Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 47
Álagning á ýmsum vörum er sennilega of lág miðað við dreifing- arkostnað en of há á öðrum vörum. en verðsamkeppni, svo sem auglýsingum, þjónustu við neytendur og ekki sízt fjöl- breyttu vöruúrvali smásölu- verzlana svo eitthvað sé nefnt. Þegar til lengri tíma er litið, er óvíst, að afnám verðlagsá- kvæða hefði veruleg sjálfstæð áhrif á verðlagsþróun. Þetta er þó að sjálfsögðu háð almennri efnahagsþróun, og stjórnvöld hlytu alltaf að tryggja sér möguleika til verðlagseftirlits, þegar ástæða þætti til, ekki sízt með tilliti til tekjuskipting- ar. Verðlagsákvæðin hafa vafa- laust haft áhrif á starfsemi og skipulag verzlunar. Þannig er t. d. hætta á, að vörur með ó- eðlilega lágri álagningu hverfi úr vöruframboði verzlana eða að þjónusta við neytendur vegna þessara vörutegunda verði lakari en ella. Hér er tvímælalaust um neikvæð á- hrif að ræða, þótt erfitt sé að meta, hve mikil þau séu. Eitt atriði verðlagsákvæða hefur ekki verið rætt hér, en það er sú regla að leyfa ekki hækkun á verði vörubirgða við gengislækkun. Þetta getur haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu verzlunar, a. m. k. til skamms tíma litið, auk þess sem til- ætluð áhrif gengisbreytinga koma þá seinna fram en ella. OPINBER ÞJÓNUSTA Verðlagning opinberrar þjón- ustu er mjög háð markmiðum opinberrar starfsemi og því geta þau sjónarmið, er ráða verðlagningu opinberrar þjón- ustu verið afar ólík. Af helztu markmiðum má t. d. nefna, að veita fullnægjandi þjónustu á ákveðnum sviðum og tryggja vöxt starfsemi í samræmi við þörfina á hverjum tíma, áhrif á tekjuskiptingu og almenn hagstjórnarmarkmið. Hér er því oft ærinn vandi á höndum að samrýma hin ólíku mark- mið. FJÁRHAGSSTAÐA OPINBERRA FYRIRTÆKJA VEIKT í fyrsta lagi má nefna ýmsa félagslega og menningarlega þjónustu, sem ýmist er látin i té endurgjaldslaust (skólar, sjúkrahús) eða gegn vægu gjaldi (leikhús, bókasöfn) og beinlínis er ætlazt til, að starf- semin njóti styrkja af al- mannafé. f öðru lagi eru fyrir- tæki, sem eiga að standa undir rekstri og eðlilegum vexti með eigin tekjum, en meiriháttar framkvæmdir eru fjármagnað- ar með lánum. Hér má nefna veitustofnanir svo sem raf- veitur og hitaveitur. í þriðja lagi eru svo framleiðslufyrir- tæki í opinberri eigu (Sem- entsverksmiðjan, Áburðarverk- smiðjan), en verðmyndun þeirra er í aðalatriðum sú sama og í öðrum iðnaðarfyrirtækj- um. Á verðbólgutímum ríkir til- hneiging hjá stjórnvöldum til þess að tefja nauðsynlega verð- lagsaðlögun í opinberum rekstri vegna hækkunar rekstr- arkostnaðar í því skyni að hamla gegn almennri hækkun verðlags. Slíkt getur veikt fjárhagsstöðu fyrirtækjanna, sem fyrr eða síðar verður að bæta upp með hækkun verð- lags eða opinberum framlögum. Þetta getur haft neikvæð á- hrif á fjárhag ríkissjóðs og raskað stjórn ríkisframlaga. ÖNNUR ÞJÓNUSTA Verðlagsmál flestra þjón- ustugreina svo sem viðgerðar- greina iðnaðar og þjónustu við einstaklinga (þvottahús, efna- laugar, rakarar o. fl.) eru í aðalatriðum svipuð og áður var lýst fyrir iðnað og verzlun, og eru þessar greinar undir stöð- ugu eftirliti verðlagsyfirvalda. Þó virðast þar hafa myndazt ákveðnar vinnureglur, er tryggja þessum fyrirtækjum, einkum viðgerðargreinum, nokkuð stöðuga afkomu, ef marka má athuganir af rekstr- arstöðu þessara greina. Vera má hins vegar, að verðlagsá- kvæðin torveldi þessum grein- um aðlögun að breytilegu efna- hagsástandi. VERÐLAGSMÁL LÁTIN AFSKIPTALAUS Önnur svið þjónustu, eink- um ýmis sérfræði- og tækni- þjónusta, hafa nokkra sérstöðu í verðlagningu, og má telja, að verðlagning sé að mestu leyti frjáls í þessum greinum, þótt verðákvarðanir séu að form- inu til háðar samþykki stjórn- valda. Verðlagsmál þessara greina hafa yfirleitt verið látin afskiptalaus, jafnvel á verð- stöðvunartímum. Þetta stafar m. a. af því, að afar erfitt er að skilgreina þá þjónustu, sem þessir aðilar veita. Má t. d. nefna verkfræðinga, arkitekta og lögfræðinga, þar sem þjón- ustan getur verið jafn mismun- andi og þarfir viðskiptavina eru ólíkar. Hér er því erfitt að skilgreina tiltekna þjónustu, sem ákveðin greiðsla skuli FV 11 1975 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.