Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 47
Álagning á ýmsum vörum er sennilega of lág miðað við dreifing-
arkostnað en of há á öðrum vörum.
en verðsamkeppni, svo sem
auglýsingum, þjónustu við
neytendur og ekki sízt fjöl-
breyttu vöruúrvali smásölu-
verzlana svo eitthvað sé nefnt.
Þegar til lengri tíma er litið, er
óvíst, að afnám verðlagsá-
kvæða hefði veruleg sjálfstæð
áhrif á verðlagsþróun. Þetta er
þó að sjálfsögðu háð almennri
efnahagsþróun, og stjórnvöld
hlytu alltaf að tryggja sér
möguleika til verðlagseftirlits,
þegar ástæða þætti til, ekki
sízt með tilliti til tekjuskipting-
ar.
Verðlagsákvæðin hafa vafa-
laust haft áhrif á starfsemi og
skipulag verzlunar. Þannig er
t. d. hætta á, að vörur með ó-
eðlilega lágri álagningu hverfi
úr vöruframboði verzlana eða
að þjónusta við neytendur
vegna þessara vörutegunda
verði lakari en ella. Hér er
tvímælalaust um neikvæð á-
hrif að ræða, þótt erfitt sé að
meta, hve mikil þau séu.
Eitt atriði verðlagsákvæða
hefur ekki verið rætt hér, en
það er sú regla að leyfa ekki
hækkun á verði vörubirgða við
gengislækkun. Þetta getur haft
veruleg áhrif á fjárhagsstöðu
verzlunar, a. m. k. til skamms
tíma litið, auk þess sem til-
ætluð áhrif gengisbreytinga
koma þá seinna fram en ella.
OPINBER ÞJÓNUSTA
Verðlagning opinberrar þjón-
ustu er mjög háð markmiðum
opinberrar starfsemi og því
geta þau sjónarmið, er ráða
verðlagningu opinberrar þjón-
ustu verið afar ólík. Af helztu
markmiðum má t. d. nefna, að
veita fullnægjandi þjónustu á
ákveðnum sviðum og tryggja
vöxt starfsemi í samræmi við
þörfina á hverjum tíma, áhrif
á tekjuskiptingu og almenn
hagstjórnarmarkmið. Hér er
því oft ærinn vandi á höndum
að samrýma hin ólíku mark-
mið.
FJÁRHAGSSTAÐA
OPINBERRA FYRIRTÆKJA
VEIKT
í fyrsta lagi má nefna ýmsa
félagslega og menningarlega
þjónustu, sem ýmist er látin i
té endurgjaldslaust (skólar,
sjúkrahús) eða gegn vægu
gjaldi (leikhús, bókasöfn) og
beinlínis er ætlazt til, að starf-
semin njóti styrkja af al-
mannafé. f öðru lagi eru fyrir-
tæki, sem eiga að standa undir
rekstri og eðlilegum vexti með
eigin tekjum, en meiriháttar
framkvæmdir eru fjármagnað-
ar með lánum. Hér má nefna
veitustofnanir svo sem raf-
veitur og hitaveitur. í þriðja
lagi eru svo framleiðslufyrir-
tæki í opinberri eigu (Sem-
entsverksmiðjan, Áburðarverk-
smiðjan), en verðmyndun
þeirra er í aðalatriðum sú sama
og í öðrum iðnaðarfyrirtækj-
um.
Á verðbólgutímum ríkir til-
hneiging hjá stjórnvöldum til
þess að tefja nauðsynlega verð-
lagsaðlögun í opinberum
rekstri vegna hækkunar rekstr-
arkostnaðar í því skyni að
hamla gegn almennri hækkun
verðlags. Slíkt getur veikt
fjárhagsstöðu fyrirtækjanna,
sem fyrr eða síðar verður að
bæta upp með hækkun verð-
lags eða opinberum framlögum.
Þetta getur haft neikvæð á-
hrif á fjárhag ríkissjóðs og
raskað stjórn ríkisframlaga.
ÖNNUR ÞJÓNUSTA
Verðlagsmál flestra þjón-
ustugreina svo sem viðgerðar-
greina iðnaðar og þjónustu við
einstaklinga (þvottahús, efna-
laugar, rakarar o. fl.) eru í
aðalatriðum svipuð og áður var
lýst fyrir iðnað og verzlun, og
eru þessar greinar undir stöð-
ugu eftirliti verðlagsyfirvalda.
Þó virðast þar hafa myndazt
ákveðnar vinnureglur, er
tryggja þessum fyrirtækjum,
einkum viðgerðargreinum,
nokkuð stöðuga afkomu, ef
marka má athuganir af rekstr-
arstöðu þessara greina. Vera
má hins vegar, að verðlagsá-
kvæðin torveldi þessum grein-
um aðlögun að breytilegu efna-
hagsástandi.
VERÐLAGSMÁL LÁTIN
AFSKIPTALAUS
Önnur svið þjónustu, eink-
um ýmis sérfræði- og tækni-
þjónusta, hafa nokkra sérstöðu
í verðlagningu, og má telja, að
verðlagning sé að mestu leyti
frjáls í þessum greinum, þótt
verðákvarðanir séu að form-
inu til háðar samþykki stjórn-
valda. Verðlagsmál þessara
greina hafa yfirleitt verið látin
afskiptalaus, jafnvel á verð-
stöðvunartímum. Þetta stafar
m. a. af því, að afar erfitt er að
skilgreina þá þjónustu, sem
þessir aðilar veita. Má t. d.
nefna verkfræðinga, arkitekta
og lögfræðinga, þar sem þjón-
ustan getur verið jafn mismun-
andi og þarfir viðskiptavina
eru ólíkar. Hér er því erfitt að
skilgreina tiltekna þjónustu,
sem ákveðin greiðsla skuli
FV 11 1975
45