Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 25
ein'kanlega um fjármál og fyr- irtækjarekstur. Það er selt í 600 þús. eintökum. Money hóf göngu sína 1972 og hefur vegn- að vel. Eintakafjöldi hefur vax- ið úr 250 þús. eintökum í 600 þús. eintök og auglýsingatekj- urnar voru í fyrra 3,4 milljónir dollara. People hóf göngu sína í febrúar 1974 og er eins konar heimilisblað með efni af ýmsu tagi. Það kemur út í 1 milljón eintaka á viku. Síðast en ekki sízt ber að nefna Sports Illustrated, sem varð tvítugt í fyrra og er nú í fjórða sæti af bandariskum tímaritum hvað auglýsinga- tekjur snertir. Auglýsingatekj- ur jukust úr 2,9 milljónum dollara 1955 í 71 milljón 1974. • SPORTS ILLUSTRATED Við áttum þess kost að skoða aðalstöðvar Sports Illu- strated á tveimur hæðum Time- Life byggingarinnar og ræða þar við nokkra forstöðumenn deilda, einkanlega þá sem ann- ast útbreiðslumál og auglýs- ingasölu, Eins og nafnið bendir til, fjallar Sports Illustrated um íþróttir og útivist, málefni, sem bandarískur almenningur hef- ur lifandi áhuga á. Þó að segja megi að hlaðið sé sérhæft að þessu leyti, hefur það þó í vit- und kaupenda áunnið sér sess sem fréttatímarit og keppir því um auglýsingar og áskrifendur við Time, Newsweek og U.S. News and World Report. Starfsmenn Sports Illustra- ted sögðu frá því hvernig þeir undirbjuggu svolítinn leik fyr- ir ráðamenn auglýsingafyrir- tækja, sem eiga hlutverki sínu samkvæmt að velja fjölmiðla fyrir auglýsingar viðskipta- manna sinna. Settar voru ýms- ar tölur á blað, sönn einkenni fjögurra raunverulegra tíma- rita, en í leiknum voru þau að- eins merkt A, B, C, D. Tölurn- ar voru ekki ósvipaðar innbyrð- is, en munurinn var þó greini- legur. Fulltrúar auglýsingastofanna voru spurðir um nöfn þessara timarita, sem tölurnar áttu við. Sumir gátu fljótlega sagt til um Time, því að tölurnar voru í því tilfelli hærri en hinar. En þeir gátu ekki greint á milii Newsweek, U.S. News og reyndar Sp>orts Illustrated, sem kom þeim mjög á óvart. „Þessi leikur færði okkur sjaldan viðskipti — ekki einu sinni að við kæmum frekar til álita. En undrunarsvipurinn og í sumum tilfellum tortryggni fulltrúa auglýsingastofanna — hafði þau varanlegu áhrif, að við settumst niður til að skil- greina nákvæmlega markaðs- vandamál okkar“, sögðu tals- menn blaðsins. • TÖLVUNOTKUN Amerískir auglýsendur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum um markaðinn, sem þeir hyggj- ast ná til, og fjölmiðlana, sem eiga að flytja boðskap þeirra. Allt er þetta vandlega athugað áður en ákvarðanir eru teknar um dreifingu auglýsingafjár- magnsins milli fjölmiðla eða milli tímarita innbyrðis t. d. Fyrirtækið Simmons hefur yfir að ráða mjög flóknum upplýs- ingum af þessu tagi og með tölvuvinnslu er hægt að fá sundurliðaðar upplýsingar um rétta f jölmiðilinn fyrir ákveðna vörutegund með tilliti til þess hvernig áhorfenda- eða lesenda- hóourinn er samsettur. Þannig getur auglýsandi ætl- að að ráðstafa 400 þús. dollur- um til að auglýsa í tímaritum. Segjum að um vínauglýs- ingu sé að ræða. Hann vill fyrst og fremst ná til karl- manna, sem hafa 20 þús. doli- ara eða meira í árslaun og kauna þrjár flöskur af Skota eða meira á mánuði. Hægt er að gefa sér fleiri forsendur áð- ur en tölvuvinnslan fer fram en áraneur hennar birtist í því, að tölvan gerir lista yfir helztu tímaritin og hvað auglýsandinn þarf að verja mörgum dollur- um til að ná til hverra þúsund manna af þeim flokki, sem for- sendurnar gerðu ráð fyrir. • ,,LÚXUS“-VÖRUR í Sports Illustrated birtast aðalleea auglýsinear frá fram- ieiðendum bíla, áfeneis og tó- baks auk sportvöru. Auglýsing- arnar bera það reyndar með sér. að lesendur blaðsins eru yfirleitt vel búnir efnum og svo er um mörg timarit vestan hafs. Auglýsendur hafa öðlazt á þessu skilning og með mjög nákvæmu mati á fjölmiðlunum og markaðinum hafa þeir valið tímaritin til að auglýsa lúxus- vörur og þjónustu, auk sér- hæfðra auglýsinga, sem t. d. eru ætlaðar stjórnendum í fyr- irtækjarekstri. Dagblöðin eru ekki talin skæðir keppinautar tímaritanna á auglýsingamark- aðinum vegna þess að í þeim er aðaláherzlan lögð á auglýs- ingu á daglegum neyzluvörum. Samkeppnin er miklu heldur við sjónvarpið. • TÍMARIT OG SJÓNVARP Hjá Sports Ulustrated feng- um við þær upplýsingar, að auglýsendur geri sér í æ rík- ari mæli grein fyrir því, að tímaritsauglýsing er vel fallin til eins konar áherzluauka með sjónvarpsauglýsingu. Athygli á- horfandans á nýrri bíltegund er kannski vakin í sjónvarpi með stuttri auglýsingamynd, sem kostar tugi þúsunda doll- ara í sýningu í hvert skipti. Hún er stutt og öllum mikil- vægum upplýsingum um eigin- leika bílsins verður ekki kom- ið til skila. Þar tekur tímaritið við. Á fimmta hundrað síðui’ af bílaauglýsingum birtust í Sports Illustrated í fyrra, lang- flestar í lit. Þá er það staðreynd, sem bandarískir auglýsendur gera sér grein fyrir, að um 90 sent- um af hverjum dollar, sem eytt er í endursýningu á sjónvarps- auglýsingu, er raunverulega varið til að nálgast sama fólkið aftur og aftur. Hins vegar býð- ur tímaritsauglýsingin upp á allt aðra og meiri möguleika. Hjá Sports Ulustrated bentu forstöðumenn auglýsingadeild- arinnar líka á, að tímaritin hefðu mikið forskot fram yfir sjónvarpið í birtingu litauglýs- inga. Áferðin í prentun tíma- ritanna gæfi möguleika á fyrsta flokks útkomu mismun- andi li-ta en sjónvarpið ætti víða langt í land með að skila litsendingum almennilega vegna erfiðra móttökuskilyrða víða í borgum og af öðrum á- stæðum. FV 11 1975 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.