Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 15
:ei*odl
! Jœland'sfinest wodkn pivducts
IslandsfemsteWdhurm
Alafoss
hefur fengið
bandarískan
liönnuð í
Iið með sér
til að ákveða
útlit
prjónavöru.
Hefur það
gefið góðan
árangur.
vestan hafs mikill lager af kavi-
ar, að verðmæti um tvær millj-
ónir dollara, sem reynist óselj-
anlegur.
„Þetta er ekki skemmd vara
af því að hún sé óæt“ sagði
ívar. „Hún lítur aftur á móti
út eins og jólaskraut, er í öll-
um regnbogans litum, sem fólki
finnst ekki traustvekjandi."
Gallinn við lagmetissöluna
var sá, að japanskt fyrirtæki
tók að sér umboð fyrir Sölu-
stofnun lagmetis og keypti vör-
ur frá henni fyrir 1,6 milljónir
dollara í fyrra en seldi aftur á
móti aðeins fyrir 40 þúsund.
Fyrirtækið fékk engan markað
og hafði ekkert sölukerfi í
Bandaríkjunum. Aftur á móti
hafa t. d. Danir og Norðmenn
byggt upp öflugt sölukerfi í
Bandaríkjunum fyrir lagmet-
isvörur sínar síðustu 70 ár.
Taldi ívar mjög hæpið fyrir ís-
lendinga að ætla að keppa við
hin rótgrónu merki þeirra með
sömu vöi'utegundum, heldur
yrði að finna einhverja sérstöðu
í íslenzku framleiðslunni.
„Því gætu ekki íslendingar
reynt til dæmis að tileinka sér
þá verkun á fiski, sem Gyðing-
ar hér vestan hafs sækjast eft-
ir? Þar er stór márkaður, sér-
staklega fyrir síld“, sagði ív-
ar.
Og hann bætti við: „En
þarna gjöldum við enn einu
sinni vanmáttar okkar til að
kynna varninginn. Hversu
skynsamlegt hefði það ekki
verið að kaupa auglýsingar fyr-
ir 100 þúsund dali hér í Banda-
ríkjunum heldur en að eyða
þeirri upphæð í þessa alræmdu
karrísósu, sem Sölustofnunin
lét útbúa fyrir sig í Noregi?“
GJAFAVARA
Þá taldi ívar Guðmundsson
ennfremur líkur á að selja
mætti talsvert magn af kera-
miki, silfri og ýmsum smá-
varningi í búðum í Bandaríkj-
unum, — hluti sem fólk keypti
gjarnan sem minjagripi eða
gjafavöru. Veitingastaðir og
hótel rækju víða slíkar verzl-
anir og hefðu þá á boðstólum
alls konar erlendan varning,
sem ekki væri kannski mikið
framboð af annars staðar.
SVARAÐ 20 BRÉFUM Á DAG
Sem ræðismaður íslands í
New York, er heyrir undir
sendiráðið í Washington, þarf
ívar að annast margskonar
milligöngu milli aðila í Banda-
ríkjunum og á íslandi. Hann
sagði, að undanfarið hefði tals-
vert borizt af fyrirspui'num frá
bandarískum fyrirtækjum
vegna þess, að staðið hefði á
greiðslum frá íslandi fyrir vör-
ur vegna nýrra afgreiðsluhátta
hjá gjaldeyrisyfirvöldum.
Það eru þó margir aðrir, sem
af öðru tilefni senda fyrir-
spurnir til ræðismannsskrif-
stofunnar. Þannig fær hún að
meðaltali um 20 bréf á dag frá
skólafólki víðs vegar um land-
ið, sem er að afla sér heimilda
fyrir ritgerðir eða aðra skóla-
vinnu um ísland. Er þessum
bréfum yfirleitt svarað með
bæklingum og stuttu prentuðu
bréfi, þar sem þakkaður er á-
huginn, sem sýndur hafi verið
landi og þjóð. Ekki er sökum
mannfæðar hægt að svara
hverju og einu bréfi ©fnislega.
SAMEINING NAUÐSYNLEG
ívar Guðmundsson benti á
í framhaldi af þessu, hve
tímabært það væri, að ís-
landskynning í Bandaríkjunum
yrði sameinuð hjá einni skrif-
stofu en nú fer hún fram hjá
sendiráðinu í Washington, ræð-
isskrifstofunni í New York,
skrifstofum Loftleiða og hjá
ferðaskrifstofu Norðurland-
anna, sem ísland er orðinn þátt-
takandi í að nýju.
IÞRQTT ABLAÐIÐ
Málgagn ÍSÍ
og vettvangur 50 þúsund meðlima
íþrótta- og ungmennafélaga
um allt land
FV 11 1975
13