Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 93
AUGLÝSING
SKI-DOO:
Hafa notagildi allt árið
Gísli Jónsson & Co. hf. Kleíta-
görðum 11, Reykjavík, flytur
inn nokkrar gerðir af vélsleð-
um frá Bombardier Ldt. í
Quebec í Kanada. Eru þeir af
gerðinni Ski-doo, Olimpique,
T’NT, Everest og Alpine.
Ski-doo er mest framleiddi
sleðinn í heiminum nú, en
Bombardier verksmiðjurnar
framleiða um 400 sleða á dag.
Ski-doo var fyrsti nothæfi vél-
sleðinn, sem kom á markaðinn.
Þessir sleðar hafa notagildi
allt árið, þar sem snjór er.
Vélsleðarnir frá Gísla Jóns-
syni og Co. eru mjög auðveld-
ir í notkun og meðferð, en ein-
hverra leiðbeininga munu
menn samt þarfnast á undan
fyrstu sjálfstæðu ferð. Auðvelt
er að fara með þá upp á fjöll,
eða livert sem verða vill í bíl
eða aftaníkerru.
Verð á vélsleðunum er sem
hér segir: Olimpique ca. 30 hö,
um 430.000, T’NT 35 hö um
kr. 460.000, Everest 40 hö kr.
470.000 og Alpine 640, sem er
á tveimur beltum er 60 hö, en
verð er ennþá óvíst.
ARTIC CAT PAIXITHER:
Auðveldir í meðferð
Vélaborg hf., Skeifunni 8,
Reykjavík flytur inn vélsleða
frá Artic Enterprises í Minne-
sota í Bandaríkjunum og eru
þeir af gerðinni Artic Cat
Panther. Sleðar af þessari gerð
eru þeir mest scldu í Banda-
ríkjunum.
Sú tegund, sem flutt er inn
er stór og traustur sleði á
breiðu belti með sterkum mót-
or og Artic sleðinn vann meira
en helming af öllum vélsleða-
keppnum í Bandaríkjunum á
síðasta ári. Attic Cat sleðinn
hefur notagildi allt árið þar
sem snjór er.
Einnig eru þeir mjög auð-
veldir í meðferð, en samt þarf
að leiðbeina mönnum áður en
farið er í fyrstu ferðina. Flest-
ir flytja hann í kerru í bíln-
um sínum eða stinga honum í
bílinn.
Artic Cat Panther með 440
rúmsentimetra vél 40 hö kost-
ar um kr. 445.000 og Artic Cat
Panther með 5C0 rúmsenti-
metra 45 hestafla vél kostar um
kr. 473.000. Greiðsluskilmálar
eru mögulegir.
FV 2 1976
93