Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 28
MálamiSIun. Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands gerðu heiðarlega tilraun til að' draga úr ágreiningsmálum stjórna sinna. og Bandaríkjamanna, sem þeir segja spor í rétta átt. Þó eigi eftir að koma í ljós, hversu vel gangi að hafa stjórn á hinu fljótandi gengi í raun. Vel verður fylgzt með því, hve fúsir Banda- ríkjamenn verða til sam- vinnu um að tryggja stöðug- leika gengis gjaldmiðlanna, sem hefur verið á fleygiferð undanfarið. Vestur-Evrópa á mikið undir niðurstöðum þessa. Einn framámaður í ev- rópskum. bankamálum hefur sagt, að meiri stöðugleiki í þessum efnum myndi eflaust. flýta fyrir batanum í efna- hagsmálum Evrópu. Þrátt fyrir alla einingu á vfirborðinu gekk ekki allt jafnsnurðulaust á fundin- um i Rambouillet. Djúp- stæður ágreiningur virtist enn fyrir hendi með ríkis- stjórnum varðandi nokkur mikilsverð málefni — eins og til dæmis stefnu í orku- málum, þar sem ólíkir þjóð- arhagsmunir ráða ferðinni. ATVINNULEYSI ÓBREYTT. Athugun Efnahagsstofn- unarinnar fyrir Evrópu, sem aðsetur hefur í Genf, staðfestir grunsemdir manna um að ekki hafi enn rofað til við sjóndeildarhringinn. Viðskiptabati, sem sumir áttu von á seinni helming þess árs, hefur ekki orðið, heldur gefa síðustu athug- anir til kynna, að sam- dráttur nemi um 10% í vestrænum iðnríkjum. Síð- ustu spár Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París gera aðeins ráð fyrir 2-3% auknineu vergrar bjóð- arframleiðslu í Vestur- Evrópu á næsta ári, og að atvinnuleysi verði við sömu efri mörkin og á þessu ári. í Bandaríkjunum er spáð 5,5% aukningu þjóðarfram- leiðslu, samkvæmt áliti OECD, sem stangast nokk- uð á við spár um 6-7 % aukningu, er bandarískir embættismenn gerðu á fundinum í Rambouillet. Ef spár OECD reynast sannar, mun þjóðarfram- leiðsla Vesturlanda aukast að meðaltali um 4% árið ’76. Sú þróun kann að nægja til að hefta frekari aukningu atvinnuleysis. Stærsta vandamálið, sem við blasir í Vestur-Evrópu nú, er að endurvekja traust á við- skiptum og fjárfestingu. Þessu markmiði verður þó ekki náð í skyndi eftir á- föll síðustu mánuða og hagn- aðarhorfur eru slæmar. Jafnvel þýzkir hagfræð- ingar eygja litla von í að fjárfestingar aukizt eða þjóðarframleiðslan nema því aðeins að verkalýðs- sambönd í helztu iðnríkjun- um dragi verulega úr kröf- um sínum svo að afkomu- grundvöllur fyrirtækjanna batni. VERÐBÓLGAN. Enn er eftir eitt stórt snurningarmerki við lang- tímaþróunina eftir 1976, — það er verðbólgubálið, sem alls staðar logar, í Banda- ríkjunum, Evrópu og Japan. Fo.rd sagði í Rambouillet, að verðbólgan í Bandaríkj- unum hefði verið hamin. Sérfræðingar í Evrópu eru foi-setanum ósammála. Verð á neyzluvöru í helztu iðn- ríkjunum segja þeir að sé um 10% hærra en fyrir einu ári. Verðbólguvöxtur- inn í þessum löndum er á bilinu. frá 6% í Þýzkalandi og 8% í Bandaríkjunum allt upp í 26 % í Bretlandi. Þá benda sömu sérfræð- ingar á, að 1976 verði kosn- ingaár í Bandaríkjunum, Vestur-Þýzkalandi og Japan. Ríkisstjórnir þessara landa kunni því að freistast til að koma enn meiri peningum í umferð og hressa þar með upp á efnahagskerfið og fá út á það fleiri atkvæði í kosningum. Ef ríkisstjórn- irnar verða of aðgangsharð- ar að þessu leyti, getur verðbólgan magnazt enn, fjörkippur komið í efna- haginn um stundarsakir en samdrátturinn síðan orðið rreigvænlegri en á árunum 1974-1975. „Staðreyndir málsins eru þæ.r,“ segir þýzkur banka- stjóri, „að full atvinna verð- ur ekki lengur keypt með enn meiri verðbólgu“. 26 FV 11 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.