Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Side 41

Frjáls verslun - 01.11.1975, Side 41
mætaskÖpun er látin þoka fyrir þjónustudundi og styrkja- rekstri. Þegar þannig er búið að staursetja efnahagskerfið í heild, eiga heilbrigð sjónarmið ekki lengur upp á pallborðið. Hver heilvita maður sér að arðbær iðnaður rís ekki úr þeirri vilpu. AFLEIÐINGIN Stjórnmálamenn skilja ekk- ert í því hvers vegna fram- leiðni eykst ekki i iðnaði á ís- landi. Eitt gáfnaljósið á Alþingi tók þannig til orða, að bezta og líklega eina mó-tbragð iðn- aðar gegn opinberum launvíg- um og arðráni, væri einmitt aukin framleiðni. Yið skulum nú líta ögn nán- ar á dæmið. Samkvæmt gildandi lögum er ákveðin álagning í pi'ósent- um leyfð á iðnvarningi, sem framleiddur er í landinu. Þessa álagningu skal síðan leggja á „sannanlegan framleiðslukostn- að“. Ef við gefum okkur þá for- sendu að með hagræðingarað- gerðum hefði tekist að auka svo framleiðni iðnfyrirtækis að sannanlegur framleiðslukostn- aður hefði lækkað um 40%, og lítum síðan á afleiðingu auk- innar framleiðni: Fyrir hagræðingu: 1 stk. framl. eining (sannanl. kostn.) kr. 10.000 Alagning 25% — 2.500 Söluv. til smásala kr. 12.500 Eftir hagræðingu: 1 stk. framl. eining (sannanl. kostn.) kr. 6.000 Álagning 25% — 1.500 Söluv. til smásala kr. 7.500 Beint tap af þessari fram- leiðsluaukningu er því fyrir iðnfyrirtækið kr. 1.000/pr. ein- ingu. Með öðrum orðum tapar fyr- irtækið 1.000 kr. á hverjum framleiddum hlut, fyrir utan kostnað við framleiðsluaukandi aðgerðir. Þau rök að lægra söluverð auki fjölda seldra eininga og geti því unnið upp tapið eru haldlaus af tveimur orsökum: 1. Á íslandi er ekki um neinn magnmarkað að ræða. Mark- aðurinn er svo lítill að sölu- auking nær svo til aldrei að vinna upp tap af aukinni framleiðni. 2. Með því að auka framleiðni tekur iðnrekandinn ákveðna áhættu. Það eina sem hvet- ur til slíkrar áhættu er sölu- aukning. Líkur fyrir henni í þeim mæli sem nauðsynlegt er, eru hverfandi. NIÐURSTAÐA Af þessu litla dæmi sést að eins og löggjafinn býr að iðn- rekstri á íslandi á því herrans ári 1975, er aukin framleiðni vís með að leiða til gjaldþrota í stærri stíl en fram til þessa. Það er varla hægt að áfellast iðnrekendur þótt þeir spyrni við fótum í lengstu lög og reyni að forða fyrirtækjum sínum frá þeim voða, sem nýtízku vinnubrögð gætu kallað yfir þá. Hér er sama heimskukerfið í gangi og í landbúnaði, þar sem fyrirhöfnin er launuð en ekki afraksturinn. Á þennan hátt er hægt að færa blómlegt athafnalíf aftur í steinöld á nokkrum áratugum. Ef til vill skiptir ekki sköpum hvort al- þingismaður er kenndur við Nauteyrarhrepp eða Neander- thal? CREME T FRAlCHE 1 Notið sjrðan rjóma sem ídýfu með söxuðu grœnmeti í stað t. d. mayonnaise. MJÓLKURSAMSALAN I REYKJAVÍK FV 11 1975 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.