Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 53

Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 53
í kaffistofu Lindu. Hjá verksmiðjunni starfa um 40 manns allt árið og framleiða um 200 tonn af sælgæti á ári. þrátt fyrir óðaverðbólgu þessa tímabils. Seðlabankinn veitir íslenskum sælgætisiðnaði enga fyrirgreiðslu í lánamálum. Hann endurkaupir ekki víxla af viðskiptabönkunum og veitir engin rekstrarvörulán. Fyrir- greiðsla Seðlabankans miðast eingöngu við þarfir sjávarút- vegs, landbúnaðar og örfárra annarra iðngreina en sælgætis- iðnaðar. Iðnfyrirtækin fá lán til fjárfestingar frá Iðnlána- sjóði og Iðnþróunarsjóði. Lán Iðnlánasjóðs eru með fullum bankavöxtum en lán Iðnþróun- arsjóðs hafa leitt til þess, að margir eru ragir við að taka lán hjá sjóðnum á tímum stöð- ugra gengisfellinga og gengis- sigs. F.V.: — Hvað um afskriftar- reglurnar? Eyþór: — Á timum mikillar verðbólgu eins og verið hefur undanfarin ár verður fjármuna- myndun fyrirtækja að vera mjög mikil ef rekstrarfé á ekki að rýrna verulega. Afskriftar- reglur hafa verið mjög rúmar undanfarin ár og hefur það sjálfsagt hjálpað mörgum fyrir- tækjum, en í mörgum greinum, þar sem ströng verðlagsákvæði gilda, hafa fyrirtæki ekki getao notað sér þessar afskriftir til fulls. Ég hef lagt áherslu á það í mínu fyrirtæki að fjárfesta eitthvað á hverju ári og er vélakostur fyrirtækisins því góður. F.V.: — Hvað finnst þér um stöðu íslcnsks iðnaðar almennt? Eyþór: — Því miður er ís- lenskur iðnaður olnbogabarn og hefur verið það í fjölda ára. Sum íslensk fyrirtæki leggja ekki næga áherslu á fram- leiðslu vandaðrar vöru, þau eru alltaf að spara og það bitn- ar á gæðum framleiðslunnar. Þetta er alger misskilningur og sem betur fer er þetta að lag- ast, enda tími til kominn. F.V.: — Gera íslenskir neyt- endur þá nægilegar kröfur til innlends iðnaðar? Eyþór: — Neytendur gera þær kröfur til íslenskra iðnfyr- irtækja, að þau framleiði vörur sambærilegar að gæðum við innfluttar og á sambærilegu verði. Þessu markmiði verður íslenskur iðnaður að ná, en til þess að það takist, verðum við að fá sömu aðstöðu og aðrir í lánamálum. Það var mikill létt- ir af afnámi tolla á vélum og hráefnum. Hins vegar virðast augu stjórnvalda ekki ennþá hafa opnast fyrir mikilvægi ís- lensks iðnaðar, þó hann eigi að taka við mestum hluta þess fólks sem bætist á vinnumark- aðinn á næstu árum. Mikil frani- leiðslu- aukning varð hjá Lindu 1973 og 1974 en samdráttur hef'ur orðið á þessu FV 11 1975 51

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.