Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.02.1976, Blaðsíða 31
kreppir í efnahagsmálum þjóð- arinnar komi það ætíð fyrst niður á byggingariðnaðinum og ef úr rætist verður eftirspurn svo mikil eftir íbúðarhúsnæði að óhæfileg spenna myndast á vinnumarkaði í þessari grein. — Byggingarmeistarar hafa sctt fram hugmyndir um að út- hluta ætti stærri einingum til byggingaraðila, sem geti síðan skipulagt viðkomandi svæði og séð um allar framkvæmdir. Eru horfur á að svo verði? — Það hefur lengi verið skoðun okkar, að þannig ætti að vinna að lóðaúthlutun og má í því efni benda á, að svo til úti- lokað er fyrir atvinnufyrirtæki í þessari grein að byggja sig upp tæknilega og fylgja þróun á því sviði, nema því aðeins að þeir sjái einhver föst verkefni framundan a.m.k. 2—3 ár. Ekki er hægt að búast við að þessi fyrirtæki leggi upp í kostniað upp á fleiri tugi milljóna í ný tæki og aðstöðu sér til handa meðan að ekki eru verkefni fyr- ir hendi svo öruggt sé, nema fyrir e.t.v. 1 ár í senn, og þau geti búist við að þurfa að pakka saman og leggja niður starfsemi í 1—2 ár án þess að fá verk- efni. Enginn vafi er á því, að fjöl- margir af þeim framkvæmdaað- ilum sem starfandi eru í dag búa yfir yfirgripsmikilli þekk- ingu og reynslu, sem mundi best koma fram í samvinnu við þá aðila, sem mundu deiliskipu- leggja viðkomandi svæði. Einn- ig mundi sú tækni, sem fram- kvæmdaaðilarnir hefðu yfir að ráða bezt koma fram og nýtast, ef gert væri ráð fyrir henni strax við deiliskipulag. — Hvernig má bæta upplýs- ingaþjónustu í byggingariðnaði, m.a. til þess að kynna nýjung- ar? — Það þarf að stórbæta upp- lýsingaþjónustuna. Sérstaklega frá hinum ýmsu rannsóknarað- ilum um nýjungar og það sem efst er á baugi í byggingariðn- aði hverju sinni. Það þarf að efla verðvitund fólks og koma á framfæri upplýsingum um kosti ýmissa nýjunga, sem gerðu byggingarframkvæmdir ódýrari og þannig stuðla að því, að einstaklingar, sem byggja fyrir sjálfa sig geti nýtt sér slíkar ugmyndir. Á síðustu árum hefur fólk mjög lítið hugað að slíkum þátt- um vegna þess, hve verðbólgan hefur verið hröð, og þannig stuðlað að því að einungis hef- ur verið hugsað um byggingar- hraðann, en ekki verið litið til tæknilegra nýjunga, sem jafn- vel gætu stytt byggingartím- ann. Stórefla ætti rannsóknir á slíkum nýjungum og niður- stöður úr þeim rannsóknum þurfa að komast til þeirra aðila, sem á þeim þurfa að halda. — Að lokum Gunnar, hver eru helstu hagsmunamál Meist- arasambands byggingarmanna nú? — Helstu hagsmunamál M.B. er að halda áfram uppbyggingu sambandsins út á við og gera það virkt hagsmunasamband á öllu landinu. Til þess vantar okkur félagsdeildir á Vestfjörð- um og Austfjörðum. Ennfrem- ur á sambandið fulltrúa á ýms- um stöðum, þar sem nú er unn- ið að mjög mikilsverðum mál- um s.s. endurskipulagningu ihús- næðismálalöggjafarinnar, sam- hæfingu tæknistofnana iðnað- arins og eflingu þeirra svo að eitthvað sé nefnt. Segja má, að eitt af hags- munamálum M.B. í dag sé að stuðla að því að lagfæra og bæta hið margumtalaða upp- mælingakerfi, en þar er vissu- lega við ákveðna erfiðleika að etja. Einnig má segja, að félags- leg uppbygging og samvinna innbyrðis milli félaga sam- bandsins sé alltaf ofarlega á dagskrá og þá ekki síst meiri tenging og tengsli hinna ýmsu félaga sambandsins, sem að iðn- aði lúta. Mín skoðun er sú, að þá fyrst verði iðnaður á fs- landi einhvers megnugur, þeg- ar þeir aðilar, sem að hags- munamálum hans vinna bera gæfu og þor til að fella saman í ein heildarsamtök allar þær mörgu félagseiningar, sem starfandi eru núna. VERZLUNIN BRATTAHLÍÐ H.F. Austurvegi 30, Seyðisfirði Kjöt - Nýlendu vörur Mjólk - Brauó Öl - Gosdrykkir Tóbak - Sælgæti KVOLDSALA Sími 97-2207 FV 2 1976 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.