Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 66
'HMARKMHIUM Samval þess bezta er aðalsmerki IME8C0 HF. Hljómtækiadcild fyrirtækisins Nesco, Laugavegi 10, er rekin með þeim sérstæða hætti miða'ð við ís- lensk fyrirtæki á sama sviði, að fjöldi umboða skapar viðskiptavinunum mun fleiri mögnlcika við val í samstæður, en hjá fyrirtækjum, sem bundin eru fáum umboð’um. Nesco hefur 11 hljómtækja- umboð, sem er mjög fágætt um þessháttar verslanir. Þetta skapar dcildinni möguleika á að velja úr miklu úrvali tækja, velja það besta frá hverjum að áliti sérfræðinga og neytendasamtaka erlendis, og raða svo upp ákjósanlegum hljómflutningssamstæðum með tilliti til gæða hvers einasta þáttar samsæðunnar. Eitt frægasta merkið, sem Nesco hefur umboð fyrir er Marantz frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að það merki hafi upphaflega unnið sér nafn fyr- ir sérsmíðuð rándýr tæki, hafa gæðin haldist þótt fyrirtækið sé nú eitt umfangsmesta magn- araframleiðslufyrirtæki verald- ar. Útvarpsmagnarar frá Mar- antz eru nú með innbyggðu Dollby kerfi, sem fágar útspil- un og upptöku segulbands- tækja, plötuspilara og FM út- varpssendinga. Nú eru einnig komnir hátalarar frá Marantz og þrátt fyrir að óalgengt sé að tvenns konar vöruflokkar frá sama fyrirtæki nái sérstökum gæðum, hafa þessir hátalarar slegið í gegn, enda ekkert til sparað við hönnun þeirra svo þeir drægju nafnið ekki niður. Til þess að fullkomna svo sam- stæðuna er Nesco með umboð fyrir Thorens í Sviss, sem tví- mælalaust er eitt þekktasta fyrirtækið í gerð plötuspilara og í þeirri framleiðslugrein er þeim líkt við Rolls Royce í bíla- iðnaðinum. Fleiri valkostir eru á sam- stæðum og má nefna vörur frá dótturfyrirtæki Marantz, Sup- erscope. Það merki er í beinni samkeppni við japönsk hljóm- tæki hér á markaðnum. Frá Superscope er unnt að fá magn- ara, útvörp og kassettutæki, með eða án Dollby kerfis. Þá hefur Nesco umboð fyrir breska fyrirtækið BSR, en í fyrra framleiddi fyrirtækið % af öllum plötuspilurum í heim- inum. Yfir 90% framleiðslunn- ar var seld öðrum fyrirtækjum, sem settu spilarana í sín tæki, en Nesco kaupir beint frá BSR, sem kemur viðskiptavinunum til góða þar sem þeir greiða þannig engan milliliðakostnað. Loks má svo nefna hljómtækin, fyrir fólk, sem vill nýstárlegt útlit. Lögun og útlit tækjanna er í sérflokki og hefur vakið mikla athygli. Þessir fjölbreyttu valkostir Nesco eru byggðir á reynslu, sem sýnir að íslendingar kunna æ betri skil á góðum hljóm- tækjum og lakari og hefur þekking á hljómtækjum stór- aukist síðari ár. Reynslan hef- ur einnig leitt í ljós að menn vilja nú frekar bæta eitthvað við stofnkosnaðinn til að eign- ast enn betri tæki, en í mörg- um tilvikum getur gæðamun- ur verið umtalsverður þrátt fyrir óverulegan verðmismun. Það er mikið kappsmál fyrir- tækisins að viðskiptavinimir fái sem best hljómtæki við sitt hæfi og til að tryggja þeim það, er þeim boðinn viku skilafrest- ur, ef óánægja kemur upp, en Nesco er eina fyrirtækið hér- lendis sem býður slíka umfram- þjónustu. Hermann Auðunsson, verslunarstj. við sýnishorn af hljóm- tækja- úrvalinu. 62 FV 11 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.