Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 42
Erindi á Viðskiptaþingi: Lm verðmyndun í helztu atvinnugreinunum - eftir Olaf Davíðsson, hagfræðing Verðmyndun er eitt flóknasta fyrirbæri efnahagsstarfsemi og verður ekki gerð tilraun hér til þess að skýra hana til hlítar á fræðilegan hátt. Fyrst og fremst verður leitazt við að lýsa þeim vett- vangi, sem verðmyndun fer fram á og þeirri umgjörð stofnana og reglna, sem hið opinbera hefur sett henni, einkum í sjávarútvegi og landbúnaði. Einnig verður reynt að lýsa helztu einkennum verðmyndunar í öðrum greinum. Ólafur Davíðsson höfundur þessa erindis er hag- fræðingur að mennt og starfar nú hjá Þjóðhags- stofnun. SJÁVARÚTVEGUR Verðákvarðanir í sjávarút- vegi, þ. e. verðlagning sjávar- afla, eru um margt sérstæðar og þær eru teknar með nokkuð öðrum hætti en í öðrum grein- um. Eins og kunnugt er, fer verð á útfluttum sjávarafurðum að nær öllu leyti eftir því verði, sem ríkir á erlendum markaði fyrir þessar afurðir á hverjum tíma, og hafa íslenzkir fram- leiðendur nær engin áhrif á markaðsverð einstakra afurða. Erfitt er að greina þá þætti nákvæmlega, sem ráða verði á heimsmarkaði, en þó má nefna almennt efnahagsástand í heiminum og þó sérstaklega á- stand á matvælamarkaði, þ. e. framboð og eftirspurn eftir matvælum. Þar sem matvæla- markaður er mjög næmur fyr- ir tiltölulega litlum breyting- um framboðs og eftirspurnar, getur t. d. uppskerubrestur eða aflabrestur í mikilvægu fram- leiðslulandi eða -löndum haft veruleg áhrif á matvælaverð- lag í heiminum. Nægir í því sambandi að minna á reynslu áranna 1972 og 1973 og fram á árið 1974, er verðlag matvæla og hrávöru til matvælagerðar í heimsviðskiptum hækkaði um nálega 150%, en hefur síðan farið hríðlækkandi á ný. ís- lenzkur sjávarútvegur hefur ekki farið varhluta af þessari gífurlegu sveiflu matvæla- verðs, eins og við öll verðum nú óþyrmilega vör við. MIKLAR SVEIFLUR Þessar miklu sveiflur afurða- verðs hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á verðlagningu sjávar- afla, þótt margt fleira geti komið þar til greina. Víða er fiskur seldur á opinberu upp- boði, þar sem verð getur verið mjög breytilegt frá degi til dags, aðallega vegna sveiflna í framboði, enda þótt til lengri tíma fylgi verðið í aðalatriðum verðlagi á sjávarafurðum og matvælum almennt. Hér á landi hefur þetta fyrirkomulag ekki verið viðhaft, enda að- stæður hér gjörólíkar því, sem víða er erlendis. í stað fárra stórra fiskihafna með upp- boðsmarkaði, er fiskmarkaður hér dreifður kring um allt landið og misvægi á markaði því oft mikið, sérstaklega á minni stöðum, þar sem aðeins eru fáir fiskkaupendur. Meðal annars af þessum markaðsá- stæðum og einnig vegna þess, að víða eru dæmi um sameig- inlega hagsmuni eigenda báta og fiskvinnslustöðva og því hætta á, að sjómenn beri skarðan ihlut frá borði, er talin þörf á sérstökum vettvangi með gerðardómsskipan og lög- bundnum yfirnefndum og oddamanni. LÖG UM VERÐLAGSRÁÐ Lög um Verðlagsráð sjávar- 40 FV 11 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.