Frjáls verslun - 01.11.1975, Blaðsíða 43
útvegsins voru sett í árslok
1961 og hafa síðan verið gerð-
ar á þeim stofni nokkrar breyt-
ingar, en gildandi lög um
starfsemi ráðsins eru nr. 81
frá 23. júlí 1974. í I. kafla
laganna er kveðið á um skipan
og verkefni ráðsins og hvaða
aðilar af hálfu fiskseljenda og
fiskkaupenda skuli skipa full-
trúa, og hve marga, í ráðið. Við
ákvörðun um verð á sjávarafla
skal Verðlagsráð skipað 12
fulltrúum, jafnmörgum frá
hvorum aðila seljenda og kaup-
enda, og er ráðinu skipt í þrjár
deildir, fiskideild, síldarsöltun-
ardeild og bræðsludeild og er
sérstaklega kveðið á um til-
nefningu fulltrúa í hverja
deild fyrir sig. Aðalverkefni
Verðlagsráðs eru:
1. að ákveða lágmarksverð á
öllum tegur.dum fersks sjáv-
arafla, úrgangsfiski og fisk-
úrgangi, sem seldur er til
vinnslu hér á landi eða selja
skal í skip eða annað flutn-
ingatæki til útflutnings ó-
unninn;
2. að fylgjast með markaðs-
verði sjávarafurða á er-
lendum markaði á hverjum
tíma;
3. að safna gögnum um fram-
leiðslukostnað hinna ýmsu
framleiðslugreina sjávarút-
vegsins, svo og að safna
öðrum þeim gögnum, sem á-
kvarðandi kunna að vera
um verð á sjávarafla.
II. kafli laganna fjallar um
verðákvarðanir og er meginá-
kvæðið á þá leið, að Verðlags-
ráð skuli við ákvarðanir sínar
um lágmarksverð á sjávarafla
m. a. hafa hliðsjón af mark-
aðsverði sjávarafurða á erlend-
um markaði, svo og fram-
leiðslukostnaði þeirra. Skal
Verðlagsráð leitast við að ná
samkomulagi um lágmarks-
verð fisktegunda. í 10. gr. seg-
ir, að náist ek'ki einróma sam-
komulag í Verðlagsráði um
verð í einstökum atriðum eða
verð á sjávarafla í heild fyrir
tilskilinn tíma, skuli vísa á-
greiningsatriðum til sérstakrar
yfirnefndar. Er hún skipuð
fimm mönnum, tveimur til-
nefndum af fiskseljendum
(annar er fulltrúi L.Í.Ú. en
hinn fulltrúi sjómanna) og
tveimur fulltrúum fiskkaup-
enda, en oddamaður er for-
stöðumaður Þjóðhagsstofnunar
eða fulltrúi hans. Þannig skip-
uð fellir yfirnefndin fullnaðar-
úrskuið um ágreiningsatriði og
ræður meiri hluti atkvæða úr-
siitum. Ákvarðanir Verðlags-
ráðs eru bindandi sem lág-
marksverð.
FL'
í-•
Fiskmarkaður hér er dreifður
um allt land og misvægi á
markaði því oft mikið, sérstak-
lega á minni stöðum, þar sem
aðeins eru fáir fiskkaupendur.
Eins og áður sagði, skal við
fiskverðsákvörðun m. a. hafa
hliðsjón af markaðsverði sjáv-
arafurða á erlendum markaði
og framieiðslukostnaði. Upp-
lýsingar um markaðsverð af-
urða koma m. a. frá útflytj-
endum sjávarafurða, sem sam-
kvæmt lögunum er skylt að
láta Verðlagsráði í té allar upp-
lýsingar, er að gagni geta kom-
ið, en einnig liggur fyrir verð-
skráning ýmissa afurða er-
lendis, sem gefur a. m. k. á-
kveðnar vísbendingar um
markaðsverð. Gögn um fram-
leiðslukostnað eru að mestu
leyti tekin saman í Þjóðhags-
stofnun. Þau eru fyrst og
fremst reikningar fyrirtækja,
sem studdir eru beinum upp-
lýsingum framleiðenda og út-
flytjenda og gögnum Fiskifél-
ags íslands. Síðustu tiltæku
reikningar eru síðan færðir
fram til líðandi stundar á
grundvelli beztu vitneskju um
breytingar einstakra tekna- og
gjaldaliða, og þannig er reynt
að draga upp mynd af rekstr-
arstöðu veiða og vinnslu, eins
og hún er á hverjum tíma.
Slíkur framreikningur er að
sjálfsögðu háður óvissu um
ýmis atriði, auk þess sem með-
ferð ýmissa liða getur verið
matsatriði, en á undanförnum
árum hefur fengizt allgóð
reynsla við gerð rekstraráætl-
ana og skapazt venjur um með-
ferð ýmissa rekstrarliða. Þann-
ig ríkir nú yfirleitt ekki grund-
vallarágreiningur aðila um
rekstrarstöðu sjávarútvegsins.
Þegar á heildina er litið, má
telja, að starfsemi Verðlags-
ráðsins hafi gefið góða raun,
þótt ýmsir annmarkar hafi að
sjálfsögðu komið í ljós, enda
er hér um afar mikilvæga
tekjuskiptingarákvörðun að
ræða, sem ræður launum fjöl-
mennrar stéttar, þ. e. sjó-
manna. Þessi ákvörðun getur
einnig haft víðtæk óbein áhrif
með samanburði annarra stétta
við laun sjómanna, þótt sam-
anburðurinn geti einnig verið
á hinn veginn, þ. e. að kröfur
um fiskverðshækkun séu bedn-
línis settar fram með tilliti til
launakjara annarra stétta. Hér
er því um flókna víxlverkun
að ræða, eins og reynsla lið-
inna ára ber glöggt vitni um.
Einnig má minna á, að ótrufl-
aður rekstur sjávarútvegs er
grundvöllur gjaldeyrisöflunar
þjóðarbúsins og þar koma
breytingar á afkomu þjóðar-
búsins, bæði vegna ytri og
innri aðstæðna, fram af mest-
um þunga. Af þessum sökum
tengjast almennar efnahags-
ráðstafanir, t. d. gengisbreyt-
ingar, iðulega ákvörðun fisk-
verðs og gera hana flóknari en
ella, auk þess sem oft hefur
reynzt nauðsynlegt að grípa til
svokallaðra hliðarráðstafana til
þess að tekjuskiptingardæmið
gangi upp.
FV 11 1975
41