Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1973, Síða 58

Frjáls verslun - 01.12.1973, Síða 58
Frá ritstjórn Ljós og hiti Það hefur oft verið sagt, að mikilvægustu eiginleikar góðra stjórmnálamanna séu hæfi- leikar til að sjá fram í tímann. Þetta rifjast upp nú, þegar fólk úti í löndum þarf að glíma við gífurleg vandamál vegna eldsneytis- skorts á sama thna og meirihluti íslenzku þjóðarinnar þarf ekki að liafa áhyggjur af svo miklum grundvallarþáttum í aðbúnaði sinum sem ljósi og hita fyrir hibýli sin og vinnustaði. 1 þessu sambandi hlýtur að rifjast upp frumkvæði forystumanna Reykjavíkur á liðnum árum og á líðandi stund, í raforku- og hitaveitumálum. Sogsvirkj anirnar og sið- ar Búrfellsvirkjun, sem helmingur þjóðar- innar fær nú raforku frá, eru fyrst og fremst dæmi um algjört brauti-yðjendavex-k Reyk- víkinga í raforkumálum, þó að ríkið hafi að vísu komið inn i dæmið við stofnun Lands- virkjunar. Það er lika vert að minnast þess ofui’kapps, sem viss pólitisk öfl i landinu lögðu á að koma í veg fyi’ir stórvirkjanir á hoi’ð við Búrfellsvii’kjun. 1 málflutningi var þá í-eynt að mála skrattann á vegginn vegna þess, að stói’iðja með erlendri aðild þótti nauðsynleg til að koma virkjunaráformun- um í kring. Til að tryggja grundvöll fyrir reksti’i næstu stórvirkjana á Þjórsársvæðinu þykir nú öllum sjálfsagt að leita til erlendra aðila um orkukaup. Sé litið aðeins lengra aftur í timann sjást dæmin um linnulausan áróður gegn hita- veituframkvæmdum Reykjavíkurborgar. Á engum bitnuðu árásirnar gegn þeim stór- liuga framkvæmdum jafnharkalega og Pétri Halldórssyni, boi’gax*stjói’a. En málið lial'ðist í gegn og nú er Hitaveita Reykjavíkur það fyrirtæki, sem á að leysa húsahitunarmál ná- grannabyggðarlaga Reykjavíkux’, sem liingað til hafa notazt við olíuhitun að langmestu leyti. Þessara afreka íslenzkra stjómmálafor- ingja liðinna áratuga er vert að minnast á þeim tímum, er nágrannaþjóðirnar verða að neita sér um ljós og hita, þó að kaldir vetrar- vindar næði. Vörukaup Nú blasa þær staðreyndir við, að vöru- skortur gei’ir vart við sig á ýmsmn sviðum, og á það fyrst og fremst við um fram- leiðslu, sem unnin er úr olíuefnum, eins og t. d. plast. Plaströr ýmis konar, sem nægar birgðir voru af í byrjun mánaðarins, eru uppurin, og fleii’i sambærileg dæmi mætti nefna. Sömu sögu er að segja um liráefni í einangrunarplast. Á hinum alþjóðlega markaði er ástandið fremur dapurlegt oi’ðið. Hver x-eynir að gei-a sitt bezta og i þeirri orrahríð standa íslenzk fyrirtæki illa að vigi vegna srnæðar sinnar og fjárskorts. Svarta- markaðsbrask er oi’ðið tiítölulega algengt úti i heimi, og snýst þar málið um vöi-uteg- undir, sem menn myndu ekki liafa ætlað fyrr, að gætu notið slíki’ar sérstöðu og eftir- spumar. En hvei’nig hefur vei’ið búið að íslenzkum fyrirtækjum með tilliti til þess, að þau gætu hugsanlega mætt umtalsvei'ðum ei’fiðleikum í vöruöflun og aðdi’ætti til landsins? licfur i nokkru vex’ið tekið tillit til þeirrar liættu, að þrengingar yrðu á mörkuðum erlendis, þar senx innkaupin eru gerð, eða þá að liafís myndi gera aðflutninga til vissi’a liafna erf- iða í vetur eða loka sjóleiðinni algjöi’lega? Það er hið alsjáandi auga í’ikisvalds- ins, sem hefur skert vei’ulega möguleika verzlunarfyrirtækjanna til að vinna skyn- samlega að vöruöflun. Ráðstafanir liafa verið gerðar af hálfu hins opinbera til að minnka getu fyrirtækjanna til innflutnings með því að takmai’ka heimildir þeirra til lántöku hjá erlendum viðskiptaaðilum sín- um, sem þó hafa vei-ið reiðúbúnir að veita mikilvæga fyrirgreiðslu i því efni. Það er kominn tími til, að ojxinber yfii’völd átti sig á, að aðild okkar að alþjóðlegum markaði krefst aukins svigrúms fyrir íslenzk inn- flutningsfyi’irtæki, og búa verður betur í haginn fyrir þau, þannig að þau megi gæta liagsmuna íslenzki’ar verzlunar og neytenda i alþjóðaviðskiptum. 50 FV 12 1973

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.