Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 21
(Jtgáfustarfsemi vestan hafs: Auglýsingar í tímaritum notaðar sem viðauki við sjónvarpsauglýsingar Sagt frá heimsákn F.V. til Time-Life og McGraw-ltill Sitt hvorum megin við 49. götu í New York, við Fifth Avenue, hafa tvö stórveldi í útgáfustarfsemi höfuðstöðvar sínar úr gleri og stáli. Þetta eru fyrirtækin Time-Life Inc. og McGraw-HilI. Hið fyrra gefur nú út fimm tímarit, hið þekkasta er að sjálfsögðu Time, en McGraw-HilI gefur út 43 smærri fagtímarit og svo vikuritið B'usiness Week, sem fjármálamenn og stjórnendur í atvinnu- rekstri vestan hafs og reyndar víða um lönd, lesa gjarnan spjaldanna á milli. Það var núna í nóvember, að fulltrúum Frjálsrar verzl- unar gafst kostur á að skoða þessi fyrirtaeki og kynnast við- horfum forstöðumanna þeirra til ýmissa vandamála, sem timaritaútgáfa í Bandarikjun- um stendur frammi fyrir, vandamála, sem segja má að út- gefendur um allan heim hafi að meira eða minna leyti komizt í tæri við. Ekki er því að leyna, að um- svif hjá þessum fyrirtækjum eru ólík öllu því, sem við höf- um áður kynnzt, en þó eiga starfsmenn risaveldanna og kollegar þeirra frá litlu út- gáfufyrirtæki norðan af íslandi margt sameiginlegt í reynslu hinna daglegu starfa. Og það er síður en svo að menn fyllist minnimáttarkennd, þótt stærð- armunurinn sé augljós. • 'GÓÐUR „BISNESS“ HJÁ BUSINESS WEEK Menn í útgáfustarfsemi vest- an hafs hafa haft á orði, að all- ur bisness ætti að vera jafn- góður og bisnessinn hjá Busi- ness Week. Þetta eru víst orð að sönmu. Hjá mörgum lesand- Business Week græðir á tá og fingri. Sönn gullnáma, segja menn. anum er það Business Week, ekki Time eða Newsweek, sem eftir er beðið með óþreyju í viku hverri. Blaðið er eins konar guílnáma í mörgum skilningi. McGraw Hill gefur að auki út á fimmta tug sérrita eins og Chemical Week, Fleet Owner og The Physician and Sportsmedicirie; Síðan koma fjórtán fréttabréf, sem fyrir- tækið sér um útgáfu á, fjórar sjónvarpsstöðvar, skoðanakönn- unarfirma, Standard & Poor’s Corporation, sem hefur á boð- stólum 40 mismunandi rit um fjármál. Bókaútgáfan veltir 236 milljónum dollara á ári, útgáfa í þágu byggingariðnaðarins um 65 milljónum og svo koma Time-Life fyrirtækinu hefur tckizt að gera Sports Illustra- ted að hörðum kcppinaut hinna almennu fréttatímarita. FV 11 1975 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.