Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 92
-----------------AUGLÝSING ------------
EVIINIRLDE þarfur, nauðsynlegur
og skemmtilegur
Samhliða auknum áhuga
fólks á útiveru og gildi henn-
ar hefur áhugi fólks á vél-
sleíum margfaldast, sérstak-
lega þar sem óvenju mikill
snjór hefur verið í Reykjavík
í vetur. Árið 1966 hóf Þór h.f.
innflutning Evinrude vélsleða
og hefur æ síðan verið í farar-
broddi vélsleðaseljenda.
Fyrstu árin var salan ekki
mikil en óx frá ári til árs og
hafa verið seldir 90-125 vél-
sleðar á ári. í allt hefur Þór
hf. selt hátt í 500 Evinrude
snjósleða og i vetur er þegar
búið að selja milli 50-60 sleða,
en alls er reiknað með að selja
um 100 sleða. Á öllu landinu
munu nú alls vera til rúmlega
1000 vélsleðar.
Vélsleðinn hefur sannarlega
reynst þarfur þjónn bændum
í snjóþungum héruðum, og
gert þeim ferðalög og flutn-
inga auðvelda, sem áður voru
erfiðir, hættulegir og jafnvel
útilokaðir, enda hafa bændur
mest keypt af sleðum til þessa.
En vélsleðinn hefur reynzt
þarfur fleirum en bændum.
Þannig er hann nú ómissandi
tæki björgunarsveitum við leit
að fólki, og hefur Þór hf. selt
björgunarsveitum um allt land
vélsleða. Þá hefur vélsleðinn
reynzt hinn þarfasti við eftir-
Ómissandi til björgunarstarfa.
lit með rafmagns- og símalín-
um, vegaeftirlit o. fl.
íbúar þéttbýlis hafa bæst í
stækkandi hóp vélsleðakaup-
enda nú hin seinni ár, enda
má segja að áður óþekktur
heimur opnist þeim er hafa
yfir vélsleða að ráða, en það
eru öræfi landsins. Með aukn-
um frítíma er vélsleðinn bæjar-
búum mjög hvetjandi tæki til
hollrar tómstundaiðju.
Nú býður Þór hf. upp á
léttan og lipran en kraftmik-
inn sleða, Skimmer 440 árgerð
1976. Þetta er 40 hestafla sleði,
sem hlotið hefur góðar mót-
tökur. Árgerð 1975 seldist upp
strax enda verðið mjög hag-
stætt.
Skimmer 440 kostar kr.
358.120. Er hann með 15Vz"
breiðu belti, höggdeyfum á
skíðum, sérstaki'i viðbragðs-
dælu, sem gerir hann að hin-
um viljuga gæðingi, sem
flytur eigandann á örskömmum
tíma inn í undraheima óbyggð-
anna. Einangrunin er rofin og
þess vegna er vélsleðinn allt í
senn þarfur, nauðsynlegur og
umfram allt skemmtilegur.
Vélsleðarnir frá Þór hf. eru
mjög auðveldir í notkun og
er hægt að flytja þá á tengi-
vagni aftan í bifreiðinni eða
þá setjast upp í hann við bæj-
ardyrnar og aka hvert sem
verða vill, þar sem snjór er.
SJÁVARFRÉTTIR
BLAÐ SJÁVAROTVEGSINS
Áskriftar- og auglýsingasímar: 82300- 82302
92
FV 2 1976