Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 67
Sjónvarps- og útvarpsdeild IXIESCO HF.: Löng ábyrgð og skila- frestur tryggja gæðin Sjónvarps- og útvarpstækjadeild fyrirtækisins Nesco, Laugavegi 10, hefur fyrir löngu vakið á sér athygli fyrir langa ábyrgð á vörum sínum, en ekki væri fyrirtækinu 'unnt að veita viðskiptavin- um sínum svo langa ábyrgð nenia að reynslan hefði leitt í ljós að vöruflokkar deildarinnar eru í ]>að háum gæðaflokki að bilunartíðni er með ólíkindum Iág. Það er fleira sem gerir deildina sér- stæða miðað við önnur fyrirtæki á sama sviði hér og má |>ar nefna viku skilyrðislausan skilafrest, ef viðskiptavini líkar ekki viðkomandi tæki. I deildinni eru seld tvenns- konar sjónvarpstæki, Grundig og Saba, en bæði merkin hafa fyrir löngu unnið sér það nafn hérlendis að þau þykja gefa hvað bestu og skýrustu mynd- irnar. Þriggja ára ábyrgð er á hverjum einasta hlut tækjanna og bili þau innan eins mánaðar frá kaupum, færviðskiptavinur- inn nýtt, sem tryggir honum að hann sitji ekki uppi með galla- grip. Þá býður Nesco viðskipta- vinum sínum, sem kaupa svart hvít sjónvarpstæki, að taka þau upp í litsjónvarpstæki með 15% afföllum fyrsta árið og 10% afföllum til viðbótar ann- að og þriðja árið, eða 35% eftir þrjú ár. Grundig litsjónvarpstækin, sem nú eru að koma á markað, eru tvímælalaust með vönduð- ustu fáanlegum sjónvarpstækj- unum, enda hyggst Nesco bjóða fimm ára ábyrgð á sjálfum myndlampanum, sem er dýr- asti hlutur tækisins. Uppbygg- ing tækisins gerir þetta kleift en það er m.a. með innbyggð- um spennubreyti, sem verndar lampann fyrir mishárri spennu og tyristorar eru á helstu álags- punktum þess, sem þjóna svip- uðum tilgangi. Tækið er byggt upp í einingum, og er mjög fljótlegt að skipta um einstaka einingu, verði bilunar vart í henni. In-line myndlampi trygg- ir auðveldari stillingu og skýr- ari mynd, auk þess sem stilling helst betur. Bílahljómtæki og útvörp deildarinnar eru frá Clariton, en það fyrirtæki er orðið stærsti útflutningsaðili frá Japan á þessu sviði. Hægt er að fá spilara fyrir átta spora segulbönd (stórar kassettur) með tveim útvarpstækjum, L og M, eða án útvarps, og er hljómstyrkur tækjanna mikill. Þriggja ára reynsla þessara tækja hér tryggir gæði þeirra. Þá er einnig unnt að fá útvarp og kassettutæki fyrir litlar kassettur, einnig kassettutækið sér, og er hljómstyrkur sá sami. Gott úrval er einnig af kass- ettutækjum frá Superscope, en það fyrirtæki er bandarískt. Eitt stereo tækjanna er t.d. með innbyggðum hljóðnemum í báð- um hátölurum, sem gerir fólki kleift að syngja eða spila inn á kassettu í stereo. Þá býður deildin upp á skemmtilega hönnuð tæki frá Weltron. Bæði útvörp og kassettutæki, sem fáanleg eru í þrem litum og eru kúlulöguð. Hægt er að fá há- talara innbyggða í kúluna eða þá lausa hátalara í sama stíl, sem bæta hljómgæðin verulega. Tækin eru tengjanleg við 220 v. bílrafmagn og rafhlöður. Ein- kennandi er að deildin býður aðeins upp á vönduð tæki, enda er það skoðun fyrirtækisins að ekki borgi sig að hafa á boð- stólnum vöru, sem það getur ekki ábyrgst gæðin á. Herinann Blöndal, verslunarstj. sjónvarps- og útvarps- dcihlar. FV 11 1975 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.