Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 71
Málmiðjan Gígja: Hafa áhuga á smíði álbáta, þegar smábátaflotinn verður endurnýjaður Eiga teikningu af 10 tonna stálbát með ályfirbyggingu — Fyrirtækið sinnir alls kon- ar járnsmíðavinnu, mest við'- gerðum fyrir togarana og báta- flotann, en við reynum að vinna ■ svolítið að nýsmíðum með. Mestan áhuga höfum við fyrir smíðum úr áli og höfum reynt svolítið fyrir okkur með það, sagði Gylfi Gígja, fram- kvæmdasljóri og aðaleigandi Málmiðjunnar Gígj’u hf. í Nes- kaupstað, þegar Frjáls verzlun hitti liann að máli fyrir skömmu. — Það er ótrúlega margt sem hægt er að nota álið í, hélt Gylfi áfram, — hingað til höf- um við smíðað stýrishús á smærri báta og skjólborð á vörubílspalla. Þessi skjólborð eru létt og auðþrifin og hafa líkað vel. Við kaupum ál í plötum og stöngum eftir eigin ósk frá Innkaup hf. í Reykja- vík. Þetta er innflutt ál, því við erum víst ekki komin svo langt að við fullvinnum álið frá Straumsvík, sagði Gylfi. Ungt fyrirtæki. Málmiðjan Gígja er ungt fyr- irtæki, stofnað 1974. Það var til húsa í leiguhúsnæði hjá Steypustöðinni, en það hús fylltist af snjó í snjóflóðunum. Málmiðjan hafði fengið úthlut- að lóð fyrir nýtt húsnæði, en sú lóð var einmitt á svæði, sem bannað var að byggja á eftir snjóflóðin. — Við erum núna í húsnæði við Nausta- hvamm í lítilli skemmu, sagði Gylfi. — En við erum byrjað- ir að byggja nýtt hús. Sökklar eru tilbúnir og við bíðum bara eftir að tíð verði svo góð að hægt sé að byrja að byggja sjálft húsið. Það verður notuð ný aðferð við bygginguna. Við steypum einingar sjáifir á staðnum og verða þær steyptar láréttar á plötunni. Þetta verða stórar einingar 4x4 m á stærð og verður einangrun steypt inn í þær. Síðan verða þær reistar og súlurnar steypt- ar utan um samskeytin. Þar Gylfi Gígja, framkvæmdastjóri. með verður tryggt að allt verð- ur þétt. Mér vitanlega hefur þessi aðferð ekki verið notuð hér áður, en það er Róbert Pét- ursson arkitekt sem hefur hannað þetta fyrir okkur. Við erum svolítið spenntir að sjá hvernig þetta kemur út fjár- hagslega, því ætla má að móta- kostnaður verði í lágmarki og okkur sýnist þetta hagkvæmt á allan hátt, sagði Gylfi. Ahugi á bátasmíði. Eins og er hefur Gylfi einn starfsmann hjá sér við Málm- iðjuna, en hann gerir ráð fyr- ir fjölgun þegar flutt verður í nýja húsið. — Það má segja að þetta verði sama starfsem- in eftir sem áður, sagði Gylfi, — en í auknu umfangi þó. Eg vonast til að við getum aukið nýsmíðar í nýja húsinu og þá einkum álsmíðarnar. Við eig- um t. d. teikningar af 10 tonna stálbát með ályfirbyggingu sem við vitum að við getum selt. Þennan bát höfum við á- huga á að smíða þegar við komum í nýja húsnæðið. Hins vegar er aðal draumurinn að smíða smærri báta úr áli, sagði Gylfi. — Við þykjumst vita að bráðum þurfi að fara að endurnýja smábátaflotann hérna á staðnum og þá telj- um við að upplagt sé að smíða bátana úr áli. En þar sem slík- ir bátar tíðkast ekki nú, þá þarf sjálfsagt að gera talsvert miklar tilraunir með smíði þeirra áður en skipaskoðunin samþykkir notkun þeirra. Við höfum ekki fjármagn til slíkra tilrauna, svo við verðum kann- ske að bíða með það að upp- fylla þessa drauma okkar þar til einhverjir aðrir hafa gert tilraunirnar, sagði Gylfi. Gylfi Gígja er Reykvíking- ur, en hann flutti til Norð- fjarðar til þess að setja upp sitt eigið fyrirtæki. — Ég er ánægður með þá ákvörðun, sagði Gylfi. — Það voru marg- ir hissa á þessu og töldu að þetta ætti eftir að ganga illa. En ég hef ekki ástæðu til ann- ars en að vera bjartsýnn. Þar að auki kann ég vel við mig á Norðfirði. Mér finnst ég vera i nánari tengslum við lífið en ég var í Reykjavík. Það er gott að koma í heimsókn til höfuðborgarinnar öðru hverju, en hér vil ég eiga heima, sagði Gylfi Gígja að lokum. FV 2 1976 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.