Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 9
Allmiklar breytingar hafa orðið á skipan sendi- herraembætta undanfar- ið. Frekari breytinga er að vænta á næstunni sum- part vegna óska einstakra manna. Þannig mun í ráði að Haraldur Kröyer, sem nú er sendiherra í Wash- ington, flytjist til Genfar í aðalstöðvar EFTA. Ingvi íngvarsson, sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum fer þá líklcga til Washing- tan en Tcmas Tómasson, sendiherra hjá NATO mun væntanlega flytjast til New Ycrk og taka við sendiherraembættinu hjá S.Þ. Það hefur valdið al- menna undran, að sjó- menn skyldu sigla skip- um sínum í höfn á þeim tíma, sem vænta mátti uppgripa á loðnuvertíð- inni. Ekki er að efa, að verkfallsboðun á þessum mikla bjargræðistíma hafi valdið hneykslan og sár- um vonbrigðum margra í sjómannastétt. En leiðtogi sjómanna og verkfalls- postuli í áratugi Jón Sig- urðsson leit málin öðrum'’ augum. Þegar hann var búinn að skipa flotanum að hætta veiðum og sigla í höfn kom hann galvask- ur til fundar við sam- starfsmenn sína í samn- inganefnd sjómanna, sem sátu þungir á brún í Toll- stöðvarhúsinu, og sagði: „Gleðilega hátíð, piltar.“ Menn voru sízt í hátíða- skapi og tóku lítt undir kveðjuna. Pétur Guðjónsson legg- ur oft land 'undir fót í margvíslegum erinda- gjörðum. Hann fer í verzl- unarferðir vestur um haf, skíðaferðir til Sviss og gengur þess á milli á fund æðstu manna nágranna- þjóðanna til að ræða land- helgismál og utanríkis- pólitík. í símaskrá Man- hattaneyju í New York er nafn Péturs að finna, og þegar hann fór til land- helgisviðræðna við tals- menn Bonn-stjórnarinnar í fyrrasumar var eftir því tekið, að Pétur ók í stærstu gerð af Mercedes Benz, silfurgráum á lit, sem vakti óskipta athygli nærstaddra. Þetta farar- tæki 'rnun Pétur eiga enda er bíllinn skráð'ur á tolla- númeri fyrir útlendinga. Er hann geymdur á meg- inlandinu en gripið til hans, þegar cigandinn hefur bar viðdvöl á ferð- um sínum. Það er sómi af því að eiga slíka fulltrúa, sem geta mætt helzta fyr- irfólki heimsins kinnroða- laust við nánast hvaða tækifæri sem er. í Reykjavíkurhöfn ligg- ur fley eitt fagurt, sem Grjótjötunn nefnist. Að- aleigandi þess mun heita Kristinn Finnbogason. Sagan segir, að Búnaðar- banki fslands hafi lánað einhverjar smáupphæðir út á þetta skip og sé nú svo komið, að bankinn vilji ráðstafa því. Ekki er talið ósennilegt að líkleg- ir kaupendur Grjótjötuns geti fengið fyrirgreiðslu upp á 30—40 milljónir í bankanum, kaupi þeir skipið. Allmarga menn, sem vilja hugsa sig um, höfum við hitt á förnum vegi. Enn gengur í samein- ingarátt með Alþýðu- flokksmönnum og Sam- tökunum. Nú Iiggur nokk- uð ljóst fyrir, að Karvel Pálmason muni ganga yf- ir í þingflokk Alþýðu- flokksins á næstunni og verður þá Magnús Torfi einn í þingflokki eins og Bjarni Guðna forð'am. Gerist þetta í þann mund sem ákvcðið er, að Jón Baldvin Hannibalsson flytjist frá ísafirði til að veita Alþýðublaðinu pólit- íska forsjá. Verður Árni Gunnarsson ritstjóri með Jóni Baldvini og annast fréttaskrif. Ýmsir kratar telja sig loksins sjá grilla í foringjaefni með Jóni Baldvini. Þótt leynt fari og þvert ofan í yfirlýsingar for- svarsmanna Ríkisútvarps- ins mun ákveðið, að sjón- varpið hefji útsendingar á flestu ef ekki öllu dag- skrárefni sínu næsta haust, á tíu ára afmæli sínu. Framkvæmdastjóri sjónvarpsins og yfirverk- fræðingur voru nýlega á ferð í Noregi til að kynna sér, hvernig Norðmenn hefðu skipt frá svart/ hvítu yfir í litsendingar. Áformað mun vera að kaupa sjónvarpstökuvélar fyrir gerð innlends efnis í litum fljótlega, þannig að islenzka sjónvarpið geti sent út fréttaþætti og annað efni unnið í sjón- varpssal í litum í haust. FV 2 1976 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.