Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 28
MálamiSIun. Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands gerðu
heiðarlega tilraun til að' draga úr ágreiningsmálum stjórna
sinna.
og Bandaríkjamanna, sem
þeir segja spor í rétta átt.
Þó eigi eftir að koma í ljós,
hversu vel gangi að hafa
stjórn á hinu fljótandi gengi
í raun. Vel verður fylgzt
með því, hve fúsir Banda-
ríkjamenn verða til sam-
vinnu um að tryggja stöðug-
leika gengis gjaldmiðlanna,
sem hefur verið á fleygiferð
undanfarið. Vestur-Evrópa á
mikið undir niðurstöðum
þessa.
Einn framámaður í ev-
rópskum. bankamálum hefur
sagt, að meiri stöðugleiki í
þessum efnum myndi eflaust.
flýta fyrir batanum í efna-
hagsmálum Evrópu.
Þrátt fyrir alla einingu á
vfirborðinu gekk ekki allt
jafnsnurðulaust á fundin-
um i Rambouillet. Djúp-
stæður ágreiningur virtist
enn fyrir hendi með ríkis-
stjórnum varðandi nokkur
mikilsverð málefni — eins
og til dæmis stefnu í orku-
málum, þar sem ólíkir þjóð-
arhagsmunir ráða ferðinni.
ATVINNULEYSI
ÓBREYTT.
Athugun Efnahagsstofn-
unarinnar fyrir Evrópu,
sem aðsetur hefur í Genf,
staðfestir grunsemdir manna
um að ekki hafi enn rofað
til við sjóndeildarhringinn.
Viðskiptabati, sem sumir
áttu von á seinni helming
þess árs, hefur ekki orðið,
heldur gefa síðustu athug-
anir til kynna, að sam-
dráttur nemi um 10% í
vestrænum iðnríkjum. Síð-
ustu spár Efnahags- og
framfarastofnunarinnar í
París gera aðeins ráð fyrir
2-3% auknineu vergrar bjóð-
arframleiðslu í Vestur-
Evrópu á næsta ári, og að
atvinnuleysi verði við sömu
efri mörkin og á þessu ári.
í Bandaríkjunum er spáð
5,5% aukningu þjóðarfram-
leiðslu, samkvæmt áliti
OECD, sem stangast nokk-
uð á við spár um 6-7 %
aukningu, er bandarískir
embættismenn gerðu á
fundinum í Rambouillet.
Ef spár OECD reynast
sannar, mun þjóðarfram-
leiðsla Vesturlanda aukast
að meðaltali um 4% árið
’76. Sú þróun kann að nægja
til að hefta frekari aukningu
atvinnuleysis. Stærsta
vandamálið, sem við blasir
í Vestur-Evrópu nú, er að
endurvekja traust á við-
skiptum og fjárfestingu.
Þessu markmiði verður þó
ekki náð í skyndi eftir á-
föll síðustu mánuða og hagn-
aðarhorfur eru slæmar.
Jafnvel þýzkir hagfræð-
ingar eygja litla von í að
fjárfestingar aukizt eða
þjóðarframleiðslan nema
því aðeins að verkalýðs-
sambönd í helztu iðnríkjun-
um dragi verulega úr kröf-
um sínum svo að afkomu-
grundvöllur fyrirtækjanna
batni.
VERÐBÓLGAN.
Enn er eftir eitt stórt
snurningarmerki við lang-
tímaþróunina eftir 1976, —
það er verðbólgubálið, sem
alls staðar logar, í Banda-
ríkjunum, Evrópu og Japan.
Fo.rd sagði í Rambouillet,
að verðbólgan í Bandaríkj-
unum hefði verið hamin.
Sérfræðingar í Evrópu eru
foi-setanum ósammála. Verð
á neyzluvöru í helztu iðn-
ríkjunum segja þeir að sé
um 10% hærra en fyrir
einu ári. Verðbólguvöxtur-
inn í þessum löndum er á
bilinu. frá 6% í Þýzkalandi
og 8% í Bandaríkjunum allt
upp í 26 % í Bretlandi.
Þá benda sömu sérfræð-
ingar á, að 1976 verði kosn-
ingaár í Bandaríkjunum,
Vestur-Þýzkalandi og Japan.
Ríkisstjórnir þessara landa
kunni því að freistast til að
koma enn meiri peningum í
umferð og hressa þar með
upp á efnahagskerfið og fá
út á það fleiri atkvæði í
kosningum. Ef ríkisstjórn-
irnar verða of aðgangsharð-
ar að þessu leyti, getur
verðbólgan magnazt enn,
fjörkippur komið í efna-
haginn um stundarsakir en
samdrátturinn síðan orðið
rreigvænlegri en á árunum
1974-1975.
„Staðreyndir málsins eru
þæ.r,“ segir þýzkur banka-
stjóri, „að full atvinna verð-
ur ekki lengur keypt með
enn meiri verðbólgu“.
26
FV 11 1975