Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Page 42

Frjáls verslun - 01.11.1975, Page 42
Erindi á Viðskiptaþingi: Lm verðmyndun í helztu atvinnugreinunum - eftir Olaf Davíðsson, hagfræðing Verðmyndun er eitt flóknasta fyrirbæri efnahagsstarfsemi og verður ekki gerð tilraun hér til þess að skýra hana til hlítar á fræðilegan hátt. Fyrst og fremst verður leitazt við að lýsa þeim vett- vangi, sem verðmyndun fer fram á og þeirri umgjörð stofnana og reglna, sem hið opinbera hefur sett henni, einkum í sjávarútvegi og landbúnaði. Einnig verður reynt að lýsa helztu einkennum verðmyndunar í öðrum greinum. Ólafur Davíðsson höfundur þessa erindis er hag- fræðingur að mennt og starfar nú hjá Þjóðhags- stofnun. SJÁVARÚTVEGUR Verðákvarðanir í sjávarút- vegi, þ. e. verðlagning sjávar- afla, eru um margt sérstæðar og þær eru teknar með nokkuð öðrum hætti en í öðrum grein- um. Eins og kunnugt er, fer verð á útfluttum sjávarafurðum að nær öllu leyti eftir því verði, sem ríkir á erlendum markaði fyrir þessar afurðir á hverjum tíma, og hafa íslenzkir fram- leiðendur nær engin áhrif á markaðsverð einstakra afurða. Erfitt er að greina þá þætti nákvæmlega, sem ráða verði á heimsmarkaði, en þó má nefna almennt efnahagsástand í heiminum og þó sérstaklega á- stand á matvælamarkaði, þ. e. framboð og eftirspurn eftir matvælum. Þar sem matvæla- markaður er mjög næmur fyr- ir tiltölulega litlum breyting- um framboðs og eftirspurnar, getur t. d. uppskerubrestur eða aflabrestur í mikilvægu fram- leiðslulandi eða -löndum haft veruleg áhrif á matvælaverð- lag í heiminum. Nægir í því sambandi að minna á reynslu áranna 1972 og 1973 og fram á árið 1974, er verðlag matvæla og hrávöru til matvælagerðar í heimsviðskiptum hækkaði um nálega 150%, en hefur síðan farið hríðlækkandi á ný. ís- lenzkur sjávarútvegur hefur ekki farið varhluta af þessari gífurlegu sveiflu matvæla- verðs, eins og við öll verðum nú óþyrmilega vör við. MIKLAR SVEIFLUR Þessar miklu sveiflur afurða- verðs hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á verðlagningu sjávar- afla, þótt margt fleira geti komið þar til greina. Víða er fiskur seldur á opinberu upp- boði, þar sem verð getur verið mjög breytilegt frá degi til dags, aðallega vegna sveiflna í framboði, enda þótt til lengri tíma fylgi verðið í aðalatriðum verðlagi á sjávarafurðum og matvælum almennt. Hér á landi hefur þetta fyrirkomulag ekki verið viðhaft, enda að- stæður hér gjörólíkar því, sem víða er erlendis. í stað fárra stórra fiskihafna með upp- boðsmarkaði, er fiskmarkaður hér dreifður kring um allt landið og misvægi á markaði því oft mikið, sérstaklega á minni stöðum, þar sem aðeins eru fáir fiskkaupendur. Meðal annars af þessum markaðsá- stæðum og einnig vegna þess, að víða eru dæmi um sameig- inlega hagsmuni eigenda báta og fiskvinnslustöðva og því hætta á, að sjómenn beri skarðan ihlut frá borði, er talin þörf á sérstökum vettvangi með gerðardómsskipan og lög- bundnum yfirnefndum og oddamanni. LÖG UM VERÐLAGSRÁÐ Lög um Verðlagsráð sjávar- 40 FV 11 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.