Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 41
mætaskÖpun er látin þoka fyrir þjónustudundi og styrkja- rekstri. Þegar þannig er búið að staursetja efnahagskerfið í heild, eiga heilbrigð sjónarmið ekki lengur upp á pallborðið. Hver heilvita maður sér að arðbær iðnaður rís ekki úr þeirri vilpu. AFLEIÐINGIN Stjórnmálamenn skilja ekk- ert í því hvers vegna fram- leiðni eykst ekki i iðnaði á ís- landi. Eitt gáfnaljósið á Alþingi tók þannig til orða, að bezta og líklega eina mó-tbragð iðn- aðar gegn opinberum launvíg- um og arðráni, væri einmitt aukin framleiðni. Yið skulum nú líta ögn nán- ar á dæmið. Samkvæmt gildandi lögum er ákveðin álagning í pi'ósent- um leyfð á iðnvarningi, sem framleiddur er í landinu. Þessa álagningu skal síðan leggja á „sannanlegan framleiðslukostn- að“. Ef við gefum okkur þá for- sendu að með hagræðingarað- gerðum hefði tekist að auka svo framleiðni iðnfyrirtækis að sannanlegur framleiðslukostn- aður hefði lækkað um 40%, og lítum síðan á afleiðingu auk- innar framleiðni: Fyrir hagræðingu: 1 stk. framl. eining (sannanl. kostn.) kr. 10.000 Alagning 25% — 2.500 Söluv. til smásala kr. 12.500 Eftir hagræðingu: 1 stk. framl. eining (sannanl. kostn.) kr. 6.000 Álagning 25% — 1.500 Söluv. til smásala kr. 7.500 Beint tap af þessari fram- leiðsluaukningu er því fyrir iðnfyrirtækið kr. 1.000/pr. ein- ingu. Með öðrum orðum tapar fyr- irtækið 1.000 kr. á hverjum framleiddum hlut, fyrir utan kostnað við framleiðsluaukandi aðgerðir. Þau rök að lægra söluverð auki fjölda seldra eininga og geti því unnið upp tapið eru haldlaus af tveimur orsökum: 1. Á íslandi er ekki um neinn magnmarkað að ræða. Mark- aðurinn er svo lítill að sölu- auking nær svo til aldrei að vinna upp tap af aukinni framleiðni. 2. Með því að auka framleiðni tekur iðnrekandinn ákveðna áhættu. Það eina sem hvet- ur til slíkrar áhættu er sölu- aukning. Líkur fyrir henni í þeim mæli sem nauðsynlegt er, eru hverfandi. NIÐURSTAÐA Af þessu litla dæmi sést að eins og löggjafinn býr að iðn- rekstri á íslandi á því herrans ári 1975, er aukin framleiðni vís með að leiða til gjaldþrota í stærri stíl en fram til þessa. Það er varla hægt að áfellast iðnrekendur þótt þeir spyrni við fótum í lengstu lög og reyni að forða fyrirtækjum sínum frá þeim voða, sem nýtízku vinnubrögð gætu kallað yfir þá. Hér er sama heimskukerfið í gangi og í landbúnaði, þar sem fyrirhöfnin er launuð en ekki afraksturinn. Á þennan hátt er hægt að færa blómlegt athafnalíf aftur í steinöld á nokkrum áratugum. Ef til vill skiptir ekki sköpum hvort al- þingismaður er kenndur við Nauteyrarhrepp eða Neander- thal? CREME T FRAlCHE 1 Notið sjrðan rjóma sem ídýfu með söxuðu grœnmeti í stað t. d. mayonnaise. MJÓLKURSAMSALAN I REYKJAVÍK FV 11 1975 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.