Frjáls verslun - 01.02.1976, Qupperneq 31
kreppir í efnahagsmálum þjóð-
arinnar komi það ætíð fyrst
niður á byggingariðnaðinum og
ef úr rætist verður eftirspurn
svo mikil eftir íbúðarhúsnæði
að óhæfileg spenna myndast á
vinnumarkaði í þessari grein.
— Byggingarmeistarar hafa
sctt fram hugmyndir um að út-
hluta ætti stærri einingum til
byggingaraðila, sem geti síðan
skipulagt viðkomandi svæði og
séð um allar framkvæmdir. Eru
horfur á að svo verði?
— Það hefur lengi verið
skoðun okkar, að þannig ætti
að vinna að lóðaúthlutun og má
í því efni benda á, að svo til úti-
lokað er fyrir atvinnufyrirtæki
í þessari grein að byggja sig
upp tæknilega og fylgja þróun
á því sviði, nema því aðeins að
þeir sjái einhver föst verkefni
framundan a.m.k. 2—3 ár. Ekki
er hægt að búast við að þessi
fyrirtæki leggi upp í kostniað
upp á fleiri tugi milljóna í ný
tæki og aðstöðu sér til handa
meðan að ekki eru verkefni fyr-
ir hendi svo öruggt sé, nema
fyrir e.t.v. 1 ár í senn, og þau
geti búist við að þurfa að pakka
saman og leggja niður starfsemi
í 1—2 ár án þess að fá verk-
efni.
Enginn vafi er á því, að fjöl-
margir af þeim framkvæmdaað-
ilum sem starfandi eru í dag
búa yfir yfirgripsmikilli þekk-
ingu og reynslu, sem mundi
best koma fram í samvinnu við
þá aðila, sem mundu deiliskipu-
leggja viðkomandi svæði. Einn-
ig mundi sú tækni, sem fram-
kvæmdaaðilarnir hefðu yfir að
ráða bezt koma fram og nýtast,
ef gert væri ráð fyrir henni
strax við deiliskipulag.
— Hvernig má bæta upplýs-
ingaþjónustu í byggingariðnaði,
m.a. til þess að kynna nýjung-
ar?
— Það þarf að stórbæta upp-
lýsingaþjónustuna. Sérstaklega
frá hinum ýmsu rannsóknarað-
ilum um nýjungar og það sem
efst er á baugi í byggingariðn-
aði hverju sinni. Það þarf að
efla verðvitund fólks og koma
á framfæri upplýsingum um
kosti ýmissa nýjunga, sem
gerðu byggingarframkvæmdir
ódýrari og þannig stuðla að
því, að einstaklingar, sem
byggja fyrir sjálfa sig geti nýtt
sér slíkar ugmyndir.
Á síðustu árum hefur fólk
mjög lítið hugað að slíkum þátt-
um vegna þess, hve verðbólgan
hefur verið hröð, og þannig
stuðlað að því að einungis hef-
ur verið hugsað um byggingar-
hraðann, en ekki verið litið til
tæknilegra nýjunga, sem jafn-
vel gætu stytt byggingartím-
ann. Stórefla ætti rannsóknir
á slíkum nýjungum og niður-
stöður úr þeim rannsóknum
þurfa að komast til þeirra aðila,
sem á þeim þurfa að halda.
— Að lokum Gunnar, hver
eru helstu hagsmunamál Meist-
arasambands byggingarmanna
nú?
— Helstu hagsmunamál M.B.
er að halda áfram uppbyggingu
sambandsins út á við og gera
það virkt hagsmunasamband á
öllu landinu. Til þess vantar
okkur félagsdeildir á Vestfjörð-
um og Austfjörðum. Ennfrem-
ur á sambandið fulltrúa á ýms-
um stöðum, þar sem nú er unn-
ið að mjög mikilsverðum mál-
um s.s. endurskipulagningu ihús-
næðismálalöggjafarinnar, sam-
hæfingu tæknistofnana iðnað-
arins og eflingu þeirra svo að
eitthvað sé nefnt.
Segja má, að eitt af hags-
munamálum M.B. í dag sé að
stuðla að því að lagfæra og
bæta hið margumtalaða upp-
mælingakerfi, en þar er vissu-
lega við ákveðna erfiðleika að
etja.
Einnig má segja, að félags-
leg uppbygging og samvinna
innbyrðis milli félaga sam-
bandsins sé alltaf ofarlega á
dagskrá og þá ekki síst meiri
tenging og tengsli hinna ýmsu
félaga sambandsins, sem að iðn-
aði lúta. Mín skoðun er sú, að
þá fyrst verði iðnaður á fs-
landi einhvers megnugur, þeg-
ar þeir aðilar, sem að hags-
munamálum hans vinna bera
gæfu og þor til að fella saman í
ein heildarsamtök allar þær
mörgu félagseiningar, sem
starfandi eru núna.
VERZLUNIN
BRATTAHLÍÐ H.F.
Austurvegi 30,
Seyðisfirði
Kjöt - Nýlendu vörur
Mjólk - Brauó
Öl - Gosdrykkir
Tóbak - Sælgæti
KVOLDSALA
Sími 97-2207
FV 2 1976
31