Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 37
ið á hálsi fyrír skort á víðsýni, og tregðu gagnvart nýjungum og er það eflaust réttmætt. Þó skyldu menn hugleiða að fram til þessa hefur ríkt hálfgert „Klondike“-ástand í bygginga- iðnaðinum þar sem eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur ver- ið talsverð. Eins og að líkum lætur hafa aðstæður fyrir veru- lega tækniþróun innan iðnað- arins verið mjög takmarkaðar vegna þeirrar þenslu, sem ver- ið hefur á húsamarkaðnum. # Rannsóknar- stofnanir Þær stofnanir sem fást við byggingarannsóknir eru Rann- sóknastofnun byggingaiðnaðar- ins og að vissu leyti Rannsókna- stofnun iðnaðarins. Báðar eru ríkisstofnanir sem heyra undir Iðnaðarráðuneytið. Fulltrúar iðngreina eiga sæti í stjórn þeirra. Rannsóknastofnun bygginga- iðnaðarins hefur verið gagn- rýnd fyrir skort á tengslum við byggingaiðnaðinn og lítið fram- lag til hagræðingar og aukinn- ar verktækni. Forsvarsmenn stofnunarinn- ar bera hinsvegar fyrir sig fjárskorti og aðstöðuleysi og láta gjarnan í það skína, að það eitt standi fyrir þrifum. í skýrslu starfshóps Rannsókna- ráðs um þróun byggingastarf- semi segir á bls. 9: „Rannsóknaráð ríkisins er ætlað það hlutverk að vera rík- isstjórn ráðgefandi um rann- sóknamál og stuðla að eflíngu rannsóknastarfseminnar í land- inu. í samræmi við það beitti Rannsóknaráð sér fyrir því ár- ið 1970 og 1971, að OECD (Efnahags- og framfarastofnun Evrópu. Innskot höf.) sendi hingað sérfræðinga til þess að gera úttekt á skipulagi rann- sóknastarfseminnar hér á landi. Helsta niðurstaða þeirrar út- tektar var, að megin vandamál rannsóknastarfseminnar væri innri bygging og starfsaðferðir, sem þar tíðkast, og koma m.a. fram í skorti á sambandi milli verkefnavals og aðferða við dreifingu fjármagns til starf- seminnar, en hins vegar ekki hinn lagalegi og formlegi rammi, sem henni er settur. Á sama tíma fóru fram um- ræður um skipulagsbreytingar á yfirstjórn rannsóknastarf- seminnar, en ekkert samkomu- lag náðist um þær og hefur allt það starf leitt til lítilla breyt- inga á rannsóknastarfseminni í landinu". Það kemur einnig fram í skýrslunni að Rannsóknaráð hafi gefist upp á því að reyna að endurbæta skipulag rannr sóknastarfseminnar, en snúið sér að gerð áætlunar um þróun vísinda og tækni í staðinn. Ekki verður betur séð en hér sé mjög ákveðin gagnrýni höfð í frammi á stjórnunarhæfileika og samstarfshæfni forstöðu- manna rannsóknastofnana, og er full ástæða til þess að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum, svo ekki skapíst af misskiln- ingur. # Verkefni rannsóknar- stofnana Á áðurnefndri ráðstefnu Rannsóknaráðs gerði Haraldur Ásgeirsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar byggingaiðnað- arins grein fyrir helstu verk- efnum sinnar stofnunar. Ber þar fyrst að telja útgáfu á Rb/SfB flokkunarkerfinu, sem er ætlað að bæta úr upplýsinga- skorti í byggingaiðnaðinum. Hér er um að ræða tæknilega kynningu á efni, tækjum og tækni, sem að notum koma í byggingaiðnaði, og eru nú kom- in út 30 Rb-blöð. Þá má nefna sérstakt Rb- kostnaðarkerfi og grundvöll að nýju frumvarpi um vísitölu byggingakostnaðar, sem nú mun liggja fyrir Alþingi. Þá hefur stofnunin undirbú- ið útgáfu ráðstefnurits fyrir ráðstefnu sem haldin var um efnahvarfanir í steinsteypu sumarið 1975. Jarðtæknilegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar í tengslum við vega- og gatna- gerð, auk hönnunarforsenda fyrir steypugerð í sambandi við Sigölduvirkjun og 'hafnargerð í Þorlákshöfn og víðar. Ýmis þjónustuverkefni eru stór hluti af starfsemi stofnun- arinnar og hafa á undanföm- um árum verið unnin og af- Húsakynni Rannsóknar- stofnunar iðnaðarins á Keldnaholti. FV 2 1976 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.