Frjáls verslun - 01.11.1975, Qupperneq 44
LANDBÚNAÐUR
í 4. gr. laga nr. 101 frá 1966
um framleiðsluráð landbúnað-
arins o. fl. er kveðið svo á, að
söluverð landbúnaðarvara á
innlendum markaði skuli „mið-
ast við það, að heildartekjur
þeirra^ er landbúnað stunda,
verði í sem nánustu samræmi
við tekjur annarra vinnandi
stétta“. í verðlagsgrundvelli
skal tilfæra ársvinnutíma bónd-
ans, skylduliðs hans og hjóna á
búi af þeirri stærð, sem miðað
er við hverju sinni, og virða
vinnutíma til samræmis við
kaupgjald verkamanna, sjó-
manna og iðnaðarmanna (svo-
nefndra viðmiðunarstétta),
eins og það er við upphaf hvers
verðlagstímabils. Eigi skal þó
taka til viðmiðunar ákvæðis-
vinnu verkamanna og iðnaðar-
manna né aflahlut sjómanna.
Það er þannig beinlínis lögfest
markmið verðlagningarinnar
að tryggja bændum sambæri-
legar tekjur við aðrar stéttir
með beinni tengingu við launa-
kjör þeirra án tillits til mark-
aðsaðstæðna. Búvöruverðinu er
beinlínis ætlað að tryggja rétt-
láta tekjuskiptingu að því er
tekur til stöðu bænda gagn-
vart öðrum stéttum. Sam-
kvæmt fyrrgreindum lögum er
nefnd sex fulltrúa framleið-
enda (sexmannanefnd) ætlað
að ákveða afurðaverð til fram-
leiðenda og heildsölu- og smá-
söluverð með framangreint
markmið í huga. Fulltrúar
framleiðenda eru tilnefndir af
Stéttarsambandi bænda og
framleiðsluráði landbúnaðar-
ins, en fulltrúar neytenda af
Alþýðusambandi íslands,
Landssambandi iðnaðarmanna
og Sjómannafélagi Reykjavík-
ur, en um nokkurt skeið hefur
ASÍ ekki notað tilnefningarrétt
sinn. Samkvæmt ákvæðum lag-
anna tilnefnir félagsmálaráð-
herra fulltrúa í stað ASÍ.
SEXMANNANEFNDIN
Sexmannanefnd er ætlað að
ná samkomulagi um verðlags-
grundvöll, er gilda skal í tvö
ár í senn og miðast verðlags-
árið við 1. september. f verð-
lagsgrundvelli skal kveða á um
framleiðslukostnað, magn af-
urða og verð til framleiðenda
á einstökum landbúnaðarvör-
um og er bústærð, afurðamagn,
aðfangamagn og vinnumagn ó-
breytanlegt þar til nýr grund-
völlur er ákveðinn. Hins vegar
er heimilt að taka irm verð-
lagsbreytingar rekstrarkostn-
aðar og einnig er heimilt að
breyta afurðaverði ársfjórð-
ungslega, 1. desember, 1. marz
og 1. júní vegna hækkana á
kaupi í almennri verkamanna-
vinnu í Reykjavík á undan-
gengnu þriggja mánaða tíma-
bili. í reynd er verðlagning bú-
vöru þannig endurskoðuð fjór-
um sinnum á ári með tilliti til
verðlags- og launabreytinga.
Sexmannanefnd ákveður
einnig vinnslu- og dreifingar-
kostnað, geymslukostnað og
smásöluálagningu, og þar með
heildsölu- og smásöluverð, að
fengnum tillögum framleiðslu-
ráðs, en fulltrúar Kaupmanna-
samtaka íslands eiga kost á að
sitja fundi nefndarinnar með
málfrelsi og tillögurétti, þegar
rætt er um smásöluálagningu.
Þessir liðir geta einnig komið
til endurskoðunar innan verð-
lagsársins.
MÁLAMIÐLUN
í 6. gr. áðurnefndra laga um
framleiðsluráð landbúnaðarins
o. fl. eru ítarleg ákvæði um
meðferð verðlagningar, þegar
ekki næst meirihluti í sex-
mannanefnd um ákvörðun
verðlagsgrundvallar. Við þær
aðstæður skal vísa ágreiningn-
um til sáttasemjara ríkisins, og
skal hann leitast við að finna
málamiðlun í ágreiningsatrið-
um, sem meirihluti nefndar-
innar getur sætt sig við. Beri
sáttaumleitanir ekki árangur
innan tilskilins tíma, skal skipa
nefnd þriggja manna, er felli
fullnaðarúrskurð. Hvor nefnd-
arhluti sexmannanefndar —
framleiðendur og neytendur —
skipa mann í þá nefnd, en
oddamaður skal skipaður af
nefndinni í heild, en af hæsta-
rétti, ef ekki næst samkomu-
lag um oddamann.
í lögunum er einnig ákvæði
um upplýsingaskyldu Hagstofu,
framleiðsluráðs og Búreikn-
ingaskrifstofunnar um fram-
leiðslukostnað, m. a. á grund-
velli rekstrarreikninga, afurða-
magn, tekjur viðmiðunarstétta
og dreifingar- og vinnslukostn-
að.
Hér hefur verið lýst stutt-
lega þessum vettvangi og þeirri
aðferð, sem notuð er sam-
kvæmt lögum við verðlagningu
búvöru. Enn er ógetið þess
þáttar verðlagningarinnar, sem
beinlínis er ákveðinn af stjórn-
völdum hverju sinni og hefur
oft ráðið mestu um útsöluverð
landbúnaðarafurða, þ. e. a. s.
niðurgreiðslur úr ríkissjóði.
NIÐURGREIÐSLA
BÚVÖRUVERÐSINS
Niðurgreiðsla búvöruverðs hef-
ur óspart verið notuð af stjórn-
völdum í þeim yfirlýsta til-
gangi að draga úr hækkun
verðlags (,,að hafa hemil á
verðbólgunni“) og þar með að
auka rauntekjur almennings
frá því sem ella hefði orðið.
Niðurgreiðslur hafa oftast ver-
ið kjarni svonefndra verðstöðv-
unaraðgerða í því skyni að
draga úr víxlhækkunum verð-
lags og kauplags, eins og mörg
dæmi eru um frá liðnum árum.
En niðurgreiðslurnar hafa ekki
aðeins áhrif á almennt verð-
lag eins og það er t. d. mælt í
vísitölu framfærslukostnaðar.
Þær hafa ekki siður áhrif í þá
átt að hækka verð á landbúnað-
arafurðum miðað við verðlag á
öðrum vörum og þjónustu og
hafa þannig í för með sér
aukna sölu og framleiðslu á
þessum vörum og ráða þannig
miklu um tekjur bænda. Nið-
urgreiðslur búvöruverðs má
því ef til vill að nokkru leyti
líta á sem leið stjórnvalda til
þess að samræma þau annars
illsættanlegu markmið að
halda verðlagi mikilvægustu
matvæla í skefjum, en tryggja
bændum jafnframt sambæri-
legar tekjur við aðrar stéttir.
Með auknum áhrifum stjórn-
valda á búvöruverð með notk-
un niðurgreiðslna hefur þeirri
skoðun vaxið fylgi, að ríkis-
valdið eigi að vera aðili að á-
kvörðun verðlagsgrundvallar í
42
FV 11 1975