Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 53
í kaffistofu Lindu. Hjá verksmiðjunni starfa um 40 manns allt árið og framleiða um 200 tonn af sælgæti á ári. þrátt fyrir óðaverðbólgu þessa tímabils. Seðlabankinn veitir íslenskum sælgætisiðnaði enga fyrirgreiðslu í lánamálum. Hann endurkaupir ekki víxla af viðskiptabönkunum og veitir engin rekstrarvörulán. Fyrir- greiðsla Seðlabankans miðast eingöngu við þarfir sjávarút- vegs, landbúnaðar og örfárra annarra iðngreina en sælgætis- iðnaðar. Iðnfyrirtækin fá lán til fjárfestingar frá Iðnlána- sjóði og Iðnþróunarsjóði. Lán Iðnlánasjóðs eru með fullum bankavöxtum en lán Iðnþróun- arsjóðs hafa leitt til þess, að margir eru ragir við að taka lán hjá sjóðnum á tímum stöð- ugra gengisfellinga og gengis- sigs. F.V.: — Hvað um afskriftar- reglurnar? Eyþór: — Á timum mikillar verðbólgu eins og verið hefur undanfarin ár verður fjármuna- myndun fyrirtækja að vera mjög mikil ef rekstrarfé á ekki að rýrna verulega. Afskriftar- reglur hafa verið mjög rúmar undanfarin ár og hefur það sjálfsagt hjálpað mörgum fyrir- tækjum, en í mörgum greinum, þar sem ströng verðlagsákvæði gilda, hafa fyrirtæki ekki getao notað sér þessar afskriftir til fulls. Ég hef lagt áherslu á það í mínu fyrirtæki að fjárfesta eitthvað á hverju ári og er vélakostur fyrirtækisins því góður. F.V.: — Hvað finnst þér um stöðu íslcnsks iðnaðar almennt? Eyþór: — Því miður er ís- lenskur iðnaður olnbogabarn og hefur verið það í fjölda ára. Sum íslensk fyrirtæki leggja ekki næga áherslu á fram- leiðslu vandaðrar vöru, þau eru alltaf að spara og það bitn- ar á gæðum framleiðslunnar. Þetta er alger misskilningur og sem betur fer er þetta að lag- ast, enda tími til kominn. F.V.: — Gera íslenskir neyt- endur þá nægilegar kröfur til innlends iðnaðar? Eyþór: — Neytendur gera þær kröfur til íslenskra iðnfyr- irtækja, að þau framleiði vörur sambærilegar að gæðum við innfluttar og á sambærilegu verði. Þessu markmiði verður íslenskur iðnaður að ná, en til þess að það takist, verðum við að fá sömu aðstöðu og aðrir í lánamálum. Það var mikill létt- ir af afnámi tolla á vélum og hráefnum. Hins vegar virðast augu stjórnvalda ekki ennþá hafa opnast fyrir mikilvægi ís- lensks iðnaðar, þó hann eigi að taka við mestum hluta þess fólks sem bætist á vinnumark- aðinn á næstu árum. Mikil frani- leiðslu- aukning varð hjá Lindu 1973 og 1974 en samdráttur hef'ur orðið á þessu FV 11 1975 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.