reikninga fyrirtækjanna sjálfra, að öllum líkindum á næsta ári. 417 FYRIRTÆKI í HEILDARÚRTAKI Gögnin, sem úr er unnið, eru einkum skattskil fyrirtækj- anna, bæði ársreikninar og launaskatts- og slysatrygginga- skýrslur. Hefur hagrannsókna- deildin getað notfært sér at- vinnuvegaflokkun Hagstofunn- ar í þessu skyni, og því ná athuganir aðeins til þeirra greina, sem hafa slysatrygg- ingaskylda atvinnu. Skrá skatt- yfirvalda yfir slysatrygginga- gjöld mynda þannig í reynd ramma yfir þessar athuganir eins og raunar iðnaðarathugan- ir deildarinnar, sem unnar eru með svipuðum hætti. Jón Sigurðsson, hagrann- sóknastjóri sagði,að ársreikn- ingar til skatts, sem ætlað væri að þjóna skattalögum og reglum væru ef til vill ekki fullnægjandi til þess að lýsa skipulega rekstri og raunveru- legri afkomu fyrirtækjanna, en menn yrðu að láta sér þá nægja, þar sem ekki væri völ á öðru betra. Þá hefði þurft að takmarka fjölda fyrirtækj- anna og því hefði verið horfið að því að taka úrtak úr grein- inni, og er það m. a. gert vegna þess, að mjög mikil vinna hefði legið í því að sam- ræma reikninga hinna ýmsu fyrirtækja. Útflutningsverzluninni og Á- fengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins hefur verið haldið utan við athugunina. í heildarúrtakinu eru hins vegar 417 fyrirtæki eða um 22% af fyrirtækja- fjöldanum. Þessi 22% eru með á milli 60 og 65% af heildar- atvinnunni í verzluninni og þá væntanlega veltunni einnig. Á- stæða þess er, að vísvitandi eru tekin fyrirtæki úr hópi þeirra stærri. í úrtakinu eru yfirleitt öll fyrirtæki, sem hafa yfir 30 ársmenn í þjónustu sinni á árinu 1971. Þó eru í úrtakinu um 70% þeirra fyrir- tækja, sem höfðu á milli 5 og 30 ársmenn í vinnu, en úrtak FV 12 1973 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.