Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 37

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 37
ið á hálsi fyrír skort á víðsýni, og tregðu gagnvart nýjungum og er það eflaust réttmætt. Þó skyldu menn hugleiða að fram til þessa hefur ríkt hálfgert „Klondike“-ástand í bygginga- iðnaðinum þar sem eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur ver- ið talsverð. Eins og að líkum lætur hafa aðstæður fyrir veru- lega tækniþróun innan iðnað- arins verið mjög takmarkaðar vegna þeirrar þenslu, sem ver- ið hefur á húsamarkaðnum. # Rannsóknar- stofnanir Þær stofnanir sem fást við byggingarannsóknir eru Rann- sóknastofnun byggingaiðnaðar- ins og að vissu leyti Rannsókna- stofnun iðnaðarins. Báðar eru ríkisstofnanir sem heyra undir Iðnaðarráðuneytið. Fulltrúar iðngreina eiga sæti í stjórn þeirra. Rannsóknastofnun bygginga- iðnaðarins hefur verið gagn- rýnd fyrir skort á tengslum við byggingaiðnaðinn og lítið fram- lag til hagræðingar og aukinn- ar verktækni. Forsvarsmenn stofnunarinn- ar bera hinsvegar fyrir sig fjárskorti og aðstöðuleysi og láta gjarnan í það skína, að það eitt standi fyrir þrifum. í skýrslu starfshóps Rannsókna- ráðs um þróun byggingastarf- semi segir á bls. 9: „Rannsóknaráð ríkisins er ætlað það hlutverk að vera rík- isstjórn ráðgefandi um rann- sóknamál og stuðla að eflíngu rannsóknastarfseminnar í land- inu. í samræmi við það beitti Rannsóknaráð sér fyrir því ár- ið 1970 og 1971, að OECD (Efnahags- og framfarastofnun Evrópu. Innskot höf.) sendi hingað sérfræðinga til þess að gera úttekt á skipulagi rann- sóknastarfseminnar hér á landi. Helsta niðurstaða þeirrar út- tektar var, að megin vandamál rannsóknastarfseminnar væri innri bygging og starfsaðferðir, sem þar tíðkast, og koma m.a. fram í skorti á sambandi milli verkefnavals og aðferða við dreifingu fjármagns til starf- seminnar, en hins vegar ekki hinn lagalegi og formlegi rammi, sem henni er settur. Á sama tíma fóru fram um- ræður um skipulagsbreytingar á yfirstjórn rannsóknastarf- seminnar, en ekkert samkomu- lag náðist um þær og hefur allt það starf leitt til lítilla breyt- inga á rannsóknastarfseminni í landinu". Það kemur einnig fram í skýrslunni að Rannsóknaráð hafi gefist upp á því að reyna að endurbæta skipulag rannr sóknastarfseminnar, en snúið sér að gerð áætlunar um þróun vísinda og tækni í staðinn. Ekki verður betur séð en hér sé mjög ákveðin gagnrýni höfð í frammi á stjórnunarhæfileika og samstarfshæfni forstöðu- manna rannsóknastofnana, og er full ástæða til þess að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum, svo ekki skapíst af misskiln- ingur. # Verkefni rannsóknar- stofnana Á áðurnefndri ráðstefnu Rannsóknaráðs gerði Haraldur Ásgeirsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar byggingaiðnað- arins grein fyrir helstu verk- efnum sinnar stofnunar. Ber þar fyrst að telja útgáfu á Rb/SfB flokkunarkerfinu, sem er ætlað að bæta úr upplýsinga- skorti í byggingaiðnaðinum. Hér er um að ræða tæknilega kynningu á efni, tækjum og tækni, sem að notum koma í byggingaiðnaði, og eru nú kom- in út 30 Rb-blöð. Þá má nefna sérstakt Rb- kostnaðarkerfi og grundvöll að nýju frumvarpi um vísitölu byggingakostnaðar, sem nú mun liggja fyrir Alþingi. Þá hefur stofnunin undirbú- ið útgáfu ráðstefnurits fyrir ráðstefnu sem haldin var um efnahvarfanir í steinsteypu sumarið 1975. Jarðtæknilegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar í tengslum við vega- og gatna- gerð, auk hönnunarforsenda fyrir steypugerð í sambandi við Sigölduvirkjun og 'hafnargerð í Þorlákshöfn og víðar. Ýmis þjónustuverkefni eru stór hluti af starfsemi stofnun- arinnar og hafa á undanföm- um árum verið unnin og af- Húsakynni Rannsóknar- stofnunar iðnaðarins á Keldnaholti. FV 2 1976 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.