Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 60
Fyrirtseki, framleiðsla
Vörumarkaðurinn stækkar við sig
Vörumarkað'urinn í Ármúla hefur nýlega stækkað matvörudeild
sína um 600 fermetra. Verður sérstök kjötdeild starfrækt í þessu
nýja húsnæði og nýtt kjöt verður selt í sjálfsölu. Einnig er gert
ráð fyrir mjólkursölu þar.
Mikil aukning hefur orðið í
allri verzlun Vörumarkaðarins,
nærri tvöföld á hverju ári. Á
þessu ári hefur orðið 92%
aukning í sölu matvöru.
Matvörudeildin er nú eftir
stækkunina í 900 fermetra hús-
næði. Sérfræðingar frá norsku
kaupmannasamtökunum voru
fengnir til að hanna innrétt-
ingar og niðurröðun þeirra.
Tveir kæliklefar og einn frysti-
klefi eru til hliðar við verzlun-
ina en þess má geta, að kæli-
og frystibúnaður í nýja viðbót-
arhúsnæðinu kostaði 15 millj-
ónir króna. Það er og athyglis-
vert að frystiklefarnir voru
keyptir tilbúnir og tók það um
þrjár klukkustundir að ganga
frá hverjum þeirra.
SPARNAÐUR
Vörumarkaðurinn hf. var
stofnaður 8. september 1967.
Þá var opnuð 100 fermetra
matvöruverzlun á fyrstu hæð.
Fljótlega var hún stækkuð í
300 fermetra. Næsta skref var
það, að opnuð var deild með
heimilistæki og húsgögn á ann-
arri hæð, samtals 500 fermetr-
ar. Rekstur þeirrar deildar varð
fljótlega mjög stór þáttur í
verzlunarrekstrinum. Þar næst
flutti verzlunin upp á þriðju
hæð, þar sem opnuð var deild
með vefnaðar- og gjafavörum.
Hún er 300 fermetrar. Þannig
var Vörumarkaðurinn rekinn í
nokkur ár en nú ræður hann
yfir 3000 fermetra 'húsnæði.
Á jarðhæð verzlunarhússins
er nú verið að ganga frá 500
fermetra verzlun, þar sem
verða húsgögn og heimilistæki.
Þar verður einnig góð aðstaða
fyrir starfsfólk, meðal annars
steypiböð, sem er nýlunda í
verzlun hér á landi.
ANDSTAÐA KEPPINAUTA
Þegar Ebeneser Ásgeirsson
opnaði Vörumarkaðinn hf.
sagði hann í blaðaviðtali: „Við
munum kappkosta að leggja
minna á vöruna en gert er í
venjulegum verzlunum." Að
sögn Ebenesers tóku ýmsir
þessi orð hans óstinnt upp og
jafnvel forsvarsmenn í verzl-
unarstétt sendu honum tóninn.
Ebeneser bendir á, að þessir
verzlunarhættir, sem hann
byrjaði á hér á landi þyki nú
bæði sjálfsagðir og nauðsynleg-
ir. Hugmyndina að þeim fékk
Ebeneser sjálfur og grundvall-
aðist hún á því, að kaupandinn
spari vinnuafl verzlunarinnar
með því að afgreiða sig sjálfur
að verulegu leyti.
Á þennan hátt segir Ebenes-
er að hafi verið hægt að bjóða
vöruverð, sem er að jafnaði
10% lægra en leyfilegt (há-
marksverð. Veltuhraðinn í
verzluninni er það mikill, að
laun starfsfólks eru um 4% af
heildarveltu. í öðrum verzlun-
um er þessi liður 10 til 12%.
58
FV 11 1975