Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 98
HFrá riisijórn Viðskiptin við Bretland Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aö segja slitið stjórnmálasambandi við Breta hefur haft meiri áhrif málstaði Islands í land- helgisdeilunni til framdráttar en menn ætl- uðu yfirleitt fyrirfram. Mörgum þótti á sín- um tíma orka tvímælis að slíkt skref væri stigið af því að aðgerðin kæmi okkur ekki að neinu gagni og hefði lítil sem engin á- hrif. Þótt samgöngur, viðskipti og menn- ingartengsl við Breta hafi staðið óbreytt eftir stjórnmálaslitin, hefur sú staðreynd, að diplómatisk sambönd ríkja ekki lengur milli Islands og Bretlands vakið óskipta at- hygli erlendis og orðið til að ljúka upp aug- um ýmissa vina okkar og samstarfsþjóða fyrir alvöru landhelgismálsins. Þannig er óhætt að fullyrða að afdráttar- laus og mikilsverður stuðningur Norður- landanna við Islendinga í málinu sé loksins tilkominn fyrir áhrif af stjórnmálaslitun- um. Tónninn í skrifum brezkra blaða hefur ennfremur breytzt okkur í hag, þau sjá til- gangsleysið skína af brölti brezka flotans á Islandsmiðum og telja meira virði að eðli- leg og vinsamleg samskipti haldist milli Breta og Islandinga þó ekki væri nema vegna öryggishagsmuna Breta sjálfra. Stjórnmálaslit voru ákveðin að vandlega yfirveguðu ráði. Þau þjónuðu tvímælalaust hagsmunum Islendinga á þann hátt, sem að framan greinir — beindu athygli annarra þjóða að þeim ójafna leik, sem fram fer á Islandsmiðum um þessar mundir. Næstu skref, sem við hugsanlega stígum í málinu, verður einnig að meta út frá því sjónarmiði, hvort þau þjóni hagsmunum okkar eða ekki. Nokkur umræða hefur undanfarið oröið um rof viðskiptatengsla við Bretland. Með gerræðislegum athöfnum af því tagi væru hagsmunir íslendinga stórlega skaðaðir og um leið stuðlað að stigmögnun landhelgis- deilunnar, sem ekki er tímabær meðan málstaður Islands hlýtur þá athygli og nýt- ur þeirrar samúðar á alþjóðavettvangi sem hann nú gerir og íslenzku varðskipin geta hindrað brezku togarana í veiðum á þann árangursríka hátt sem taugaveiklun brezku skipstjórnarmannanna ber með sér nú. Það er viðurkennd staðreynd, að íslend- ingar og Bretar hafa um áratugaskeið átt vinsamleg samskipti og vinátta þessara þjóða er nokkuð rótgróin þrátt fyrir þann skugga sem á hefur borið af völdum fisk- veiðideilna. Islendingar hafa lengi átt um- talsverö verzlunarviðskipti við Breta og náðst hafa hagstæð kjör fyrir íslenzka neyt- endur, sem ekki er víst að bjóðist annars staðar. Að sumu leyti höfum við orðið háðir þessum verzlunarsamböndum og þurfum á áframhaldandi þjónustu að halda eins og til dæmis með varahluti í margs konar vél- ar frá Bretlandi. Það er áreiðanlegt, að slit verzlunarsam- banda við Bretland myndu hitta Islendinga verst fyrir sjálfa. Hefðum við forgöngu um slíkt er ekki við öðru að búast en aö Bretar myndu svara í sömu mynt. Þótt viðskipta- jöfnuður við Bretland sé óhagstæður seld- um við þangað samt afurðir fyrir fimm milljarða í fyrra, sem er veigamikið í utan- ríkisverzlun Islendinga sérstaklega við þær aðstæður, sem nú ríkja í markaðsmálum okkar. I fljótræði væri hægt að grípa til margs konar vanhugsaðra ráðstafana í samskipt- um við Breta við þær erfiðu aðstæður sem við nú búum við. Fyrir mestu er að skyn- semi ráði. Slit viðskiptasambands eru svo alvarleg ráðstöfun að óhjákvæmilega hlyti margt fleira að fylgja á eftir eða jafnhliða ættum við að vera sjálfum okkur samkvæm- ir. Samgöngur við Bretland legðust niður, námsmenn fengju ekki yfirfærðan gjald, eyri, íslenskir hjartasjúklingar væru ekki lengur fluttir á sjúkrahús í Bretlandi, eða hvað? íslenzkur almenningur hefði getað sýnt vilja sinn í verki í þessum málum með því að sniðganga brezkar vörur í verzlunum. Það væri nokkur mælistika á almennings- álitið. Ekkert hefur borið á slíku og enda þótt ýmsum sé heitt í hamsi og viss stjórn- málaöfl í landinu reyni allar leiðir til að hella olíu á eldinn, sjá íslenzkir neytendur sér áreiðanlega bezt borgið með áframhald- andi viðskiptum við Breta að óbreyttum aö- stæðum. 98 FV 2 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.