Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Page 25

Frjáls verslun - 01.11.1975, Page 25
ein'kanlega um fjármál og fyr- irtækjarekstur. Það er selt í 600 þús. eintökum. Money hóf göngu sína 1972 og hefur vegn- að vel. Eintakafjöldi hefur vax- ið úr 250 þús. eintökum í 600 þús. eintök og auglýsingatekj- urnar voru í fyrra 3,4 milljónir dollara. People hóf göngu sína í febrúar 1974 og er eins konar heimilisblað með efni af ýmsu tagi. Það kemur út í 1 milljón eintaka á viku. Síðast en ekki sízt ber að nefna Sports Illustrated, sem varð tvítugt í fyrra og er nú í fjórða sæti af bandariskum tímaritum hvað auglýsinga- tekjur snertir. Auglýsingatekj- ur jukust úr 2,9 milljónum dollara 1955 í 71 milljón 1974. • SPORTS ILLUSTRATED Við áttum þess kost að skoða aðalstöðvar Sports Illu- strated á tveimur hæðum Time- Life byggingarinnar og ræða þar við nokkra forstöðumenn deilda, einkanlega þá sem ann- ast útbreiðslumál og auglýs- ingasölu, Eins og nafnið bendir til, fjallar Sports Illustrated um íþróttir og útivist, málefni, sem bandarískur almenningur hef- ur lifandi áhuga á. Þó að segja megi að hlaðið sé sérhæft að þessu leyti, hefur það þó í vit- und kaupenda áunnið sér sess sem fréttatímarit og keppir því um auglýsingar og áskrifendur við Time, Newsweek og U.S. News and World Report. Starfsmenn Sports Illustra- ted sögðu frá því hvernig þeir undirbjuggu svolítinn leik fyr- ir ráðamenn auglýsingafyrir- tækja, sem eiga hlutverki sínu samkvæmt að velja fjölmiðla fyrir auglýsingar viðskipta- manna sinna. Settar voru ýms- ar tölur á blað, sönn einkenni fjögurra raunverulegra tíma- rita, en í leiknum voru þau að- eins merkt A, B, C, D. Tölurn- ar voru ekki ósvipaðar innbyrð- is, en munurinn var þó greini- legur. Fulltrúar auglýsingastofanna voru spurðir um nöfn þessara timarita, sem tölurnar áttu við. Sumir gátu fljótlega sagt til um Time, því að tölurnar voru í því tilfelli hærri en hinar. En þeir gátu ekki greint á milii Newsweek, U.S. News og reyndar Sp>orts Illustrated, sem kom þeim mjög á óvart. „Þessi leikur færði okkur sjaldan viðskipti — ekki einu sinni að við kæmum frekar til álita. En undrunarsvipurinn og í sumum tilfellum tortryggni fulltrúa auglýsingastofanna — hafði þau varanlegu áhrif, að við settumst niður til að skil- greina nákvæmlega markaðs- vandamál okkar“, sögðu tals- menn blaðsins. • TÖLVUNOTKUN Amerískir auglýsendur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum um markaðinn, sem þeir hyggj- ast ná til, og fjölmiðlana, sem eiga að flytja boðskap þeirra. Allt er þetta vandlega athugað áður en ákvarðanir eru teknar um dreifingu auglýsingafjár- magnsins milli fjölmiðla eða milli tímarita innbyrðis t. d. Fyrirtækið Simmons hefur yfir að ráða mjög flóknum upplýs- ingum af þessu tagi og með tölvuvinnslu er hægt að fá sundurliðaðar upplýsingar um rétta f jölmiðilinn fyrir ákveðna vörutegund með tilliti til þess hvernig áhorfenda- eða lesenda- hóourinn er samsettur. Þannig getur auglýsandi ætl- að að ráðstafa 400 þús. dollur- um til að auglýsa í tímaritum. Segjum að um vínauglýs- ingu sé að ræða. Hann vill fyrst og fremst ná til karl- manna, sem hafa 20 þús. doli- ara eða meira í árslaun og kauna þrjár flöskur af Skota eða meira á mánuði. Hægt er að gefa sér fleiri forsendur áð- ur en tölvuvinnslan fer fram en áraneur hennar birtist í því, að tölvan gerir lista yfir helztu tímaritin og hvað auglýsandinn þarf að verja mörgum dollur- um til að ná til hverra þúsund manna af þeim flokki, sem for- sendurnar gerðu ráð fyrir. • ,,LÚXUS“-VÖRUR í Sports Illustrated birtast aðalleea auglýsinear frá fram- ieiðendum bíla, áfeneis og tó- baks auk sportvöru. Auglýsing- arnar bera það reyndar með sér. að lesendur blaðsins eru yfirleitt vel búnir efnum og svo er um mörg timarit vestan hafs. Auglýsendur hafa öðlazt á þessu skilning og með mjög nákvæmu mati á fjölmiðlunum og markaðinum hafa þeir valið tímaritin til að auglýsa lúxus- vörur og þjónustu, auk sér- hæfðra auglýsinga, sem t. d. eru ætlaðar stjórnendum í fyr- irtækjarekstri. Dagblöðin eru ekki talin skæðir keppinautar tímaritanna á auglýsingamark- aðinum vegna þess að í þeim er aðaláherzlan lögð á auglýs- ingu á daglegum neyzluvörum. Samkeppnin er miklu heldur við sjónvarpið. • TÍMARIT OG SJÓNVARP Hjá Sports Ulustrated feng- um við þær upplýsingar, að auglýsendur geri sér í æ rík- ari mæli grein fyrir því, að tímaritsauglýsing er vel fallin til eins konar áherzluauka með sjónvarpsauglýsingu. Athygli á- horfandans á nýrri bíltegund er kannski vakin í sjónvarpi með stuttri auglýsingamynd, sem kostar tugi þúsunda doll- ara í sýningu í hvert skipti. Hún er stutt og öllum mikil- vægum upplýsingum um eigin- leika bílsins verður ekki kom- ið til skila. Þar tekur tímaritið við. Á fimmta hundrað síðui’ af bílaauglýsingum birtust í Sports Illustrated í fyrra, lang- flestar í lit. Þá er það staðreynd, sem bandarískir auglýsendur gera sér grein fyrir, að um 90 sent- um af hverjum dollar, sem eytt er í endursýningu á sjónvarps- auglýsingu, er raunverulega varið til að nálgast sama fólkið aftur og aftur. Hins vegar býð- ur tímaritsauglýsingin upp á allt aðra og meiri möguleika. Hjá Sports Ulustrated bentu forstöðumenn auglýsingadeild- arinnar líka á, að tímaritin hefðu mikið forskot fram yfir sjónvarpið í birtingu litauglýs- inga. Áferðin í prentun tíma- ritanna gæfi möguleika á fyrsta flokks útkomu mismun- andi li-ta en sjónvarpið ætti víða langt í land með að skila litsendingum almennilega vegna erfiðra móttökuskilyrða víða í borgum og af öðrum á- stæðum. FV 11 1975 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.