Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 44
LANDBÚNAÐUR í 4. gr. laga nr. 101 frá 1966 um framleiðsluráð landbúnað- arins o. fl. er kveðið svo á, að söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði skuli „mið- ast við það, að heildartekjur þeirra^ er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta“. í verðlagsgrundvelli skal tilfæra ársvinnutíma bónd- ans, skylduliðs hans og hjóna á búi af þeirri stærð, sem miðað er við hverju sinni, og virða vinnutíma til samræmis við kaupgjald verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna (svo- nefndra viðmiðunarstétta), eins og það er við upphaf hvers verðlagstímabils. Eigi skal þó taka til viðmiðunar ákvæðis- vinnu verkamanna og iðnaðar- manna né aflahlut sjómanna. Það er þannig beinlínis lögfest markmið verðlagningarinnar að tryggja bændum sambæri- legar tekjur við aðrar stéttir með beinni tengingu við launa- kjör þeirra án tillits til mark- aðsaðstæðna. Búvöruverðinu er beinlínis ætlað að tryggja rétt- láta tekjuskiptingu að því er tekur til stöðu bænda gagn- vart öðrum stéttum. Sam- kvæmt fyrrgreindum lögum er nefnd sex fulltrúa framleið- enda (sexmannanefnd) ætlað að ákveða afurðaverð til fram- leiðenda og heildsölu- og smá- söluverð með framangreint markmið í huga. Fulltrúar framleiðenda eru tilnefndir af Stéttarsambandi bænda og framleiðsluráði landbúnaðar- ins, en fulltrúar neytenda af Alþýðusambandi íslands, Landssambandi iðnaðarmanna og Sjómannafélagi Reykjavík- ur, en um nokkurt skeið hefur ASÍ ekki notað tilnefningarrétt sinn. Samkvæmt ákvæðum lag- anna tilnefnir félagsmálaráð- herra fulltrúa í stað ASÍ. SEXMANNANEFNDIN Sexmannanefnd er ætlað að ná samkomulagi um verðlags- grundvöll, er gilda skal í tvö ár í senn og miðast verðlags- árið við 1. september. f verð- lagsgrundvelli skal kveða á um framleiðslukostnað, magn af- urða og verð til framleiðenda á einstökum landbúnaðarvör- um og er bústærð, afurðamagn, aðfangamagn og vinnumagn ó- breytanlegt þar til nýr grund- völlur er ákveðinn. Hins vegar er heimilt að taka irm verð- lagsbreytingar rekstrarkostn- aðar og einnig er heimilt að breyta afurðaverði ársfjórð- ungslega, 1. desember, 1. marz og 1. júní vegna hækkana á kaupi í almennri verkamanna- vinnu í Reykjavík á undan- gengnu þriggja mánaða tíma- bili. í reynd er verðlagning bú- vöru þannig endurskoðuð fjór- um sinnum á ári með tilliti til verðlags- og launabreytinga. Sexmannanefnd ákveður einnig vinnslu- og dreifingar- kostnað, geymslukostnað og smásöluálagningu, og þar með heildsölu- og smásöluverð, að fengnum tillögum framleiðslu- ráðs, en fulltrúar Kaupmanna- samtaka íslands eiga kost á að sitja fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétti, þegar rætt er um smásöluálagningu. Þessir liðir geta einnig komið til endurskoðunar innan verð- lagsársins. MÁLAMIÐLUN í 6. gr. áðurnefndra laga um framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl. eru ítarleg ákvæði um meðferð verðlagningar, þegar ekki næst meirihluti í sex- mannanefnd um ákvörðun verðlagsgrundvallar. Við þær aðstæður skal vísa ágreiningn- um til sáttasemjara ríkisins, og skal hann leitast við að finna málamiðlun í ágreiningsatrið- um, sem meirihluti nefndar- innar getur sætt sig við. Beri sáttaumleitanir ekki árangur innan tilskilins tíma, skal skipa nefnd þriggja manna, er felli fullnaðarúrskurð. Hvor nefnd- arhluti sexmannanefndar — framleiðendur og neytendur — skipa mann í þá nefnd, en oddamaður skal skipaður af nefndinni í heild, en af hæsta- rétti, ef ekki næst samkomu- lag um oddamann. í lögunum er einnig ákvæði um upplýsingaskyldu Hagstofu, framleiðsluráðs og Búreikn- ingaskrifstofunnar um fram- leiðslukostnað, m. a. á grund- velli rekstrarreikninga, afurða- magn, tekjur viðmiðunarstétta og dreifingar- og vinnslukostn- að. Hér hefur verið lýst stutt- lega þessum vettvangi og þeirri aðferð, sem notuð er sam- kvæmt lögum við verðlagningu búvöru. Enn er ógetið þess þáttar verðlagningarinnar, sem beinlínis er ákveðinn af stjórn- völdum hverju sinni og hefur oft ráðið mestu um útsöluverð landbúnaðarafurða, þ. e. a. s. niðurgreiðslur úr ríkissjóði. NIÐURGREIÐSLA BÚVÖRUVERÐSINS Niðurgreiðsla búvöruverðs hef- ur óspart verið notuð af stjórn- völdum í þeim yfirlýsta til- gangi að draga úr hækkun verðlags (,,að hafa hemil á verðbólgunni“) og þar með að auka rauntekjur almennings frá því sem ella hefði orðið. Niðurgreiðslur hafa oftast ver- ið kjarni svonefndra verðstöðv- unaraðgerða í því skyni að draga úr víxlhækkunum verð- lags og kauplags, eins og mörg dæmi eru um frá liðnum árum. En niðurgreiðslurnar hafa ekki aðeins áhrif á almennt verð- lag eins og það er t. d. mælt í vísitölu framfærslukostnaðar. Þær hafa ekki siður áhrif í þá átt að hækka verð á landbúnað- arafurðum miðað við verðlag á öðrum vörum og þjónustu og hafa þannig í för með sér aukna sölu og framleiðslu á þessum vörum og ráða þannig miklu um tekjur bænda. Nið- urgreiðslur búvöruverðs má því ef til vill að nokkru leyti líta á sem leið stjórnvalda til þess að samræma þau annars illsættanlegu markmið að halda verðlagi mikilvægustu matvæla í skefjum, en tryggja bændum jafnframt sambæri- legar tekjur við aðrar stéttir. Með auknum áhrifum stjórn- valda á búvöruverð með notk- un niðurgreiðslna hefur þeirri skoðun vaxið fylgi, að ríkis- valdið eigi að vera aðili að á- kvörðun verðlagsgrundvallar í 42 FV 11 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.