Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 21
(Jtgáfustarfsemi vestan hafs:
Auglýsingar í tímaritum
notaðar sem viðauki
við sjónvarpsauglýsingar
Sagt frá heimsákn F.V. til Time-Life og McGraw-ltill
Sitt hvorum megin við 49. götu í New York, við Fifth Avenue, hafa tvö stórveldi í útgáfustarfsemi
höfuðstöðvar sínar úr gleri og stáli. Þetta eru fyrirtækin Time-Life Inc. og McGraw-HilI. Hið
fyrra gefur nú út fimm tímarit, hið þekkasta er að sjálfsögðu Time, en McGraw-HilI gefur út 43
smærri fagtímarit og svo vikuritið B'usiness Week, sem fjármálamenn og stjórnendur í atvinnu-
rekstri vestan hafs og reyndar víða um lönd, lesa gjarnan spjaldanna á milli.
Það var núna í nóvember,
að fulltrúum Frjálsrar verzl-
unar gafst kostur á að skoða
þessi fyrirtaeki og kynnast við-
horfum forstöðumanna þeirra
til ýmissa vandamála, sem
timaritaútgáfa í Bandarikjun-
um stendur frammi fyrir,
vandamála, sem segja má að út-
gefendur um allan heim hafi að
meira eða minna leyti komizt í
tæri við.
Ekki er því að leyna, að um-
svif hjá þessum fyrirtækjum
eru ólík öllu því, sem við höf-
um áður kynnzt, en þó eiga
starfsmenn risaveldanna og
kollegar þeirra frá litlu út-
gáfufyrirtæki norðan af íslandi
margt sameiginlegt í reynslu
hinna daglegu starfa. Og það
er síður en svo að menn fyllist
minnimáttarkennd, þótt stærð-
armunurinn sé augljós.
• 'GÓÐUR „BISNESS“
HJÁ BUSINESS WEEK
Menn í útgáfustarfsemi vest-
an hafs hafa haft á orði, að all-
ur bisness ætti að vera jafn-
góður og bisnessinn hjá Busi-
ness Week. Þetta eru víst orð
að sönmu. Hjá mörgum lesand-
Business Week græðir á tá og
fingri. Sönn gullnáma, segja
menn.
anum er það Business Week,
ekki Time eða Newsweek, sem
eftir er beðið með óþreyju í
viku hverri. Blaðið er eins
konar guílnáma í mörgum
skilningi. McGraw Hill gefur
að auki út á fimmta tug sérrita
eins og Chemical Week, Fleet
Owner og The Physician and
Sportsmedicirie; Síðan koma
fjórtán fréttabréf, sem fyrir-
tækið sér um útgáfu á, fjórar
sjónvarpsstöðvar, skoðanakönn-
unarfirma, Standard & Poor’s
Corporation, sem hefur á boð-
stólum 40 mismunandi rit um
fjármál. Bókaútgáfan veltir 236
milljónum dollara á ári, útgáfa
í þágu byggingariðnaðarins um
65 milljónum og svo koma
Time-Life fyrirtækinu hefur
tckizt að gera Sports Illustra-
ted að hörðum kcppinaut hinna
almennu fréttatímarita.
FV 11 1975
19