Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 24
Grcinar og uiðlBI Verðmyndun landbúnaðarafurða * * m — eftir Arna Arnason, rekstrarhagfræðing Oll hagkerfi þurfa verð til þess að leiðbeina efnahagsstarfseminni. Þessi verð geta verið búin til eða ákveðin með ýmsum hætti, en leiðbeina ávallt efnahagsstarfseminni. Hægt er að ákveða verð, sem afvegaleiða efnahagsstarfsemina til skaða fyrir þjóðarheildina, en einnig getur verðið samræmt efnahagsstarfsemina óskum og hag þjóðarheildarinnar. Hérlendis er þeirri aðferð beitt í mjög ríkum mæli, að einstaklingar eða nefndir á vegum hins opinbera ákveði verð eða verðlagningu á vöru og þjónustu og ýmsu öðru. 0 Hlutverk verftsins í hagkerfi. Þessi verðmyndunaraðferð getur afvegaleitt og afvegaleið- ir á margan hátt efnahagsstarf- semina í landinu. Markaðs- verðmyndun, þar sem verðið ræðst af samspili framboðs og eftirspurnar á markaði, þar sem reglur frjálsrar, virkrar sarnkeppni eru ríkjandi, getur hins vegar leiðbeint efnahags- starfseminni í fullu samræmi við óskir og hag þjóðarheildar- innar. Slík verðmyndun end- urspeglar það verðmætamat, sem einstaklingar leggja á þá vöru og þjónustu, sem á boð- stólum er. Verð á slíkum mark- aði gefur þannig ekki einung- is til kynna hvers virði fjöl- margir einstaklingar telja ein- staka vöru og þjónustu vera, heldur einnig hvaða hlutfalls- legt verðmætamat sömu ein- staklingar leggja á þéssa vöru og þjónustu innbyrðis. Slík verðmyndun verður því á mjög farsælan hátt leiðbeinandi fyr- ir framleiðslu og dreifingu á vöru og þjónustu og þar með, hvernig nýta beri afkastagetu þjóðfélagsins. Verðmyndun við slíkar markaðsaðstæður kemst næst því að hámarka efnahags- lega velferð þjóðfélagsins, halda verði í lágmarki, fram- boði í hámarki og nýta sem bezt takmarkaða framleiðslu- þætti þjóðarinnar: land, fjár- magn, vinnu og stjórnun. Landbúnaður er oft tekinn sem dæmi um atvinnugrein, þar sem óheft markaðsverð- myndun getur notið sín til fulls. Þó er það svo í flestum löndum, að opinber stjórnvöld, vegna óska landbúnaðarins sjálfs, hafa gripið inn í verð- myndun landbúnaðarafurða. Ástæðan er eðli framboðs og eftirspurnar eftir landbúnaðar- vörum. Bæði framboð og eftir- spurn landbúnaðarvara er mjög óteygið með tilliti til verðs, þ. e. umtalsverðar verðbreyting- ar hafa óveruleg áhrif á fram- boð og eftirspurn eftir land- búnaðarvörum. Þetta lögmál gildir einnig i hina áttina, en það er, að litlar breytingar á eftirspurn eða framboði land- búnaðarvara geta orsakað til- tölulega miklar verðbreyting- ar. Af þessum sökum hafa full- trúar landbúnaðar, bæði hér og erlendis, farið þess á leit við stjórnvöld að hlutast sé til um, að breytingar á verði landbúnaðarvara valdi ekki umtalsverðum sveiflum í tekj- um bænda. 0 Sérstafta land- búnaftar. Tvær ástæður hafa á áber- andi hátt skapað vandamál við framleiðslu landbúnaðarvara. f fyrsta lagi eykst eftirspurn almennings eftir landbúnaðar- vörum ekki jafnt á við aðrar vörur, þegar tekjur almenn- ings aukast. Af þessari ástæðu einni þarf sífellt hlutfalls- lega færri aðila við fram- leiðslu landbúnaðarafurða mið- að við fólksfjölda í heild. í öðru lagi hafa orðið gífurleg- ar framfarir tæknilega í fram- leiðslu landbúnaðarafurða. Þessi hagvöxtur, eða fram- leiðniaukning, hefur ekki ein- ungis verið með þeim hætti að jafnmargir framleiðendur framleiða aukið magn afurða, heldur verið einnig á þann veg, að færri framleiðendur fram- leiða meira magn. Þetta tvennt eru ástæður þess, að fjölda vinnandi fólks við landbúnað- arstörf hefur fækkað. f öðrum atvinnugreinum hefur að sjálfsögðu orðið um- talsverð framleiðniaukning samfara nýrri tækni. Þess gæt- ir þó 1 flestri framleiðslu, gagnstætt því, sem er í frum- matvælaframleiðslu, að auknar tekjur almennings örva veru- lega eftirspurn. Einnig má nefna að almenn fækkun vinnuafls í einni atvinnugrein, sem stunduð er í þéttbýli og flutningur til annarrar grein- ar á sama stað veldur óveru- legum breytingum á búsetu í samanburði við flutning fólks frá sveitum til bæja. Þótt þetta séu lögmál land- búnaðar bæði hér og erlendis 24 FV 2 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.