Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Page 29

Frjáls verslun - 01.08.1975, Page 29
SanllAarmaður Ingvi Ingvarsson, sendiherra: „Tel tímabært að stofnuð verði íslenzk sendiráð í Kanada, Afríku og Asíu“ Ingvi Ingvarsson hefur gegnt mörgum mikilvægum embættum fyrir íslenzku utanríkisþjónustuna heima og erlendis. Hann er nú sem kunnugt er fastafulltrúi fslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Tíðindamaður Frjálsrar verzlunar ræddi við Ingva á skrifstofu hans í New York fyrir skömmu. F.V.: Að hvaða leyti er núver- andi starf yðar fyrir íslenzku utanríkisþjónustuna ólíkt þeim, sem þér hafið áður gegnt? Ingvi Ingvarsson: — Eg var skipaður fulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu 1. júlí 1956 og hef þvl starfað 19 ár í íslenzku utanríkisþjónustunni. Fyrstu tvö árin starfaði ég í viðskipta- deild utanríkisráðuneytisins, sem þá annaðist veitingu út- flutningsleyfa. Frá 1. maí 1958 til ársloka 1961 var ég sendi- ráðsritari í Moskva, en flutt- ist þaðan til Washington og starfaði þar sem sendiráðsritari og ræðismaður og siðar sendi- ráðunautur, þar til í júní 1966. Frá 1. júlí 1966 til 1. sept. 1971 var ég varafastafulltrúi í Norður Atlantshaf&ráðinu (NATO), fyrst í París og síðar í Brussel, eftir að Atlantshafs- bandalagið flutti þangað 1967. Hinn 11. júní 1971 var ég skip- aður skrifstofustjóri utamúkis- ráðuneytisins og gegndi þeim störfum frá 1. september sama ár, þar til að ég var tveim árum síðar skipaður sendiherra og þá falið að gegna stöðu fasta- fulltrúa hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hef ég nú gegnt þessari stöðu í næstum tvö ár. f Moskva voru störfin eink- um fólgin í því að fylgjast með og greiða fyrir viðskiptum milli fslands og Sovétríkjanna. í Washington voru þau fjöl- Ingvi Ingvarsson undirritar sáttmála um verndun diplómata. Undirritunin fór fram í aðalstöðvum S.Þ. í kjölfar sa.mþykktar allsherjarþingsins. FV 8 1975 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.